Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 3
JDagur-®mttrat Mlðvikudagur 26. mars 1997 - III Skagablaðið VESTURLAND Akraneskaupstaður Atvinnumennska Mannfíf Hvalfjardargöng Fjórða bakaríið hefur opnað Skagamenn geta hreint ekki kvartað undan skorti á þjón- ustu á ýmsum sviðum. Eftir að tvö bakarí, Harðarbakarí og Brauða- og kökugerðin, höfðu verið rekin á Akranesi um áratugaskeið, bættist það þriðja við, Ráðhúsbakaríið, fyrir rúmu ári. Nú núverið skaut svo upp enn einu bakaríinu, Hús bakarans, þannig að skyndilega eru bakaríin orðin fjögur. Hvernig svo sem samkeppnin kemur til með að þróast er víst að Skagamenn skortir ekki brauð og bakkelsi nú um stundir. næsti aðalféhirðir Draumurmnn var að verða jafn góður og Siggi Jóns Spáð í skeytin Sala fermingarskeyta skát- anna og KFUM á Akranesi er ómissandi fylgifiskur þessa árstíma. Svo snar þáttur eru skeytin í fermingarhaldinu að Qöldi þeirra er oft lagður til grundvallar þegar metist er um uppskeruna að fermingu lokinni. Hér eru þeir Gísli Sigurðsson, stórskáti, í skeytabflnum og Sigursteinn Árnason að spá í blíðuna, mannlífið... og auðvitað skátaskeytin. Jóhannes ráðinn Jóhannes Guðjónsson verð- ur næsti aðalféhirðir Akra- neskaupstaðar. Til stóð að bæjarstjórn legði blessun sína yfir ráðningu hans á fundi sín- um síðdegis í gær. Jóhannes hefur um langt árabil starfað á Endurskoðun- arskrifstofu Jóns Þórs Hallsson- ar. Hann leysir Eirnýju Vals- dóttur af hólmi í starfi aðalfé- hirðis bæjarins. Eirný hefur þegar hætt störf- um og mun á næstu vikum heíja vinnu hjá Akranesútibúi íslandsbanka. Þar hittir hún m.a. fyrir Brynju Þorbjörnsdótt- ur, sem sagði upp starfi sem at- vinnumálafulltrúi Akranes- kaupstaðar á síðasta ári. Táknrænt fyrir stöðuna í dag: Bjarni hálfklæddur í ÍA-búninginn. Mynd: Myndsmiðjan/Ágústa Friðriksdóttir. Dýralæknirmn hrekst á brott Lítil auglýsing í Pésanum, auglýsinga- og sjónvarps- dagskrárriti Vestlendinga, frá Dagmar Völu Hjörleifsdótt- ur, dýralækni, fyrir stuttu vakti heilmikla athygli. I textanum sagði m.a.: „Ytri aðstæður hafa neytt mig til að .yfirgefa heimili mitt og ttvinnu á Akrancsi." Dagmar Vala hef- ur undanfarin ár búið að Móum í Innri - Akraneshreppi. Fyrir- hugað stæði vegtengingar við Hvalijarðargöng kemur til með að liggja rétt við stofugluggann hjá dýralækninum. Skagablaðinu tókst ekki að ná tali af Dagmar Völu áður en blaðið fór í prentun. Newcastle. Þótt Kevin Keegan sé ekki lengur við stjórn þar held ég að það breyti ekki neinu. Arftaki hans, Kenny Dal- glish, var í miklu uppáhaldi hjá okkur feðgunum á sínum tfma og þarna eru fleiri gamlir lykil- menn frá Liverpool, t.d. Terry McDermott og Peter Beardsley." - Er það ekkert sérstök til- finning að mæta á æfingu með stórstjörnum eftir að hafa fylgst með þeim á sjónvarpsskjánum um árabil? „Það þýðir einfaldlega ekkert að spá í það. Ég veit að þetta hljómar e.t.v. ósannfærandi en þannig er það nú samt. Ef ég velti mér of lengi upp úr því að Alan Shearer eða Robbie Fowler hafi t.d. verið að senda mér boltann á æfingu er eins gott að hægt að láta sig dreyma áfram. Stjörnurnar eru nefni- lega bara menn eins og óg og þú. Á æfingum er ekki spurt til nafns áður en tekið er á móti manni.