Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Síða 4

Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Síða 4
Kvennasmiójan Hvers vegna kvennaár - og kvenna- áratugur? Síðari tíma fólk hefur lært að lifa með þess- um hugtökum og telur þau sjálfsögð fyrir- brigði. En ekkert er sjálfsagt, ekki heldur barátta fyrir bættri stöðu kvenna í heiminum. Alþjóðlegt kvennaár 1975 og kvennaára- tugurinn í kjölfar þess eru sprottin af starf- semi Sameinuðu þjóðanna (S.Þ.) fyrir aukn- um mannréttindum. Kvennaáratugnum lýkur 31. desember 1985. Enda þótt engum lokaáfanga sé náð varðandi jafnrétti kynjanna og jafna stöðu þeirra eru hér skil í tíma og því kjörið tilefni til að glöggva sig á tildrögunum, því sem áunnist hefur og hvert skuli stefna. Knýjandi þörf Heimsstyrjöldin síðari (1939—1945) var hildarleikur sem skyni bornu fólki kom saman um að ekki mætti endurtaka sig. Þjóðir heims stofnuðu 24. október 1945 hinar sameinuðu þjóðir til vemdar friði á heims- byggðinni. Islendingar gerðust aðilar að S.Þ. 19. nóvember 1946. I inngangi stofnsáttmála S.Þ. er skýrt tekið fram að konur og karlar skuli njóta jafnréttis. Grundvöllur sjálfs sáttmálans byggir á að allir menn séu frjálsbornir og skuli án skil- yrða njóta sömu mannréttinda. Yfirlýsing þar sem mannréttindi eru skil- greind var samþykkt á Allsherjarþingi S.Þ. 10. desember 1948. Þau skuli lögvernduð í aðildarríkjunum og ríkisstjómir hvattar til að flýta því m.a. að jafnrétti kvenna og karla nái fram að ganga. Aðstæður ólíkar 1 tímans rás hefur fátt reynst torveldara a.m.k. í sumum heimshlutum, en að tryggja frelsi einstaklinganna og vernda mannrétt- indi. Er sú saga kunnari en frá þurfi að segja. Ýmsar stofnanir S.Þ. tóku smátt og smátt til starfa og höfðu það hlutverk að framfylgja sáttmálanum og öðrum síðari tíma sam- þykktum sem byggðu á inntaki hans. Ekki kom á óvart að stórir hlutar mann- kynsins reyndust þannig á vegi staddir að sér- stakra aðgerða var þörf til úrbóta. Þar voru konur í miklum meirihluta. 1 sumum ríkjum voru þær 2. flokks þegnar og nutu ekki sömu réttinda og karlar, sums staðar voru konur lagðar að jöfnu við kvikfénað, þær gengu kaupum og sölum og þar sem ólæsi var ríkj- andi voru það konur að stærstum hluta sem voru ólæsar og óskrifandi. Erfiðustu störfin komu á konurnar og þeim var meinaður að- gangur að menntun. Nauðsyn aðgerða - hugmynd fæðist Ljóst var að þrátt fyrir samþykktir, yfirlýs- ingar og fögur fyrirheit var sérstakra að- gerða þörf til að flýta úrbótum á aðstæðum kvenna víða um heim. Réttindi þeirra, eða fremur réttleysi og bágar aðstæður, voru í hrópandi andstöðu við grundvallarstefnu S.Þ. í mannréttindamálum. Þegar árið 1948 var stofnuð sérstök Kvennanefnd á vegum S.Þ. (The Status of Women Commission) til að vinna að þeim málum. Hjá flestum stofnunum S.Þ. eru áheymar- fulltrúar frá alþjóðasamtökum áhugafólks í þeim málaflokkum sem viðkomandi stofnun hefur með höndum. Fulltrúar ýmissa alþjóðasamtaka kvenna fylgdust náið með störfum Kvennanefndar- innar. Á fundi nefndarinnar í Vín 1972 kom til- laga frá Búlgörum um að gera eitthvað af- markað til að varpa ljósi á stöðu kvenna al- mennt í heiminum. Af þessu spratt hugmynd- in um að helga eitt ár málefnum kvenna, ann- ars vegar til að vekja athygli á misræminu á stöðu karla og kvenna og hins vegar til að knýja á um úrbætur hjá aðildarríkjunum öll- umsamtímis. AlþjóAlegt kvennaár1975 Allsherjarþingið samþykkti þetta sama ár

x

Kvennasmiðjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennasmiðjan
https://timarit.is/publication/568

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.