Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Blaðsíða 3

Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Blaðsíða 3
•Kvennasmiöjan Ótrúlegt en settl Þannig leit sýningersvnflið út þegar framkvœmdastjóri hennar, Ragnheiflur Harvey, fór afl taka til höndunum í salnum. asta mættu á annaö hundraö fundar- menn. Hjólin fóru að snúast af krafti í septemberbyrjun. Þá var Ragnheiður Harvey ráöin framkvæmdastjóri sýningarinnar. Hönnuöir fengnir til starfa, þær Olöf Þorvaldsdóttir og Elísabet Cochran. Og síöan koll af kolli. Hundruð kvenna víöa um bæ hafa lagt hönd á plóginn. 1 dag sjáum viö afrakstur af góðu samstarfi kvenna. Kvenna- smiðjan er orðin að veruleika. Þaö var stundum sagt við konur í undir- búningshópnum að þetta væri ekki framkvæmanlegt. Blásiö var á slíkt hjal. Ástæða er til að óska konum til ham- ingju með Kvennasmiðjuna. Annar þáttur, sem undirbúnings- hópurinn hefur staðiö að er útifundur- inn á Lækjartorgi. Fjórir ræðumenn voru fengriir og valið af mikilli kost- gæfni. Launamál kvenna skyldu vera umræðuefni ræðumanná. Lokaátak kvenna á kvennaáratug- um er að benda á launakjör kvenna. Því voru kjörorð sýningarinnar valin: Konan — Vinnan — kjörin. -ÞG Hvað er '85- nefndin? I ár er lokaár Kvennaáratugar Sameinuöu þjóðanna, sem hófst árið 1976. Af því tilefni var sett á laggirnar hér á landi samstarfsnefnd, svokölluð ’85 nefnd, sem hefur það að verkefni að minnast þessa áratugar með ýmsum hætti og vekja athygli á stöðu kvenna hérlendis. Nefndin var stofnuö að frumkvæði undirbúningsnefndar Félagsmála- ráðuneytisins vegna kvennaráðstefnu S.Þ. í Nairobi 1985. I nefndinni eiga sæti fulltrúar eftirtalinna samtaka: Kvenréttindafélag Islands, Kvenfélagasamband tslands, Kvenna- framboð, Kvennalisti, Landssamband Sjálfstæöiskvenna, Samband Alþýðu- flokkskvenna, Landssamtök Fram- sóknarkvenna, Kvennafylking Alþýöu- bandalagsins, Framkvæmdanefnd um launamál kvenna, Samtök kvenna á vinnumarkaðnum, Friðarhreyfing kvenna. Menningar og friöarsamtök islenskra kvenna, Verkakvennafélagið Framsókn, Verkakvennafélagiö Framtíðin, Starfsmannafélagið Sókn, Samtök um kvennaathvarf, Jafnréttis- nefnd Kópavogs, Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar, Jafnréttisnefnd Keflavíkur og Jafnréttisráð. Valin var 5 manna framkvæmda- nefnd til þess að hafa yfirumsjón með aögerðunum, en starfshópar hafa unn- ið að sérstökum málum. I fram- kvæmdahópnum sitja: Lára V. Júlíus- dóttir, lögfræðingur, Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur, Sólveig Ölafsdóttir framkvæmdastjóri, María Pétursdóttir skólastjóri og Elín Páls- dóttir Flygenring, framkvæmdastjóri. Samstarfsnefndin hefur nú þegar staðið að gróðursetningu tr jáa um land allt og hátíðafundi á Þingvöllum þ. 19. júní sl. í tilefni þess að þann dag voru 70 ár liöin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. ’85 nefndin stóö einnig fyrir undir- skriftasöfnun undir friðarávarp ásamt Friöarhreyfingu íslenskra kvenna, sem afhent var á kvennaráðstefnunni í Nairobií júlísl. Listahátíð kvenna var haldin á vegum ’85 nefndarinnar, en á hátíðinni var sýnd myndlist, höggmyndalist, húsagerðarlist og ljósmyndir, allt eftir konur, haldin var sérstök kvikmynda- hátíð kvenna, konur léku á tónleikum eingöngu verk eftir konur, það voru lesin ljóð og leikið o.fl. Þessi listahátíð var sú fyrsta sinnar tegundar á Is- landi. Hún markaði sérstök spor og gaf yfirlit yfir listsköpun kvenna við lok áratugarins. Á vegum ’85 nefndar- innar var safnaö fé til samnorræns þróunarverkefnis, sem hefur það markmið að þjálfa konur til að annast fræðslustörf um hreinlæti meðal kvenna í löndum þriðja heimsins. Enn er störfum ’85 nefndarinnar ekki lokið: Nú er veriö aö leggja loka- hönd á útgáfu bókarinnar „Konur, hvað nú?” og mun hún koma út þ. 24. október. Hópurinn réði ritstjóra, Jón- ínu Margréti Guönadóttur, cand. mag. og í bókinni verða eftirtalin sviö rædd af konum, sem þekkja vel til mála á sínusviði: Löggjöf, menntun, atvinnu- þátttaka, laun, forysta, félagsleg staða, heilbrigðismál, menningarmál. Ef ágóði verður af útgáfu bókarinnar, mun hann renna til Krabbameins- félags Islands til kaupa á rannsóknar- tækjum vegna krabbameins í brjóst- um. Elín Pálsdóttir Flygenring,

x

Kvennasmiðjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennasmiðjan
https://timarit.is/publication/568

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.