“ Auglýsingin úr Pésanum. Þegar ég velti því betur fyr- ir mér held ég að æsku- draumarnir hafi aldrei náð til stórliða í ensku úrvals- deildinni. Sem smágutti átti ég mér þann draum æðstan að verða íslandsmeistari með Skagamönnum og síðar dreymdi mig um að verða eins góður og Sigurður Jónsson. Það er ekki svo hógvært takmark. Ég hef enn ekki leikið með betri knattspyrnumanni og þó æft og spilað gegn mörgum snillingn- um, t.d. í vetur," sagði Bjarni Guðjónsson í samtali við Skaga- blaðið. Bjarni hefur gengið frá samningi við enska stórliðið Newcastle United og fer til þess síðla sumars. Þar með fetar hann í fótspor bróður síns, Þórðar, sem nú leikur sem at- vinnumaður með þýska úrvals- deildarliðinu Vfl Bochum. Þat til hann heldur út i' sumar leik- ur Bjarni með Skagamönnum í fyrstu deildinni hér heima. Ferill þeirra bræðra er að vissu leyti svipaður. Þórður varð markakóngur íslands- mótsins 1995, skoraði þá 19 mörk í 18 leikjum, og fór í kjöl- farið til Bochum. Bjarni En er það ekki dálítið skrýtin tilfinning fyrir nýorðinn 18 ára ungling, sem fylgt hefur Liver- pool að málum í enska boltan- um alla tíð, að vera skyndilega genginn til liðs við Newcastle? „Ég átti þess hugsanlega kost að ganga til liðs við Liverpool og dvaldi þar í nokkurn tíma við æfingar. En staðreyndin er sú að mér líkaði betur hjá Smæiki Hótelinu breytt í íbúð- arhúsnæði? Sótt hefur verið um heimild til bæjaryfirvalda til þess að breyta hinu gamla og eitt sinn virðu- lega Hótel Akraness í íbúðarhúsnæði. Ekki hefur verið tekið ólíklega í er- indið, en á það bent að húsið standi á mörkum íbúða- og iðnaðarsvæðis, þar sem það stendur gegnt höfuðstöðvum HB hf. á Neðri-Skaganum. Rekstur í þessu gamal- fræga húsi hefur gengið brösulega undanfarin mörg ár og leigutakar margir staðið stutt við. Fögur og fót- frá hún Erna Dögg Hún Erna Dögg Þor- valdsdóttir hlýtur óneitan- lega að teljast með Qöl- hæfari ungmennum þessa lands. Ekki aðeins vann hún til titilisins „Fegursta stúlka Vesturlands" fyrir skömmu, heldur var hún þá sömu helgi útnefnd „Frjálsíþróttamaður Hér- aðssambands Suður-Þing- eyinga" annað árið í röð. Og einhver kann svo að spyrja: Hvernig má svo þetta koma heim og sam- an? Jú, þannig er að Erna Dögg flutti til Akraness sl. haust og keppir því sem fegurðardís fyrir Skaga- menn en áfram undir merkjum HSÞ sem frjálsí- þróttakona. Grásteinn í kjallara Kirkjuhvols Gefin hafa verið fyrir- heit um það af hálfu bæj- arins, að Gallerí Grá- steinn, félag handverks- fólks sem nú er á hrakhól- um með húsnæði undir starfsemi sína, fái inni í kjallara Listasetursins Kirkjuhvols. Listasetrið hefur unnið sér fastan sess í bæjarlífinu sem menningarmiðstöð Skaga- manna á síðustu árum. Má fullvíst telja að vegur þess fari enn vaxandi fái Grásteinsfólk aðstöðu í kjallaranum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.