Ný þjóðmál - 28.06.1974, Blaðsíða 2

Ný þjóðmál - 28.06.1974, Blaðsíða 2
2 NY ÞJOÐMAL Baldur Pálmason: Herör gegn her Dregið er fram 1 dagsljósiO meira en tlu ára gamait stuOIamái, sem ekki hefur birst fyrr. Ég krukka raunar svolitiO I þaO, áOur en ég læt þaOfrá mfer fara, felli niOur hendingu og eyk fáeinum í, breyti stöku orOi. Og svo set ég á þaO þessa fyrirsögn. Langvarandi barátta islensks fólks gegn hervési og burOarkörlum þess er aO byrja aO bera árangur, og þar skyldi ekki numiO staOar fyrr en lokiö er. Tvitugur piltur tvitug stúlka fædd áriö ’40 hafa lifað I hersetnu landi bernskuárin öll æskuárin öll ævi sina alla. Hvers eiga þau, góurinn minn, aö gjalda? Viö hin sem fæddumst fyrr til dæmis áriö ’20 fengum aö lifa i friöi og spekt bernskuárin öll æskuárin öll viö islenskt fullveldi innanrikis og horfa hlökkunaraugum fram á heiðbjartan dag óháörar alfrjálsar þjóöar. En fyrr en svo yröi tók viröingarleysiö völdin heiftin skotvopnin skelfingin. Og hér varð myrkt undir morgun. Gerningaveöriö glumdi viö huröir okkar og hlustir i hálfan tug ára. Lægði þá ofsann að ófreskju dauðri sem rothöggið fékk við rammaslag banvænna elda brennandi geisla er helsviðu hrekklausa menn og hrófluöu ef til vill nokkuö við samvisku sekra. Morgunninn kom og mikið var gaman aö lifa: það morgnaði lengst inn I sálir og dýpst inn í hjörtu. Þá féllu aö landinu hafstraumar hrifningargleöi, uns hraöar en varöi reis útsogsins veinandi bára. Friöur var ögurstund ein. Æ, stundin var stutt okkar yndis stundin sem vannst til aö finna óskina rætast og eflast óskina læsast i huga. Öskin var uggþorni stungin óvirt af gungum og þjösnum. Ófreskjan átti sér kjörbörn tortryggni togstreituþráa sem hugöu sér gott til glóöar aö gnaga tvistraðar rætur. Og viö — eins og lamb meöal ljóna rjúpa i ránfuglahópi — lausir úr dáranna dansi lentum i blindingjaleik hræsninnar hráskinnaleik blekkingar höfrungahlaupi. Sviöur þó sárast i augum hvaö samviskan var okkur hvikul metnaöur litill og lami lotningin smá fyrir trúnni trúnni á lifið og landiö landið og Guð þess lands. I oftrú á vopnin og valdiö vorum við herstakki klæddir. . Að hlutleysiskápunni hentri var hættu af árásum boöið I garö. _ Sú blinda mun tjá okkur bana ef brestur hinn stundlegi friður og á brestur örlagastrið. ættstofnsins örlagastriö. Hvað eigum viö lengi að láta leiöast af geðlitlum hjössum sem hernaðarlávörðum lúta og lita aðeins til jarðar? Ég spyr ykkur aldna og unga: Hvaö á okkur fyrir að vaka? — gróöavon ginningarfiflsins — glamur og sýningarmennska — hlynning að hugsýkisfóstri — hræösla viö fjandmenn I leyni? ellegar auöur híns snauöa sem andinn leggur i brjóstið hamingja nægjusams hjarta hlýjan af gleöi i sinni? Ég særi ykkur, synir og dætur sjálfráöa norðurheimsþjóöar, auðsýnið mannslund og metnað og mænið nú hlökkunaraugum mót alfrelsi óháðrar þjóöar upp móti alviöruhjalla og áfram til helgafells. Ræda Baldurs Oskarssonar á liðsfundi F-listans: Sigur F-listans er sigur fólksins Baldur Óskarsson Ef einhver heföi sagt mér fyr- ir mánuöi siöan, aö ég