Ný þjóðmál - 09.08.1974, Blaðsíða 5
4
NÝ ÞJÓÐMÁL
NÝ ÞJÓÐMÁL
.5
VIKAN
SEM LEIÐ
INNLEND TlÐINDl
Þjóöhátlöarhaldið I Reykjavlk setti mestan svip á atburði
vikunnar, sem leið, en þjóðhátiðin i höfuðborginni stóð frá
laugardegi til mánudags að báðum dögum meðtöldum, og
fór hið b'esta fram,
En ýmislegt annað gerðist einnig I vikunni.
Keflavikursjónvarpið að loka
Þær fréttir bárust fyrir helgina, að eftir 2—3 vikur yrði
Keflavikursjónvarpiö takmarkað viö flugvöllinn. Þá veröur
lokið smiði þess sjónvarpshúss, sem bandariski herinn hefur
talið forsendu fyrir takmörkun sjónvarpsins, en þegar send-
ingar hefjast úr þvi húsi þá munu engir utan vallarins sjá það
nema helst ibúar i Höfnum. Þar með bendir allt til þess, að
langvinnu deilumáli sé að ljúka.
Bráðabirgðasamkomulag á Kleppi
Aðstoðarfólkiö á Kleppi, sem hætti störfum um mánaða-
mótin, hóf störf að nýju 2. ágúst og tilkynnti, að það myndi
starfa til 20. ágúst nk. 1 trausti þess, að fyrir þann tima hefði
náðst samkomulag um launakjörin. Þetta gerðist eftir að
heilbrigðisráðuneytið hafði lofað að gera sitt besta til þess að
lausn fyndist á kjaradeilu þessari, en hún snýst um það,
hvort aðstoðarfólkið eigi að vera I 12. launaflokki eða 14.
launaflokki. Ef samkomulag hefur ekki tekist fyrir 20. ágúst,
þá má hins vegar búast við vandræöaástandi á Kleppi á nýjan
leik.
Kippur i vinsölunni
A miðvikudag fyrir Þingvallahátiðina var vinbúðum sem
kunnugt er fyrrvaralaust lokaö, þar sem landsfeðurnir virt-
ust óttast drykkjuskap á hátiðinni. Landsmenn hafa bætt sér
þetta upp I siöustu viku, þvi þá var vinsalan mjög mikil. Þaö
kom þó ekki að sök við hátiöarhöldin I Reykjavlk, þvl þar var
ekki mjög áberandi ölvun.
Enn hækkar bensinið
Bensinið hækkaöi enn einu sinni fyrir helgina, og kostar nú
hver lltri 36 krónur.
Banaslys
S.l. föstudag lést Islendingur af slysförum I Danmörku. Það
var Einar Geir Jónsson, 18 ára Reykvikingur, sem féll út úr
járnbrautarlest skammt frá Hróarskeldu, og lést hann
skömmu siðar.
Skipsstrand
A þriðjudagsmorguninn strandaði Hópsnes GK-77,105 lesta
bátur, við Grindavlk. Ekkert tjón varö á mönnum, og skipiö
var samdægurs dregið að bryggju.
Tveir fórust
Tveir menn fórust með trillunni Gustur ÞH 165 fyrir helg-
ina. Það voru þeir Helgi Slmonarson, 21 árs, og Slmon
Gunnarsson, 18 ára, báðir frá Hveragerði. Trillan fórst út af
Raufarhöfn er hún rakst á sker.
1000 milljónir i
innborgunarfé
20. mai sl. tóku gildi lagaákvæði um 3ja mánaða innborg-
unarskyldu innflytjenda, en þeir verða að geyma 25% af
vöruúttekt úr tolli á bankareikningi I þrjá mánuði. Um mán-
aðamótin fór þessi upphæð I Seðlabankanum samtals yfir
1000 milljónir.
