Þjóðmál - 27.05.1971, Blaðsíða 2

Þjóðmál - 27.05.1971, Blaðsíða 2
2 ÞJÓ9MÁL ijj 1111111111 ■ 11111 ii 1111 ■ 1111 ■ 11111111111 ■ 1111111111111111111111 ii 111111111111111111111111111 m Otgefandi: Samtök frjálslyndra í Vestmannaeyjum. Stuðlum uð betrí sumstöðu vinnundi fólks í lundinu Viðtal við Þorstein Sigmundsson. Ritstjórn: Jón Kristinn Gíslason = = Dr. Bragi Jósepsson (áb.) | Pósthólf 173 Afgreiðsla: Bjarni Bjarnason, Heiðarvegi 26, = = símar 1253 og 2225 = Auglýsingar: Hafdís Daníelsd., Höfðavegi 23, sími 1529 5 Prentstofa G. Benediktsson, Bolholti 6, Reykjavík. iTi ■ 111111111111 ■ ■ i ■ ■ i ■ ■ ■ i ■ ■■ ■ ■ 1111 ■ ■ 111 ■ ■ i ■ 111111 ■ 11111111 ■ 11 ■ ■ i ■ 11! 111 ■ ■ i m 1111111 ■ ■»■ i ■ ■ i m O-lisfinn Á síðustu árum hefur ungt fólk, bæði hér á landi og er- lendis, gerzt æ tilþrifameira um þjóðfélagsleg málefni. 1 Bandaríkjunum hefur unga kynslóðin risið upp og mót- mælt kröftuglega þeim glæp menningarþjóðfélagsins, sem nefnist stríð. 1 Japan hefur unga kynslóðin krafist sjálf- stæðrar utanrikisstefnu. Um gjörvalla Vestur- og Suður- Evrópu hefur unga kynslóðin krafist þess að allt skóla- starf verði endurskipulagt í samræmi við þann tíma sem við lifum á. Jafnvel í Austur-Evrópu, undir þvingunarhulu Kommúnismans, heyrist af og til rödd fólks, sem þráir að losna undan andlegri misþyrmingu. Á Islandi hefur rödd unga fólksins komið fram í sterkri gagnrýni á menntakerfi, sem er algerlega slitið úr tengsl- um við atvinnulífið. Unga kynslóðin gagnrýnir einnig hégómaskap íslenzkrar stjórnmálamennsku. Hún gagnrýnir réttlætisvitund eldri kynslóðarinnar, sem hefur lagt bless- un sína yfir gjörspillt fjármálakerfi, sem brosir góðlátlega yfir pólitískum mútum og bitlingum. Framboð O-listans ætti ekki að koma mönum á óvart. Þetta unga fólk vill með framboði sínu mótmæla flokkshyggju og þrælshyggju. Þetta fólk vill hvetja íslenzka kjósendur til þess að vera sannir í mati sínu gagnvart frambjóðendum og stjórn- málaflokkum. Hið broslega yfirskin við framboð O-listans haggar ekki þeirri staðreynd, að íslenzk stjórnmálabarátta er byrjuð að losna úr viðjum andlegra fjötra, sem yfir- borðsleg stjórnmálamennska hefur ræktað innan stjórnmála- flokkanna á undanförnum árum. Stefnumál og kynningar- máti O-lista manna birtast í hárbeittu háði, sem ýmsir eiga erfitt með að skilja. Tilgangur framboðsins hlýtur þó fyrst og fremst að vera sá, að vekja fólk upp af dvala andlegrar lömunar, og fá það til að gera lýðræðisþjóðfélagið að sam- félagi frjálsra, hugsandi manna. F og O Samtök frjálslyndra og vinstri manna voru stofnuð með það fyrir augum að hleypa nýju blóði í íslenzk stjórnmál og til þess að hnekkja ofurveldi flokksræðis yfir hinum al- menna þjóðfélagsborgara. Til þess að svo megi verða, verð- ur núverandi ríkisstjórn að falla. Samtök frjálslyndra og vinstri manna er eini stjórnmálaflokkurinn sem getur fellt ríkisstjórnina. Hér er um alvörumál að ræða, sem við treystum að O-lista menn geri sér fulla grein fyrir, þannig að stjórnmálaafl þeirra verði ekki vatn á myllu andstæð- inganna. Samtök frjálslyndra og vinstri manna ganga til þessara kosninga og heita á alla frjálsa og hugsandi menn að veita þeim stuðning til þess að endurvekja andlegt atgerfi og reisn Aþingis og til þess að endurmóta heilbrigt almenn- ingsálit gagnvart stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokk- um í landinu. Þorsteinn Sigmundsson er í fjórða sæti framboðslista SFV í Suðurlandskjördæmi. Þorsteinn er bóndi og verkamaður að Rangá í Rangárvallasýslu. Þjóðmái hefur átt eftirfarandi viðtal við Þorstein. — Hvers vegna var nauðsynlegt að stofna SFV? — Vegna þess að algjörlega vantaði stjórnmálaflokk fyrir launastéttirnar í landinu. Gömlu flokkarnir hafa brugðist, þar ráða fámennir hópar ferðinni, en al- menningur hefur lítil sem engin áhrif innan flokkanna. Það er lífs- spursmál fyrir láglaunafólk að það hafi áhrif á stjórnmálalífið, og bess var enginn kostur fyrr en nú að stofnaður hefur verið stjórn- málaflokkur, sem leggur megin- áherzlu á lýðræðisleg