Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.03.1997, Blaðsíða 4
IV- Miðvikudagur 26. mars 1997 .JDagnrÁEtmmn Skagablaðið VESTURLAND Tónlistarskólarnir Skemmtanalífið Sönglífið Borgarbyggð Áhaldahúsin voru sameinuð Mikil aukning Félagar úr karlakórnum Söngbræðrum úr Borgar- flrði fara í fyrramálið til írlands til að gera strandhögg eins og bræðurnir orða það. Á sunnudaginn hélt kórinn tónleika á Suðurnesjum og í Reykjavík. Um 60 manns sóttu tónleikana á Suðurnesnum sem haldnir voru í Ytri-Njarðvíkur- kirkju en rúmlega 160 sóttu tónleikana í Reykjavík. Kórfé- lagar voru hæstánægðir með aðsóknina og segir Gunnar Örn Guðmundsson formaður kórs- ins hafa verið með ijölmenn- ustu tónleikum kórsins frá upp- hafi og rétt eins og Söngbræður væru að syngja á sínum heima- velli í Borgarfirði. Eftir sigurför suður telja kór- félagar ekkert því til fyrirstöðu að halda í sigurför til írlands yfir páskahátíðina. Eftir tónleikana sungu Söngbræður tónleikagesti í Ytri-Njarðvíkurkirkju út með laginu „Logn og blíða, sumarsól." Það var sannarlega viðeigandi í vorsólinni. Mynd: Theodóra Þorsteinsdóttir. Söngbræður í sigurför Nemendum í tónlistarnámi fjölgaði á Vesturlandi á árinu. „Ég held að það sé aukning í öllum skólunum á svæðinu,“ segir Lárus Sighvatsson skóla- stjóri Tónlistarskóla Akraness, en sömu sögu er að segja hjá öðrum skólastjórum tónlistar- skóla sem Skagablaðið-Vestur- land hafði samband við. Hjá Lárusi fjölgaði nemendum um milli 20 og 30 milli ára, en nemendur eru nú í kring um 300 í Tónlistarskóla Akraness en kennarar 17. „Það eru þessi hljóðfæri sem hafa verið í lægð sem eru að koma upp, eins og harmoníka og fiðla. Ætli ég sé ekki með stærstu harmómku- deild á landinu, það eru 24 nemendur í harmóníku." Nemendum ijölgaði hjá Tón- listarskóla Borgaríjarðar, „sér- staklega í Suzuki-fiðludeildinni og Söngdeildinni. Svo er alltaf jafn góð aðsókn í píanónámið, það er vinsælast," segir Theo- dóra Þorsteinsdóttir skólastjóri. Þar eru nemendur 195 en 11 kennarar. „Það er alltaf aukning á hverju ári,“ segir Daði Þór Ein- arsson skólastjóri Tónlistar- skóla Stykkishólms. „Ég er bú- inn að vera hérna síðan 1981. Þá voru 64 nemendur, það eru 133 nemendur á þessari önn og fjölgunin hefur skapast vegna aukins framboðs kennara. Alltaf þegar við höfum fengið kennara þá hefur verið nóg eft- irspurn. Síðan hefur orðið að fylgja því eftir þegar viðkom- andi kennari hefur flutt í burtu, þá hefur orðið að halda því gangandi sem orðið er. Þannig að þetta hefur undið upp á sig í rólegheitum.“ Sjö kennarar eru við skólann. Daði segir það viðvarandi vandamál að fá tónlistarkenn- ara til starfa út á land. „Ég fékk nú skrítin augu frá kollegum í Reykjavík einu sinni á skóla- stjórafundi þegar ég lagði til að það útskrifaðist enginn kennari úr kennaradeild nema vera bú- inn að taka æfingakennslu úti á landi. Ég er alveg klár á því að það eru öll sveitarfélög og skól- ar tilbúin að taka á móti kenn- urum og hjálpa þeim. Þeir eru þá að hjálpa í staðinn alveg heilmikið. Þannig víkkar sjón- deildarhringurinn hjá þessu fólki. Þau sjá ekkert nema bara út í Garðabæ eða upp í Mos- fellsbæ. í mesta lagi upp á Akranes.