ERLEND TÍDINDI
Nixon játar
Nixon Bandarikjaforseti hefur nú neyöst til að játa, að hann
hafi örfáum dögum eftir Watergate-innbrotið tekið þátt I til-
raunum tilaö hilma yfir afbrotið, og staöiö aö slikum tilraun-
um upp frá þvl. Þessa játningu varð hann að gera um leið og
hann afhenti segulbandsspólur, sem hæstiréttur Bandarlkj-
anna hafði skipaö honum að afhenda, en á spólunum kom
þátttaka Nixons I þessu samsæri mjög greinilega I ljós. Talið
er nú aöeins timaspursmál, hvenær Nixon verði sekur fund-
inn i ríkisrétti og sviptur embætti.
Stórflóð i Bangladesh
Mestu flóö, sem komiö hafa I Bangladesh 120 ár, hafa þegar
orðið mörg hundruö manns að bana þar I landi, og þekja flóð-
in nú þegar um 30 þúsund fermllna svæöi sem um 20 milljónir
manna hafa búið á, en alls búa um 75 milljónir manna i land-
inu. Ottast er að I kjölfar flóðanna kunni að koma alvarleg
hungursneyð og mikið mannfall.
Mannfall á ttaliu
A sunnudaginn létu 12 menn llfið þegar sprengja sprakk I
járnbrautarlest á Norður-ítallu. Sprengjunni var komið fyrir
Ilestinniaf hægrisinnuðum öfgamönnum, svonefndum nýfas-
istum. Þetta sprengjutilræöi hefur valdiö mikilli ólgu I land-
inu, allsherjarverkfalli og hörðum átökum 1 Italska þinginu.
Margir óttast, að nýfasistar hyggist koma á sllku upp-
lausnarástandi I landinu, að italski herinn grlpi til þess ráðs
að gera stjórnarbyltingu.
•srain-uwn. i hi nt i 11 ttkksn « HSklH I k H \ iRsmui i l Klk.ll M / ) Koi’t o<; iumthl
Spá tíföldun fiskirœktar fyrir aldamót
Ýmis stórfyrirtæki i Bretlandi eru nú farin
að stunda fiskirækt þar i landi. Þannig áætl-
ar auðhringurinn UNILEVER að hann fái
um 150 tonn af Atlantshafslaxi úr laxeldis-
stöð við Inverness. Stórfyrirtækið „British
Oxygen” áætlar að fá um 120 tonn á næsta
ári af Regnbogasilungi I eldisstöð sinni i
Cumberland. ICI, og önnur fyrirtæki, munu
væntanlega koma með um 10 milljónir af
Kyrrahafsostrum á breskan markað. Og
þannig mætti áfram telja staðreyndir, sem
sýna áþreifanlega, að fiskirækt er að verða
að mikilvægum atvinnuvegi i Bretlandi —
atvinnuvegi sem stórfyrirtæki landsins eru
að hasla sér völl á.
Dr. Ian Anderson, sem hefur eftirlit með fiskirækt UNI-
LEVER fyrirtækisins, er mjög bjartsýnn á framtlð laxeldis I
Skotlandi. Hann telur, að árleg framleiðsla i Bretlandi ætti
hæglega aö verða 10.000 tonn, og jafnvel allt aö 20.000 tonn af
laxi.
Sllk framleiðsla myndi spara Bretum verulegan erlendan
gjaldeyri, þvl sem stendur flytja Bretar inn um 4.000 tonn af
Kyrrahafslaxi.
Aukin eftirspurn eftir fiski
Um þessar mundir er áætlaö, samkvæmt tölum frá Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna — FAO —
að hver einstakur jarðarbúi neyti að meðaltali 26 punda af
fiski á á ári. FAO hefur jafnframt spáð þvl, að neysla á fiski
muni aukast upp I 30 pund að meðaltali á mann árið 1980, og I
um 36 pund á mann um aldamótin næstu. Sé þessi aukna
neysla á mann miðuð við áætlaða fólksaukningu I heiminum
fram til aldamóta, þá þýðir þetta, að eftirspurn eftir fiski I
heiminum muni aukast úr 70 milljón tonnum á ári, eins og nú
er, I 128 milljón tonn árið 2000.