vinnubrögð. Á meðan hin nýju samtök styðja launastéttirnar i landinu en ekki fámennar hagsmunaklíkur, Ijái ég þeim lið mitt manna fúsastur. Ég vil algert jafnrétti. — Hvernig stendur á því að jafn róttækur maður og þú, hefur fram til þessa stutt Sjálfstæðis- flokkinn? — Þar réði mestu að ég ólst upp á Sjálfstæðisheimili og sem bóndi studdi ég Sjálfstæðisflokkinn á- fram, en nú er ég hættur búskap að mestu og stunda verkamanna- vinnu. Við það hafa viðhorf mín breytst í þjóðfélagsmálum. — Sú árás sem ríkisstjórnin gerði á launþega í landinu nú í haust fellur seint í gleymsku og síðan beit Alþingi höfuðið af skömminni, þegar þingmenn veitu sér ríflegar kjarabætur, og þar voru að verki bæði þingmenn úr stjórnarflokkunum og stjórnar- andstöðu. Þau vinnubrögð voru vítaverð og dreg ég þar engan und- an. — Er Sjálfstæðisflokkurinn flokkur bænda? — Bæði já og nei. Flestir bænd- ur eiga fullkomlega samleið með launastéttunum. Stórbændur og fátækir bændur eru ólíkt sett- ir. Að vera bóndi og fátækur er erfitt hlutskipti. Fátækur bóndi getur varla um frjálst höfuð strokið og er algerlega bundinn á skuldaklafa kaupfélaganna. — Þú minnist á kaupfélögin. — Já, það er alls ekki hægt að fordæma kaupfélögin, síður en svo, þau hafa gert bændum ýmsan greiða. Þó er svo komið í dag, að kaupfélögin eru langt frá þvl að vera rekin á sama grundvelli og þau voru upphaflega stofnuð til og min reynsla er sú, að oft er ódýrara að verzla við kaupmenn en kaupfélög. Sumstaðar líta kaup- félögin út eins og fjölskyldufyrir- tæki. Samvinnuhugsjónin er ekki lengur grundvöllur kaupfélaganna, en hefur orðið að víkja fyrir öðr- um sjónarmiðum. Þess vegna þarfnast kaupfélögin endurskipu- lagningar eins og margt annað í þjóðfélaginu. — Verðstöðvun ríkisstjórnarinn- Þorsteinn Sigmundsson ar hefur sætt talsverðri gagnrýni. — Já, ríkisstjórnin býr sig nú undir kosningar eins og menn búa sig á grímudansleik. En það skín alls staðar gegnum grímuna. Raf- magn hefur hækkað, þungaskattur kemur óhjákvæmilega niður á vöruverði. Flestar vörur hækka í verði þrátt fyrir þessa verðstöðv- un, en verðstöðvun á kaupi verka- mannsins er alger. Þegar samn- ingar renna út hljóta atvinnustétt- irnar að skammta sér laun á sama hátt og þingmennirnir, því eftir höfðinu dansa limirnir. Það hljóta þingmenn að sætta sig við, ef þeir á annað borð lita á sig sem full- trúa sinna kjósenda. — Hvernig er atvinnuástand hér í héraðinu? — Mér virðist atvinna vera sama og engin hér á þéttbýlis- svæðunum I Rangárvallasýslunni. Þetta bitnar ekki sízt á ungu fólki, og þegar á það bætist að menntunaraðstaða þess er mjög slæm í þjóðfélagi sem krefst sí- aukinnar menntunar, er unga fólk- ið beinlínis hrakið héðan, frá sinni heimabyggð. — Að lokum Þorsteinn? Að lokum vildi ég hvetja menn eindregið til þess að veita Sam- tökunum brautargengi. Menn verða að höggva á mosagróin flokksbönd og stuðla að betri sam- stöðu hins vinnandi fólks. Samtök frjálslyndra og vinstri manna er þjóðarnauðsyn. Kosningaskrifstofa Samtakanna Samiökin í Vestmannaeyjum hafa nú opnað kosningaskrifstofu að Skólavegi 13. — Sími 1065. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin fró klukkan 8—10 e.h. Félagar og stuðningsfólk! Hafið samband við kosningaskrifstofuna og léttið kosninga- starfið. Skipulagssamkeppni Skipulagsstjórn ríkisins efnir til hugmynda- samkeppni um skipulag sjóvarkauptúna ó ís- landi og tengsl þeirra við aðliggjandi sveitir og þéttbýli. Heimilt er að velja hvaða sjóv- arkauptún á landinu sem er, með íbúafjölda á bilinu 300—3000 íbúa. öllum íslenzkum ríkis- borgurum og útlendingum, búsettum ó íslandi er heimil þótttaka. Fyrstu verðlaun eru kr. 400.000,—, önnur verðlaun kr. 200.000.—. Skilafrestur er til 13. september n.k. og eru út- boðsgögn afhent hjó trúnaðarmanni dóm- nefndar, Ólafi Jenssyni, Byggingaþjónustu A.Í., Laugavegi 26, Reykjavík. X F Gegn flokksræöi - fyrir lýðræði X F / 6 ' ■ * • ’ ö

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/551

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.