Þjóðmál - 29.03.1971, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 29.03.1971, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð M Á L i n 1111111111II111 ■ 11 ■ 11111111111 s 111111 iji I f^mól [ = Útgefandi: Samtök frjálslyndra í Vestmannaeyjum. S Ritstjórn: Jón Kristinn Gíslason = Dr. Bragi Jósepsson (áb.) Pósthólf 173 = MENNINGARLEG OG EFNAHAGSLEG STAÐA — Framh. af bls. 1., Endurskipulagning alls framhaldsskólanáms í Eyjum. Hér í Vestmannaeyjum er nauð- synlegt að endurskipuleggja allt framhaldsskólanám, hvort sem það yrði gert í formi eins samskóla eða einstakra starfsgreinaskóla. Hið fyrrnefnda yrði að mörgu leyti heppilegra, og væri iþá hægt að skipuleggja framhaldsskólanám á grundvelli einingakerfisins, þannig að unga fólkið hér í bænum gæti, við þennan skóla, ilokið öllu al- mennu framhaldsskólanámi til há- skóanáms en einnig margskonar starfsgreinanámi svo sem iðn- fræðsu, vélstjóranámi, námi fyrir skipstjórnarmenn, loftskeytamenn, matsveina og síðast en ekki slzt fyrir hina ýmsu þætti fiskvinnslu, fiskiðnaðar og sjóvinnu, sölu- mennsku og annars, er snertir framleiðslu og sölu sjávarafurða. = Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26, símar 1253 og 2225 = Auglýsingar: Hafdís Daníelsd., Höfðavegi 23, sími 1529 E Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. = fTii■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii■iiiii■■■■iiiiii■ii■iii■■■!■■■■■ 11*1 Þjóðviljaklíkan byggir tilveru sína á andlegri ofbeldishyggju Eitt af takmörkum Samtaka frjálslyndra og- vinstri manna er að vinna að því að einangra kommúnistaklíku þá, sem ráðið hefur lofum og lögum í fjölmennasta stjórnmála- flokki vinstri manna á Islandi undanfarna áratugi. Flokksmennska, eða tryggð við flokkinn, hefur lengst af verið talin til dyggða á Islandi. Af þeim sökum hafa menn ógjarnan viljað snúast gegn eigin flokki, og það jafnvel ekki þótt þeir hafi komist að því, að flokkur þeirra er ein- ungis valdaklíka, sem barðist gegn sinni eigin grundvallar- stefnu. Forystulið Alþýðubandalagsins og allir þeir, sem einhverju ráða innan flokksins, eru trúir fylgjendur þeirr- ar andlegu ofbeldishyggju, sem kennd hefur verið við komm- únisma. Flestir eru þetta duglausir ofstopamenn, sem byggja tilveru sína á mannréttindum hins frjálsa heims. Kraftur þeirra er mestur í munninum enda mikið í húfi að sannfæra fólk um gæði og fegurð þess þjóðfélags, sem fót- um treður málfrelsi frjálsa hugsun. I þeim kosningum sem framundan eru í vor, er fylgis- tap Alþýðubandalagsins fyrirsjáanlegt um allt land. Eftir að kommúnistaklíkan hefur þannig verið einangruð er fyrst möguleiki á því að vinstri öflin geti sameinast í einn öflugan flokk og þannig stuðlað að tveggjaflokka kerfi, sem um leið mundi draga stórlega úr bitlingum og pólitískum hrossa- kaupum. Þeir menn, sem um langt skeið hafa nú fylgt Al- þýðubandalaginu (og þar áður Sósíalistaflokknum) að mál- um, eru nú farnir að sjá í gegnum blekkinguna. Þjóðvilja- klíkan hefur svo gjörsamlega afhjúpað sjálfa sig, að nán- ustu fylgismenn og áhrifamenn hafa neyðst til að segja skilið við flokkinn, frekar en að láta pólitíska spekúlanta á borð við Magnús Kjartansson segja sér fyrir verkum. Sumir menn eru þannig skapi farnir, að þeim lætur bezt að fylgja forystusauðnum í blindni. Sú æska sem er að vaxa upp á Islandi í dag hefur aðra og göfugri hugsjón en að fylgja í blindni þeirri hugsjónafræði, sem gerir einstaklinginn að múgsál. Það er kominn tími til þess að frjálsir og hugsandi menn, sem vilja berjast fyrir hagsmunum alþýðunnar reki af höndum sér kommúnistalýðinn, sem hefur hreiðrað um sig innan Alþýðubandalagsins. I aðalvígi kommúnista hér á landi, Reykjavík, hafa verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn yfirgefið þá í stórum stíl. Eftir stendur hópur mennta- manna, sem telja sig hugsjónamenn. en hafa aldrei skilið mismuninn á hugmyndafræði og raunveruleika. Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru því í dag hið sterka afl íslenzka stjórnmála. Sigur Samtakanna í kosning- unurn í vor er í raun og veru það eina, sem nokkru getur bi’eytt í íslenzkum stjórnmálum, og hver vill ekki breyta frá því sem nú er? Verra getur það varla orðið. Okkur ber því að hvetja alla, yngri sem eldri, til þess að kynna sér baráttumál og stefnu Samtakanna og vinna síðan beint eða óbeint að stórum kosningasigri. Baráttan í Suðurlands- kjördæmi hófst hér í Vestmannaeyjum og ekki er ómögulegt að úrslitin í þessu kjördæmi verði forsenda þeirra stefnu- breytingar, sem þjóðin þarf til þess að losna undan járn- hæl úrelts embættismannakerfis og spilltrar fjármála- stjórnar. Samtök frjálslyndra og vinstri manan byggja vonir sínar fyrst og fremst á æsku þessa lands og öllum þeim, sem vilja berjast fyrir heilbrigðu efnahagslífi, réttlátu stjórn- arfari og sjálfstæðri utanríkisstefnu. Alþýðuflokkur — eða Flokkur bitlingasinna I síðustu bæjar- og sveitastjórnakosningum tapaði Al- þýðuflokkurinn fylgi um altl land. Ósigur flokksins kom mönnum þó yfirleitt ekki á óvart, enda logaði allt í illind- um milli nýkrata, sem sumir hverjir áttu erfitt með að skilja bitlingamóral þann, sem Gylfi og co. höfðu innleitt. I Vestmannaeyjum brá þó svo undarlega við að Alþýðu- flokkurinn jók fylgi sitt og vann einn bæjarfulltrúa. Sumir halda því fram að þessi fylgisaukning í Vestmannaeyjum sé merki þess að Flokkur bitlingasinnaðra Jafnaðarmanna eigi hér vaxandi fylgi að fagna. Aðrir segja, að þennan óvænta sigur megi fyrst og fremst skoða sem traustsyfir- lýsingu og persónulegt fylgi Magnúsar og Reynis. Um það skal ekki dæmt, en hitt er augljóst að báðir eru mennirnir hinir frambærilegustu. Stingur það mjög í stúf, þar sem Alþýðuflokkurinn er í algeru mannhraki um land allt. Stofnun slíks framhaldsskóla þyrfti ekki að raska verulega starf- semi þeirra skóla, sem nú eru starfandi á rfamhaldsskólastigi. Afturá móti væri með stofnun þessa skóla lagður grundvöllur að samstilltu framhaldsnámi, sem hefði það í för með sér, að ekki væri nauðsynlegt að setja á stofn sérstakan menntaskóla fyrir Vest- mannaeyjar. Einnig mundi með þessu móti unnt að nýta betur skólahúsnæði og kennslukrafta og veita mun betri og fullkomnari fræðslu. Samræming námsefnis i einum slíkum skóla hefði það einnig í för með sér, að sneitt verður hjá ónauðsynlegum endurtekningum í yfirferð námsefnis. Hugmyndir þær, sem komið hafa fram um stofnun fiskvinnsluskóla, fiskiðn- skóla og sjóvinnuskóla eru hinar merkustu, en frumvörpin bera það greinilega með sér, að flausturs- lega og illa hefur verið unnið að öllum undirbúningi. Stofnun sam- skóla í Vestmannaeyjum í því formi, sem hér hefir verið nefnt er stórmál, sem við Vestmannaey- ingar eigum að sameinast um berj- ast fyrir og bera til sigurs. Við þurfum ekkert að fylkja tískunni og berjast fyrir stofnun mennta- skóla í Vestmannaeyjum. Við get- um alveg eins, og miklu fremur, horft raunhæfum augum til fram- tíðarinnar og byggt upp heilsteypt framhaidsskólanám sem stendur í beinum tengslum við atvinnulíf og atvinnuhætti þessa byggðarlags. GÖMUL OG NÝ HUGMYND — Framhald af bls. 4. kennara, skólastjóra í barna- og unglingaskólum, fræðsluráð og skólanefndir, 6. um fræðslumála- stjórn. Þessir málaflokkar voru all- ir afgreiddir að undanskyldum þeim síðasta, um fræðslumála- stjórn, en þar segir orðrétt í skýrslu nefndarinnar: „Nefndin hefur ekki gert neinar tillögur um fræðslumálastjóra, enda var ekki til þess ætlazt af ráðuneytinu. 1 umræðum í nefndinni hefur greini- lega komið í ljós, að full þörf er á því að þetta mál verði tekið til meðferðar og afgreiðslu.“ Slðan þetta gerðist hefur bókstaflega ekkert verið gert til þess að koma þessum málum til betri vegar nema síður sé, sbr, afnám fræðsumála- skrifstofunnar með sparnaðarlög- um ríkisstjórnarinnar frá 1968. Hugmyndin um stofnun sam skóla er bæði gagnleg og tlmabær. Áður en slík ákvörðun er tekin held ég þó, að það væri gagnlegt að hreinsa dálítið til á fræðslu- málaheimilinu. Ef menn skilja ekki tilgang þessarar stofnunar er fráleit að ætla að þeir séu færir um að semja lög, sem að gagni geta komið. Slæm lög fyrir þennan skóla geta auðveldlega gert þessa hugmynd að engu og jafnvel aukið á þann glundroða og það stefnu- leysi sem enn ríkir. Það sakaði heldur ekki þótt kennarar leggðu sig örlítið meira fram og reyndu að fylgjast með því sem er að ger- ast í fræðslumálum okkar 1 stað þess að bíða rólegir eftir því að hlutirnir gerist sjálfkrafa. Ég er sannfærður um að mennta- málaráðherra hefur engan áhuga fyrir því að hindra eðlilega þróun eða nýbreyttni 1 skólamálum, en ég er jafnframt sannfærður um að hann mun ekki af sjálfsdáðum beita sér fyrir neinum meiri-hátt- ar breytingum. B.J.

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.