Af eðlilegum ástæðum hefur fiskirækt fyrst og fremst þró-
ast meðal þjóða, sem hafa langa fiskveiðihefð. FAO hefur á-
ætlaö, aðheildarframleiðsla fiskiræktarstöðva I heiminum sé
nú um 4.5 milljón tonn á ári. Helmingui þessa ræktaöa fisks
er framleiddur I Klnverska alþýðulýöveldinu (2.24 milljón
tonn), en næst Kínverjum koma Indverjar meö 480.000 tonn
og Sovétrikin með 190.000 tonn.
Land eins og Bretland er hins vegar i raun á byrjunarstigi I
þessu efni, þar sem nú er einungis um að ræða ca. 800 tonn af
silungi, 50-100 tonn af laxi og um 1000 tonn af ostrum á ári.
Auðhringarnir fara af stað
Fiskiræktin hefur vakið áhuga stórfyrirtækja hin siöustu ár
þegar erfiðara og dýrara hefur orðiö að veiða fisk á úthöfun-
um. Enda hefur komið I ljós, að möguleikarnir I fiskiræktinni ■
eru mjög miklir. Það var fyrst 1965, t.d., að UNILEVER fór
að sýna fiskiræktinni áhuga, og lét fyrirtækið þá kanna mögu-
leikana á ræktun hinna ýmsu fisktegunda. Árið 1968 ákvað
fyrirtækið að hefja ræktun á laxi til neyslu, og byggði eldis-
stöö I Skotlandi, sem upphaflega framleiddi 50 tonn á ári, en
mun framleiða 100 tonn á þessu ári og væntanlega 150 tonn á
næsta ári.
Ýmis önnur fyrirtæki, eins og t.d. British Oxygen, hófu
fiskirækt á slðastliðnu ári. Jafnframt hefur þaö fyrirtæki I
hyggju að reisa fiskiræktarstöð I Astralíu, og hefur þegar
keypt sig inn I fiskiræktarstöö I Bandarlkjunum, þar sem
fiskirækt fer mjög vaxandi.
Tæknin i Bandarikjunum
Bandarikjamenn hafa tekið tæknina I þjónustu sina I fiski-
ræktinni, eins og á öðrum sviöum, og oft meö góðum árangri.
Sem dæmi má nefna, að fyrirtækið Ocean Protein hefur lagt
tvær milljónir bandariskra dala I neðansjávarræktunarstöð
við Jamaica, þar sem ætlunin er að framleiða hvorki meira
né minna en tvö tonn af rækjum á hektara á ári, en það er
margföld afköst miðað við það sem annars staðar gerist.
Og annað bandariskt fyrirtæki, Marine Protein Corporation
I New York, er nú aö fjárfesta 2.5 milljónir bandariskra dala i
geysistóra, lóðrétta tanka, sem hver um sig tekur 20 þúsund
gallon. 1 tönkum þessum á aö ala silung og lax I sjó, en rann-
sóknir fyrirtækisins hafa sýnt, að með þessum hætti er hægt
að rækta silung upp I seljanlega stærð á aðeins sex mánuöum.
Miklir framtiðarmöguleikar
Þótt framfarir séu ekki svona stórstigar I ýmsum löndum
Evrópu, þá er þó mikill vöxtur i fiskirækt framundan, og ým-
is helstu stórfyrirtæki Bretlands t.d. hafa ákveöiö, að taka
þátt i þessari atvinnugrein, sem talið er að eigi mikla framtið
fyrir sér.
Sem dæmi um trú manna á fiskirækt má nefna, að banda-
rlska viðskiptaráðuneytið hefur spáð þvi, að fram til alda-
móta muni framleiðsla fiskiræktarstööva I heiminum I heild
aukast úr 4.5 milljónum tonna i rúmlega 40milljónir tonn.
