Ný þjóðmál - 28.06.1974, Blaðsíða 4
4
NÝ ÞJÓÐMÁL
5000 atkvæði urðu
ónýt hjá Framsókn
Verulegur hluti
íslenskra kjósenda vill
allt til vinna, að hér á
landi verðí mynduð
vinstristjórn að loknum
alþingiskosningunum 30.
júní n.k.
Þeir velta þvi mjög
fyrir sér þessa dagana,
með hvaða hætti þeir geta
helst nýtt atkvæði sín í
þessu skyni.
Þar sem augljóst er, að
án verulegs þingstyrks F-
listans verður enginn
vinstristjórn mynduð, er
nauðsynlegt, að vinstri-
sinnaðir kjósendur sem
stutt hafa aðra flokka,
íhugi það mjög vel, að
kjósa i þetta sinn F-list-
ann, til þess að tryggja
framgang sameiginlegs
markmiðs: vinstri
stjórnar eftir kosningar.
Sérstaklega er
nauðsynlegt, aðþeir,sem
kosið hafa Framsóknar-
flokkinn, hugi vel að
þessu áður en þeir krossa
nú á atkvæðaseðilinn.
Ekki síst með tilliti til
þess, að Framsóknar-
flokkurinn hafði saman-
lagt um 5000 umframat-
kvæði í síðustu alþingis-
kosningum. Hann hefði
mátt missa 5000 atkvæði
samtals í öllum
kjördæmum landsins án
þess að þingmönnum
hans hefði fækkað.
Vinstrisinnaðir kjós-
endur Framsóknar-
flokksins mega ekki láta
það henda sig, að gera at-
kvæði sín ónýt i slíkri um-
framatkvæðasúpu, í stað
þess að nýta það til fulls
við sköpun nýrrar vinstri-
stjórnar með því að
styðja F-listann.
Vinstrímenn! Nýtið atkvæðin
og styðjið F-listann 30. júní
ÞORVARÐUR ÖRNÓLFSSON:
Varið hús
Einu sinni var maður sem vildi vesturvegginn hjá sér til þess að
styrkja húsið sitt fyrir austan- hafa sem mest gagn af vestanátt-
vindinum, svo að hann reif niður inni.
Ljósið sem hvarf
Liðsforingi kom að máli við
vitavörð og sagði: Þessi staður er
mikilvægt fallbyssustæði, leyfðu
mér að koma fyrir byssu i vitan-
um. Vitavörurinn svaraði: hér er
ekki rúm fyrir hvort tveggja
ljósið og fallbyssuna. Liðsforing-
inn skipaði honum að f jarlæ gja
ljósið. Siðan glampar þar aðeins
af byssuhlaupi.
Raunsær kristnidómur
Rómverji sem tekið hafði heima hjá sér og bað hann
kristna trú hræddist óvini daglega um vernd þvi að hann
kristindómsins svo mjög að hann vissi sér þar hjálpar von og ekki
reisti herguðnum Mars altari annars staðar fremur.
Ekki bara leikur
Litill drengur kom þar nærri,
sem nágrannar tveir stóðu með
byssu hvor frammi fyrir öðrum
og voru meðhótanir. Annar sagði
ef þú ætlar að traðka út garðinn
minn kem ég og spæni upp garð-
inn þinn, og hinn svaraði i sömu
mynt. Þá æstist sá fyrri og sagði:
ef þú ætlar að brjóta rúðu i húsinu
minu kem ég og mölbrýt allar
rúður i húsinu þinu, og var svarað
I sömu mynt. Þá æstust báðir enn
meir og munduðu byssurnar og
hrópuðu: ef þú ætlar að skóta á
mig kem ég og skýt konuna þina
og börnin.
Þá hljóp drengurinn til annars
þeirra og kallaði: frændi má ég
taka I gikkinn með þér, þvi að
hann hafði aldrei áður verðið með
i byssuleik.
Lausar stöður
Tvær stöður fslenskukennara og ein staða Iþróttakennara
pilta við Menntaskólann á Akureyri eru lausar til
umsóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna rlkisins.
Umsóknir, ásamt uppiýsingum um námsferil og störf,
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavik, fyrir 20. júll n.k. — Umsóknareyðublöö fást I
ráðuneytinu og hjá skólameistara.
Menntamálaráðuneytið,
18. júni 1974.
Skrifstofustarf
Skrifstofustarf hjá embætti flugmála-
stjóra er iaust til umsóknar.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og
fyrri störf, sendist skrifstofu flugmála-
stjóra á Reykjavikurflugvelli fyrir 1. júli
n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
| rikisins.
Flugmálastjórinn
Agnar Kofoed-Hansen.
Oskar L. Arnfinnsson:
SIGUR F-LISTANS
TR YGGIR ÁFRAM
VINSTRISTJÓRN
Þegar gengið verður að kjör-
borðinu 30. júnl n.k. verður fólk
að gera það upp við sig, hvort
það vill áframhaldandi vinstri-
stjórn eða nýja viðreisnar-
stjorn. Þeir, sem muna
viðreisnartimabilið, ættu ekki
að þurfa langan umhugsunar-
tlma. Timi Viðreisnar-
stjórnarinnar var tlmi niður-
lægingar I islensku þjóðlifi.