ætti eftir að standa i þessum ræðustóli i kvöld á lokastigi kosningabar- áttunnará Islandi heföi ég sjálf- sagt hrist höfuðið góðlátlega. En hingað er ég samt kominn um hálfan hnöttinn til þess aö reyna að leggja mitt léttvæga lóö á vogarskálar þess málstaö- ar, sem ég hef bjargfasta trú á, ab,sé þjóöinni fyrir bestu, aö baki þeim mönnum, sem ég veit aö munu bera þann málstað uppi eins og best veröur á kosið. Ýmsir, og þá sérstaklega fyrrverandi flokksbræður mln- ir, sem enn ætla að leita skjóls undir pilsfaldi gömlu fram- sóknarmaddömunnar, hafa býsnast yfir þvi, aö nokkrum heilvita manni skyldi detta það i hug að leggja á sig þvilikt og annað eins, aöeins til aö liggja eftir óbættur i valnum aö kosn- ingum loknum. En viö ykkur, félagar góðir, vil ég segja þetta: Þvi lengur, sem ég hef dvalið i framandi og furðulegu um- hverfi, fjarri islenskum atburð- um og önn, meö þjóö, sem er ein i hópi 20 fátækustu þjóöa heims, þar sem örbirgð og eymd mál- ast svo sterkum litum, að sú mynd mun aldrei mást úr huga manns, þar sem mannleg vanda mál eru svo mikil, að næstum útilokaö er aö lýsa þeim við alls- nægtaborð íslendinga, já þeim mun ákveðnari var ég að berj- ast meðan mér entust kraftar fyrir mannlegum rétti, jöfnuði, alþýðumenntun, valddreifingu, frelsi mannsins til að lifa I friöi, til að stuöla að þvi, aö alþýðu- fólk skipaði sér i fylking til að berjast gegn þeim öflum græðg- innar, sem i raun ráða mestu um örlög manna og þjóöa i heiminum, jafnt i Austur-Afriku sem á íslandi. Og meðal okkar blökku bræöra áttaði ég mig enn betur en áöur á þvi, hvers virði það er að vera Islendingur, að hafa boriö gæfu til að eiga þetta land að fóstru, sjálft orðið tsland fékk nýtt gildi, nýja merking. Og mér uröu lika auðskildari orð Einars Benediktssonar, eins og þessi: Farþráin út og utan, áttbatt vort kyn og háttu, eöa: Vor landi mannast á heimsins hátt, en hólminn á starf hans, lif hans og mátt, og i vöggunnar landi skal varöinn standa. Mér varð þvi æ tíðar hugsað heim til tslands og þeirra viöburða, sem hér voru að gerast. Þegar ég siöan fékk á siðustu stundu skeyti um það, hvort ég vildi leggja nafn mitt til liðs við þá nýju fylking, sem ætlaði að bjóða fram undir merkjum F- listans, hlýddi ég óhikað og á- kveðinn þessu kalli. Ég hlaut að koma til að reyna að styrkja með öllum minum mætti þá fé- laga, sem ég hef starfað með i Sambandi ungra framsóknar- manna um árabil, háð þar bar- áttu fyrir þvi, að Framsóknar- flokkurinn yrði i raun það þjóð- félagsafl, sem honum var ætlað frá byrjun, einlægt baráttutæki samvinnumanna og bænda og byggða landsins, sem i sam- vinnu við verkamenn um skap- aði íslenskt þjóðfélag I anda jafnaðar og samvinnu, og héldu vörð um islenskan menningar- arf. Þvi miður tókst okkur þetta ekki innan Framsóknarflokks- ins. Við verðum að játa, að við lutum i lægra haldi fyrir hinni nýju ráðakliku Framsóknar- flokksins, sem skoðar flokkinn sem miðflokk, ávallt reiðubúinn að stökkva upp i til ihaldsins án tillits til yfirlýsinga flokksþings og vilja fylgismannanna— að- eins ef