Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Side 2

Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Side 2
Avarp Kvennaáratug Sameinuöu þjóöanna er aö ljúka. I dag 24. október 1985 opnar Kvennasmiðjan. Á tíu ára afmæli kvennafrídagsins á Is- landi er nú opnuö sýning í Kvennasmiðj- unni til að vekja athygli á vinnuframlagi og launakjörum kvenna. Kjörorö sýningarinnar eru: KONAN — VINNAN - KJÖRIN. Kvennasmiöjan í Seölabankanum verður opin í vikutíma. I smiöjunni gefst kostur á að kynnast atvinnuþátttöku kvenna í þjóðfélaginu. Hér veröa konur viö störf. m.a. bakari, söölasmiður, skósmiður, læknir, fóstra, kennari, setjari, snyrtifræöingur og neta- gerðarmaður. Konur munu í verki, máli og myndum kynna hér störf sín og kjör. sín og kjör. Þessari sýningu er meðal annars ætlaö það hlutverk að vekja athygli á því aö konur hafa líka sótt í starfsgreinar sem ekki teljast hefðbundnar kvennagreinar. Sýningunni er líka ætlað þaö hlutverk að sýna aö atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist gífurlega á kvennaáratugnum. Kjörin eru ekki í samræmi viö vinnu- framlagið. Efnahagslegt sjálfstæöi er undirstaöa aö sjálfstæöi hvers einstakl- ings. Því veröa konur aö vera samtaka í lokaátakinu í jafnréttisbaráttunni, sem er aö fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Fyrr verður ekki jafnrétti í raun á íslandi. Fyrir tíu árum var blásið í lúöra. Reyndar gáfu formæður okkar upp rétta tóninn viö landnám. Hljómurinn er enn tær í loka kvenna- áratugarins. Kvennasmiöjan er orðin að raunveru- leika. Hún er vottur um samstöðu kvenna, getu, þor og kraft. Krafturinn úr Kvennasmiðjunni fylgir konum vonandi í launabaráttunni sem er framundan. Meö þessum orðum er Kvennasmiöj- unni, blaöi sýningarinnar, sem bás 15 gefur út, fylgt úr hlaði. Þórunn Nokkrar úr undirbúningshópnum gera grein fyrir stöðu mála á fundi með fulltrúum þátttakenda. F.v. Ólöf, hönnuður sýningarinnar, Ragnheiður fram- kvæmdastjóri, Annie, Ingibjörg, Þórunn, Ingibjörg Sólrún og Arndís. Undirbún ingurinn Síöastliöiö vor skip- aði ’85 nefndin konur í undirbúnings- hóp til aö vinna aö aögeröum 24. októ- ber. I undirbúningshópnum eru sjö konur. Þær eru Alfheiður Ingadóttir blaöamaður, Annie G. Haugen félags- ráðgjafi, Arndis Steinþórsdóttir viö- skiptafræöingur, Ingibjörg R. Guömundsdóttir skrifstofumaöur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- fulltrúi, Jóhanna Siguröardóttir alþingismaöur og Þórunn Gestsdóttir blaðamaöur. Hópurinn hefur skrifaö fjölmörg bréf, haldiö ótal fundi og kastaö fram hundruöum hugmynda. Nú, þegar upp er staðiö, hefur hópur- inn undirbúiö útifundinn á Lækjartorgi og sýninguna í Seðlabankanum Kvennasmiðjuna. Konur í hópnum hafa einnig skrifað undir áskorun til kvenna um aö leggja niður störf í dag. Þaö var strax í vor sem hugmyndin um sýningu á störfum kvenna og kjör- um kom fram. Leit hófst að húsnæöi. Á einum há- degisfundi hópsins í sumar var þeirri hugmynd varpað fram að Seölabanka- byggingin stæði ónotuð og nærri tilbú- in. Þaö var strax farið á vettvangskönn- un. Þessi líka fína sýningaraðstaða blasti viö! — síöar kom í ljós aö um var að ræða framtíðarhúsnæði Reiknistofu bankanna. Stjórn Seölabankans brást mjög vel við beiðni hópsins um afnot af þessu húsnæði og leyfið var veitt. Kann hópurinn yfirmönnum Seðla- bankans bestu þakkir fyrir velvilja og gott samstarf. Þegar húsnæöiö var fundiö var næsta skref tekið. Það var að skrifa öll- um launþegasamtökum bréf og óska eftir stuöningi og samstarfi viö að koma þessari sýningu upp. Fagfélög- um og stéttarfélögum var einnig skrif- aö. Haldnir hafa veriö þrír fundir með þátttakendum. Fyrsti fundurinn var haldinn í Risinu Hverfisgötu 105 í ágústlok. Annar fundurinn var haldinn aö Hótel Hofi í september og sá þriðji í október í Domus Medica. Fyrsti fundurinn var fámennur en á þann síö-

x

Kvennasmiðjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennasmiðjan
https://timarit.is/publication/568

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.