“ Frá sameiginlegum tónleikum tónlistarskólanna á Vesturlandi (TónVest) sem í vetur voru haldnir í Borgarnes- kirkju. Á myndinni er Þjóðlagasveit TónVest að leika undir stjórn Fanneyjar Karlsdóttur. Þjóðlagasveitin er skipuð nemendum og kennurum frá öllum tónlistarskólunum á Vesturlandi. Mynd: ohr Nýr veitingastaður Nýr veitingastaður opnar í kvöld í elsta uppistand- andi húsinu í Borgarnesi. Undanfarna mánuði hefur verið unnið hörðum höndum að því að gera gamla verslunarhúsið undir Búðarkletti upp innan- dyra og eru salir þess orðnir hinir glæsilegustu. Það var verslunarmaðurinn Akra-Jón sem lét byggja húsið 1878, en smiðurinn var kallaður ÓU norski. Það er óhætt að fullyrða að veitingastaðurinn er með þeim glæsilegustu á landinu. Upphaf- legir viðir hússins voru látnir halda sér og mikil vinna lögð í að hreinsa gólf og slípa. Það kemur ekki til með að væsa um þá sem leggja leið sína undir Búðaklett, hvort heldur að er í þeim tilgangi að borða veislu- mat, eða væta kverkarnar. Á efstu hæðinni er koníaksstofa og bar og munu munir úr sögu byggðarinnar skreyta salinn. Veitingasalur og bar er á mið- hæðinni, en salernisaðstaða og eldhús í kjallaranum. í húsinu verður aðstaða fyrir fundi og félagsstarf og sagðist Bjarni Steinarsson, einn eig- endanna, vonast til að húsið yrði félagsmiðstöð fullorðna fólksins í Borgarnesi. Það fer ekki milli mála að endurbæt- urnar hafa kostað stórfé. Eig- endurnir vildu ekkert láta upp- skátt um kostnað en sögðust vona að bæjarbúar kynnu að meta það sem gert hefði verið fyrir húsið. Verslunarhúsið hefur staðið autt í allmörg ár eða allt frá því þar var rekin blikksmiðja. Borgarnesbær eignaðist húsið og gerði það upp utandyra í upprunalegri mynd. Hugmyndir voru uppi um að Tónlistarskóli Borgarfjarðar fengi það til af- nota, en niðurstaðan varð sú að núverandi eigendur keyptu húsið. Ilúsið opnar kl. 19:00 í kvöld og verður einvörðungu opið boðsgestum þar til það opnar almenningi um klukkan 22. Opið verður til kl. 1 eftir mið- nætti. Þeir Guðjón Guð- laugsson og Þórð- ur Þorsteinsson unnu hörðum höndum að frá- gangi þegar Skagablaðið-Vest- urland leit við á dögunum. Myndir: ohr I kvöld opnar glæsilegur veit- ingastaður í gamla Verslunarhúsinu undir Búðarkletti í Borgarnesi sem Akra-Jón lét byggja árið 1878. að hefur verið farið eftir þessari áætlun og áhalda- húsin voru sameinuð í áhaldahúsi Hitaveitu Borgar- ness,“ sagði Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri Borgarbyggðar í sam- tali við Skagablaðið-Vesturland, aðspurður um stöðu mála varð- andi áhaldahúsin. Töluverð óánægja varð með þá ákvörðun bæjarstjórnar að sameina áhaldahús Borgarbyggð- ar og áhaldahús Hitaveitu Borg- arbyggðar. Starfsmönnum áhaldahúss bæjarins var sagt upp störfum og til stóð að tveir fengju starf við sameiginlegt áhaldahús, en þegar til kom neituðu allir endurráðningu. Þetta mál var ein af ástæðum þess að slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Fram- sóknarflokks og Alþýðubandalags í Borgarbyggð. Hjá áhaldahúsi Hitaveitu Borgarbyggðar voru fjórir starfs- menn en bætt var við tveimur eins og til stóð, „þannig að það verða tveir starfsmenn eftir.“ Aðspurður hvort meiri áhersla verði lögð á útboð í t.d. snjó- mokstri svarar Óli Jón: „Við ljúk- um þessu til vors með hefð- bundnum hætti. Síðan geri ég ráð fyrir að við gerum þjónustusamn- ing um það.“ Útboð á verkefnum hafa auk- ist hjá bænum á undanförnum árum, m.a. sjá verktakar um slátt og garðyrkju. „Það hefur gefið ágæta raun og við höldum áfram á þeim nótum,“ segir Óli Jón bæj- arstjóri.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.