LANDSMÁL 1 SVIDSL.JÓS1
Möguleikarnir í hitaveitumálunum
Fyrr á þessu ári var lögð fram sérstök
skýrsla, sem Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsens hafði unnið um möguleikana á
nýtingu innlendra orkugjafa i stað oliu til
húsahitunar og annarra þarfa, og var þetta
starf unnið i samvinnu við ýmsar innlendar
stofnanir. í þessari skýrslu var bent á þær
hitaveituframkvæmdir, sem áætlaðar væru
eða hugsanlegar yrðu á næstu árum, en þær
framkvæmdir myndu nema á næstu þremur
árum hátt í fjóra milljarða króna.
1 skýrslunni segir almennt um hitaveituframkvæmdir
næstu ára m.a. á þessa leið:
„Aætlanir um hitaveituframkvæmdir liggja nú fyrir um
flesta þá staði, sem til greina koma. Aætlanir þessar eru þó
mjög mislangt komnar. Sumar eru aðeins frumáætlanir,
aðrar eru fullhannaðar.
Til þess að unnt sé að standa viö þær áætlanir, sem nú
liggja fyrir um hitaveituframkvæmdir, er nauösynlegt, að
framkvæmdum sé veitt öll sú fjárhagslega fyrirgreiðsla, sem
unnt er.
Á þessu ári er áætlað, aö fjárfesting I hitaveitufram-
kvæmdum veröi um 900 millj. kr., 1975 um 1600 millj. kr. og
1976 um 1250 millj. kr. eða samtais 3750 millj. kr. Fá þá um 45
þús. manns hitaveitu.
Fjárfrekustu framkvæmdirnar eru hjá Hitaveitu Reykja-
vlkur og hitaveitu frá Svartsengi, jafnframt eru þær veitur
meö hagkvæmast orkuverö.
A þessu árabili er áætlað, að lokið verði viö þær veitur, sem
nú eru taldar hagkvæmar, þ.e.a.s. nágrannabyggöir Reykja-
vlkur, Suðurnes, Akranes, Borgarnes, Blönduós, Siglu-
fjöröur, Eyrarbakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn. Einnig má
búast við, að áframhaldandi rannsóknir á hitasvæöum I nánd
við þéttbýli ieiði I ljós hagkvæmni á hitaveitu þar sem vafi
leikur á um hagkvæmni nú. Mikil nauösyn er þvl á, að jarð-
hitarannsóknir verði styrktar mjög, til þess, að sem fyrst
verði hægt að skera úr um með fullri vissu, hvar um nýtan-
legan jarðvarma sé að ræða. Má þar sem dæmi nefna mögu-
leika á að nýta varma úr nýja hrauninu I Vestmannaeyjum til
húshitunar og einnig nýtingu jarðvarma viö Mývatn til upp-
hitunar á Akureyri, en frumathugun á þvl bendir til að þann
möguleika þurfi að kanna nánar.”
Þá segir einnig almennt séð um möguleikana á aukinni raf-
hitun:
„Áætlanir um framkvæmdir til þess að auka rafhitun I
landinu eru skammt á veg komnar, sérstaklega hvað
viðvlkur breytingu dreifikerfa vegna aukins orkuflutnings.
Sigölduvirkjun, Lagarfossvirkjun og stækkun Mjólkár-
virkjunar eru nú þegar I byggingu, auk þess er ráðgert að
hefja lögn byggöaiinu frá Hvaifirði til Varmahliðar á þessu
ári, einnig styrkingu dreifikerfa vegna rafveitunnar, þar sem
brýnust nauðsyn er. Lausleg áætlun um kostnað við tengilinu
milli landshluta og breytingar á dreifikerfum er um 4000
millj. kr„ og er áætlað, að unnt sé aö tengja 80% af fullum
rafhitunarmarkaði fyrir árslok 1981. Ástæða til þess, að ekki
er taliö, aö hægt sé að hraða mettun markaöarins umfram
þetta er hin mikia fjárfesting, og einnig mannaflaþörf, við
þessa vinnu, sem að stórum hluta krefst sérhæfðs vinnu-
krafts. Forsenda aukinnar rafhitunar er, að áfram veröi
haldið við virkjanaframkvæmdir og rannsóknir á nýtilegum
virkjunarstööum. Einnig er nauðsynlegt að stefna að teng-
ingu alls landsins I eitt kerfi og jafnframt að auka öryggi
hvers landshluta gagnvart bilunum I raforkukerfinu”.
