Kvennasmiðjan - 24.10.1985, Page 5
tillögu Kvennanefndarinnar að árið 1975
skyldi útnefnt sem Alþjóðlegt kvennaár S.Þ.
Kjörorðin: Jafnrétti — Framþrðun — Friiur VOru
samþykkt og starfið sem framundan var
helgað eftirfarandi markmiðum:
I. Jafnréttikarlaogkvenna.
II. Að tryggja fulla þátttöku kvenna í
heildarátaki til framþróunar, einkum
með því að leggja áherslu á ábyrgð
kvenna og mikilvægi þeirra í sambandi
viö fjárhagslega og menningarlega
þróun innan einstakra landa, heimshluta
og á alþjóðasviði.
III. Að viðurkennt verði mikilvægi aukins
framlags kvenna til bættrar sambúðar
ríkja og til eflingar heimsfriöar.
Kvennanefnd S.Þ. var falin öll framkvæmd
viðvíkjandi kvennaárinu og var Helve Sipilá,
finnskur lögfræðingur, formaður nefndar-
innar. Hún var þá aðstoðaraðalritari S.Þ.
öll aðildarríki S.Þ. skyldu standa að
aðgerðum í hverju landi fyrir sig til að fram-
fylgja markmiðum kvennaársins, eftir
aðstæðum á hverjum stað.
Kvennaráöstefnur Sameinuðu þjóðanna
Efnt var til alþjóðlegrar kvennaráðstefnu í
Mexico City 19. júní—2. júlí 1975 og var
meginverkefni hennar að semja frumvarp að
alþjóðlegri áætlun um aðgerðir til bættrar
stöðu kvenna í heiminum. Alisherjarþingið
samþykkti áætlunina 15. desember 1975 og
jafnframt að næsti áratugur skyldi helgaður
aðgerðum til að hrinda áætluninni í fram-
kvæmd. Áhersla var lögð á eftirfarandi at-
riði: menntun, stjómmál, heilbrigðismál og
fjölskyldumál.
Því var beint til stjómvalda í aðildarríkjun-
um að gera átak í þessum efnum og þau hvött
til að setja ákvæði rnn jafnan rétt kynjanna í
stjómarskrá eða löggjöf landa sinna.
Á áratugnum hálfnuðum var önnur
Kvennaráðstefna S.Þ. haldin í Kaupmanna-
höfn 14—30. júlí 1980. Þar voru markmiðin
sem kristallast í kjörorðunum: Jafnrétti —
Framþróun — Friður áréttuð og jafnframt að
næstu fimm árin skyldi megináhersla vera á:
atvinnu, heilsu og menntun.
Þriðja Kvennaráðstefna S.Þ. var í Nairobi í
Kenya 15,—26. júlí 1985. Þar var metið hvað
náðst hefði undanfarin áratug og samþykkt
framkvæmdaáætlun til næstu aldamóta um
áframhald aðgerða til að bæta stöðu kvenna í
heiminum. Starf sem var víða hafið í aðildar-
ríkjum S.Þ. en misjafnlega á veg komið.
Það talar sínu máli að nú var tíminn sem
þjóðunum var ætlaður til að ná árangri orðinn
einn og hálfur áratugur — eða samanlagt frá
upphafi kvennaársins einn aldarfjórðungur.
Þarf raunar ekki f rekar vitnanna við um hver
staða kvenna hefur veriö meðal þjóða heims.
Erindi sem erfiði
Eðlilegt er að spyrja hvort mannkyn hafi
haft erindi sem erfiði viö að bæta stöðu
kvenna og stuðla að jöfnum rétti og jafnri
stöðu karla og kvenna.
Hafa verður í huga að af þeim 159 þjóðum
sem nú eiga aöild að S.Þ. eru aðeins 29 ríki
sem flokkast undir skilgreininguna vestræn
ríki og viðurkenna lýðræðislega stjómar-
hætti. Menningarlegar, trúarlegar og stjóm-
málalegar aðstæður eru svo gerólíkar eftir
heimshlutum og þjóðfélögum að líkja mætti
við — í því samhengi sem hér um ræðir — að
sumir sitji við að læra stafina meðan aðrir
stundi nám á háskólastigi.
En mannkynið er í raun aðeins eitt sambýli
og það hlýtur að vera skylda þeirra sem telja
sig betur á vegi stadda að lyfta þeim sem verr
eru settir.
Og niðurstaðan af Alþjóðlega kvennaárinu
1975 og Kvennaáratug S.Þ. 11975—1985 er aug-
ljós. Þjóðfélögin hafa ekki efni á því að snið-
ganga konur.
I þekkingu kvenna, verkkunnáttu og starfs-
reynslu er fólginn forði til umsköpunar og
endumýjunar mannlegra lifnaðarhátta og til
að auka gæði mannlífs.
Kvennaráðstefnumar hafa skapað
viðmiðun og samkeppni þjóða í milli að ná
sem mestum og jákvæðustum árangri. Konur
hafa færst nær hver annarri og jafnframt lært
að hafa heimssýn í huga þegar rætt er um
sameiginleg málefni. Islenskar konur hafa
fengiö tækifæri til að taka stöðu sína út og
skerpa í vitund sinni hvað þær vilja með lífi
sínu. Fleira mætti telja.
Þaö var betur af stað farið en heima setið.
Björg Einarsdóttir