Atvinnuleysi og landflótti voru
höfuðeinkenni þess timabils. Á
viðreisnartimanum grotnuðu
atvinnuvegirnir niður. Heil
byggöalög lögðust að miklu leyti
niður, fólk flýði vegna atvinnu-
leysis ýmis I önnur byggðalög
eða úr landi.
Sjaldan eða aldrei hefur
samningafrelsi launþega verií)
jafn litilsvirt og þá. Væri þvi
venjan var sú, þegar launþegar
höfðu lokið samningum sinum
við vinnuveitendur, að
löggjafinn kom til og ónýtti
kjarasamninga með lögum.
Mættu sjómenn þó liklega allra
stétta best minnast sliks, þar
sem kjör þeirra voru skert æ
ofani æ.
Eftir að vinstristjórnin tók við
hefur þessu verið snúið við.
Nýsköpun atvinnuveganna
hefur átt sér stað I stórum stil,
og atvinnutækjunum veriö
dreift út á landsbyggðina. Þar
sem áður rikti atvinnuleysi
skortir nú vinnuafl. Þetta getur
hver sem vill sannfærst um af
eigin raun. Uppbyggingin blasir
hvarvetna við.
En er hægt að tryggja
áframhaldandi vinstri stjórn I
landinu?
— Jú, það er hægt, en til þess
að svo megi verða þarf að koma
til öflugur stuðningur fólksins
við F-listann um allt land. Vinni
Ihaldið og kratar, þá verður
mynduð ný viðreisnarstjórn.
Það kýs þvi enginn vinstri-
sinnaður maður Alþýðu-
flokkinn. Framsókn getur ekki
bætt við sig þingsætum. Það
sýna úrslit bæjar- og sveitar-
stjórankosninganna 26. mai.
Litlar likur er á að Alþýðu-
bandalagið bæti við sig þing-
sætum. Það erþviaðeinsein leið
fyrir þá, sem vilja vinstristjórn
áfram við völd. Það er að fylkja
sér fast um SFV um allt land.
Kjósa F-listann. Það er eini
möguleikinn til að tryggja
áframhaldandi vinstristjórn.
Vinstrisinnaðir kjósendur!
Fylkið ykkur um F-listann I
kosningunum 30. júni. xF.
Þeir svíkja sína
eigin skynsemi
Þar sem maður hittir mann er
margt spjallað.
Fyrir nokkrum dögum gerði
ég mér ferði til góðs nágranna
og vinar. Hann heilsaði mér
með þessum orðum: „Það þýðir
ekkert fyrir þig að ætla að reka
áróður I mér, ég held áfram að
styðja Framsóknarflokkinn, en
þú skalt koma inn og ræða
kosningarnar”. Það gerði ég, og
sá góði maður var mér sam-
mála um, að eina leiðin til að
hafa áframhaldandi vinstri-
stjórn væri sú, að F-listinn hlyti
drjúgan þingstyrk, en samt sem
áður ætlaði hann að styðja
Framsóknarflokkinn.
Ég spurði hann, hvort hann
væri ekki að svikja sina eigin
skynsemi. Hann taldi, að svo
gæti verið, en hollustan við
flokkinn skipti meira máli en
skynsemin.
Þannig hugsa fleiri. Það
kemur m .a. berlega I ljós i grein
þeirri, sem sá snjalli stjórn-
málamaður og skörungur
Eysteinn Jónsson skrifar til
Austfirðinga iTImanum, 12. júni
s.l. Hann reynir þar á allan hátt
að fæla fólk frá þvi að styðja F-
listann. Það er ekki nema góðra
gjalda vert að styðja sina sam-
starfsmenn, en hins vegar þarf
enginn að segja mér, að jafn
greindur maður og Eysteinn
Jónsson skilji það ekki, að eina
leiðin til áframhaldandi vinstri-
stjórnar er að F-listinn fái
drjúgan þingstyrk. Það, sem
Eysteinn er að gera, er að
svikja sina skynsemi eins og
vinur minn gerði.
Hefðu Samtök frjálslyndra og
vinstrimanna ekki verið stofnuð
fyrir siðustu kosningar,
byggjum við enn við Viðreisnar-
stjórn fjórða kjörtimabilið I röð.
Þá væri ekki gróska i atvinnulifi
og vinnuaflsskortur um allt
land. Þá væri enn flótti úr sveit-
unum, þá væri landhelgismálið
fyrir Haag-dómstólnum, þá
væri sifelld styrjöld við laun-
þega, og er þó fátt eitt talið, sem
miður hefði farið.
Þvi segi ég við þig, kjósandi
góður: viljirðu viðreisn aftur,
þá kastaðu atkvæði þinu á glæ,
en viljirðu vinstristjórn, þá
fylgdu skynsemi þinni og styddu
F-listann.
Rögnvaldur ólafsson,
Flugumýrarhvammi.