völdin verða best tryggð með þvi móti. Þessi ráðahópur litur á flokksstarf sem fyrir- greiðslu til ákveðinna flokks- gæðinga, en ekki vettvang þar sem hinn óbreytti félagsmaður getur tekið þátt i að móta stefn- ur og stýra liðsoddum með sam- þykktum funda og flokksþinga. Og þegar ég heyrði af þeirri háðung, að hér ætti að halda upp á ellefu hundruð ára afmæli Is- landsbyggðar með sérstökum undirskriftum og bænarskjali um ævarandi bandariskan verndarvæng, og sá siðan hvernig afturhaldið á íslandi virðist ætla að takast að hræða til sin fylgi þjóðarinnar með falsáróðri, eins og fram kom I sveitarstjórnarkosningunum, gat ég ekki lengur varið það fyr- ir samvisku minni að sitja auð- um höndum i öðru landi, heldur kom heim við fyrsta tækifæri. Já, oft hefur landið sokkið djúpt i þessi ellefu hundruð ár. Saga okkar er að þvi leyti lær- dómsrik, en þvi miður virðumst við býsna oft gleyma þvi að vara okkur á vitunum. En sem betur fer hefur landið þó alltaf risið aftur með nýjum mönnum. I þjóðarsálinni hefur blundað hin betri vitund fólksins, sem birsthefurá örlagastundum. Og ég verð að segja alveg einsog er, að það gladdi mitt hjarta aö sjá, hverjir höfðu slegið saman skjaldborg og búist til orrustu undir merki F-listans. Hér er saman komiö fólk, sem okkur hefur lengi dreymt um að tengjast traustum böndum. I fylkingarbrjósti stendur Magn- ús Torfi Ólafsson, sá máttar- stólpi úr Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, sem aldrei gaf sig, hvað sem á reyndi, og hélt uppi allt i senn, reisn þessara samtaka, heiöri vinstri manna og heilli rikis- stjórn, enda studdur heilshugar af hinum trausta flokkskjarna Samtakanna. Undir merkið hafa einnig safnast úr Fram- sóknarflokknum nokkrir helstu hugsjóna- og baráttumenn þess flokks i áratugi, forsvarsmenn launamanna úr flokknum ásamt kjarnanum úr yngri hreyfingu flokksins, og úr Alþýðuflokkn- um þeir jafnaðarmenn, sem harðast hafa barist gegn Ihalds- þjónkun Gylfa Þ. og hægrikrat- anna. Framboð okkar urðu til með skjótum hætti, og að ýmsu leyti við mjög erfið skilyrði. En við göngum ákveðnir til leiks, enda er málstaðurinn góður. Okkar málflutningur er lika ákveðinn og skýr. Við frambjóð- endur F-listans erum þeir einu, sem lýsum þvi yfir afdráttar- laust, að við viljum mynda nýja vinstristjórn að kosningum loknum. Framsóknarflokkurinn heldur þar öllu opnu. Draumur formanns Alþýðuflokksins er enn sem fyrr ný Ihaldsstjórn, og meira að segja Alþýðubanda- lagið þorir ekki annað en að halda öllu opnu til Ihaldsins. Eina leiðin til að tryggja nýja og betri vinstristjórn aö kosning- um loknum er þvi að kjósa F- listann. Með þvi aö kjósa F-listann viljið þiö betri vinstristjórn, án okkar kemur ný afturhalds- stjórn. Með þvi að kjósa F-listann viljið þið fulla atvinnu handa Framhald á bls. 11 Baráttan íReykjavík stendur urti hvor þeirra fer á þing, Magnús Torfi eða Albert Guðmundsson

x

Ný þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný þjóðmál
https://timarit.is/publication/553

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.