Leit aö nýju heitu vatni að Reykjum i Mosfellssveit hefur
borið mjög góðan árangur. Taliö er, aö heita vatnið þar nægi
til að hita upp nágrannabæina Hafnarfjörð, Garöahrepp og
Kópavog auk viðbótarbyggðar i Reykjavik vel fram yfir árið
1980. Aætlað er aö ljúka við boranir og allar virkjunarfram-
kvæmdir á svæöinu árið 1976.
Gert er ráð fyrir, að austurhluti Kópavogs tengist hitaveitu
á þessu ári, en vesturhlutinn árið 1975. Lokið veröur við
tengingu dreifikerfa I Hafnarfirði á árinu 1975 og 1976, en
tengja á hitaveituna við bæinn á næsta ári. Garðahreppur
tengist væntanlega hitaveitukerfinu 1975 og 1976. Þá er áætlaö
að tengja dreifikerfi i ýmis ný hverfi i Reykjavik, sem
byggjast munuj og gætir þar mest framkvæmda I Breiö-
holtinu.
1 áætlun Orkustofnunar frá 1973 er gert ráð fyrir virkjun
háhitasvæöis við Svartsengi til þess að mynda sameiginlega
varmaveitu fyrir þéttbýlisstaði Suöurnesja. Aætlað er að
leggjavarmaveitul fyrsta áfanga til Grindavlkur, Keflavlkur,
Njarðvikur, Sandgerðis og Geröa, en I siðari áfanga til flug-
vailarsvæðisins á MiðnesheiðL Orkuþörf flugvallarsvæöisins
er áætluð rúmlega tvisvar sinnum orkuþörf þéttbylis-
svæöanna allra. Varmaveita þessi næöi til 96% af öllum
Ibúum Suöurnesja. Orkustofnun gerir ráö fyrir aö ljúka öllum
rannsóknum Svartengissvæðisins upp úr miðju þessu ári, og
verður þá endanlega hægt að segja til um orkugetu svæðisins
og endanlega gerð varmaskiptistöðvar. Möguleiki er á að
tengja hluta Grindavlkurviðveitu þegar fyrri hluta næsta árs.
Keflavik og Njarövik mætti þá tengja I árslok 1975 og fyrri
hluta árs 1976, en Sandgerði og Gerðar fyrir árslok 1976.
Þá hefur veriö gerö frumáætiun um hitaveitu fyrir Borgar-
nes og Akranes með virkjun Deildartunguhvers i Borgarfirði.
Gert er ráð fyrir 30 km asbestleiðslu aö Seleyri gegnt Borgar-
nesi, en tengt yfir I Borgarnes á fyrirhugaðri brú milli
Seleyrar og Borgarness. Hvanneyri yrði tengd aðalleiðslu
með 5 km lögn. Leiösla frá Seleyri til Akraness yrði 26 km
löng. Virkjun þessi virðist hagkvæm bæði fyrir Borgarnes og
Akranes.
Hins vegar er tenging við Borgarnes háð bruargerð yfir
Borgarfjörð, þar sem áætlaö er, að aðfærsluæðin liggi á
brúnni. Taliö er ósennilegt, að brúin veröi tilbúin fyrr en
sumariö 1976. Tengingartimi við Borgarnes takmarkast þvi
sennilega að hraða brúargerðarinnar, þvl að unnt ætti að
vera aö ljúka öörum framkvæmdum seint á árinu 1975.
Boranir hafa farið fram á Reykjum við Reykjabraut
sunnan viö Blönduós. Ef endanlegar niöurstöður verða
jákvæðar, er talið mögulegt að tengja hitaveitu við bæinn á
næsta ári.
Fyrir liggur áætlun um hitaveitu á Siglufirði, gerö af Vermi
1966, og endurskoðuð áætlur* bæjarverkfræðings Siglufjarðar
frá þvi I febr. 1973 og nóv. 1973. Gert er ráö fyrir að nýta
borholuvatn að hluta til veitunnar, ódýra umframorku að
hluta og svartollu að hluta. Kostnaðaráætlun bendir til þess,
að hér sé um hagkvæma virkjun aö ræöa, og full ástæða til
þess, að Siglufjarðarkaupstaöur nýti þann jarövarma, sem
fyrir hendi er, með blönduöu hitakerfi.
Um alllangt skeiö hafa fariö fram rannsóknir á jarðvarma I
nágrenni Akureyrar, en ekki hefur fundist nægilegt vatns-
magn til þess að fullnægja þörfum Akureyrar fyrir hitaveitu.
Raforka hefur því veriö notuö I rikum mæli til upphitunar.
húsa, bæöi með daghitun og næturhitun. Lætur nærri, að 27%
Framhald á 7. siðu.
Menn, sem
settu svip á
20. öldina
ROALD AMUNDSEN, (1872-
1928), norskur iandkönnuður.
Amundsen var fyrsti maöur-
inn, sem komst á Suðurheim-
skautið, og er kapphlaup hans
við Bretann Scott um það.hvor
yröi fyrri til, heimsfrægt.
Amundsen átti viðburðarika
æfi. Árið 1903 ákvað hann að
verða fyrstur manna tii að sigla
Norövesturleiðina sem svo var
nefnd — þ.e. sigla norðvestur-
leiöina frá Atlantshafi til Kyrra-
hafsins. Hann sigldi af stað
ásamt sex manna áhöfn með
leynd til þess að komast undan
skuldheimtumönnum, og
leiðangurinn tókst fullkomlega.
Árið 1910 hélt Amundsen frá
Noregi og héldu fiestir, að hann
væri á förum til Norðurskauts-
ins. Einungis bróðir hans vissi,
að raunverulegur áfangastaður
var Suðurskautið. Hann setti
upp bækistöð 60 milum nær
suðurskautinu heldur en Scott,
og fór siðan siðasta spölinn á
hundasleðum ásamt fjórum
öðrum samferðamönnum sln-
um.
Haiin fór slðar nokkrar ferðir
til Suðurheimskautlandsins, en
komst ekki á sjálft skautiö aft-
ur.
Árið 1926 fór Amundsen
ásamt Umberto Nobile, Itöisk-
um flugkappa, flugleiðina frá
Svalbarða til Alaska I loftfarinu
Norge. Tveimur árum siðar
i fórst Nobiie I ferð með loftfarinu
Italia á Norðurslóðum, og
Amundsen lét lifiö þegar hann
var að leita að ttalanum. Fiug-
vélin, sem Amundsen var þá I,
hvarf yfir Norður-tshafinu.
SKAK
ÞRAUTNR. 4
Svartur (9 menn)
Hvftur (11 menn)
Hvítur leikur og mátar I tveim-
ur leikjum. Lausn I næsta blaði.
LAUSN Á SKÁK-
ÞRAUT NR. 3
Peðleikur e4. (Hótunin er: Ha4 I
næsta leik). l....Bxpe4. 2. Re2.
l....Rxpe4. 2. Dd3. 1.Kxpe4. 2.
Df4. 1...Rd3. 2. DxR. l....Rb2,
c3 eöa e3. 2. De3. l...pxBd6. 2.
Hd5. l...Be6. 2. Bc5.