Dagur - 16.06.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 16.06.1998, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUfí 16. JÚNÍ 1998 AKUREYRI NORÐURLAND Birta, vor og farfuglar „Ég er svo tengd umhverfinu þegar ég vinn. Ég get t.d. ekki gert drungalegar vetrarmyndir yfir sumartímann, segir Sveinbjörg. mynd: brink Sveinbjörg Hallgríms- dóttir opnaði nýverið sýningn á Café Kar- ólínn. Ilúii kennir í VMA og rekur eigið listagaHerí. „Eg er svo tengd umhverfinu þegar ég vinn. Eg get t.d. ekki gert drungalegar vetrarmyndir yfir sumartímann," segir Svein- björg Hallgrímsdóttir, myndlist- armaður í Gallerí Svartfugl á Ak- ureyri. Sveinbjörg opnaði sýn- ingu á Café Karólínu 6. júní síðastliðinn. Þemað í sýningunni er vorkoman: „Birtan, vorið, koma farfuglanna og gróandans," segir Sveinbjörg. Fékk snemma áhuga Sveinbjörg er framhaldsskóla- kennari að mennt og kennir við Verkmenntaskólann á Akureyri og kennir þar myndlist og búta- saum. „Eg var atvinnulaus og þurfti að búa mér til starf. Eg byrjaði að þróa eins konar náms- skeið í bútasaum og í framhaldi af því bauðst mér kennarastaðan f VMA.“ Auk þessa rekur Svein- björg lítinn sýningarsal og vinnu- stofu í Gallerí Svartfugl. Þar hafa verið stöðugar sýningar síðan sal- urinn var opnaður fyrir ári síðan. „Þetta er búið að vera gefandi og viðburðaríkur tími. Listafólkið kemur víða að og sýningarnar hafa verið fjölbreyttar. Akureyr- ingar hafa líka verið duglegir að saekja sýningarnar.“ „Eg hef alltaf haft áhuga á myndlist. Eg byijaði að teikna sem krakki og sem unglingur fór þetta að mótast. Ég fór Iíka mjög snemma í myndlistarnám. Það er listhneigt fólk í ættinni." Svein- björg var aðeins 16 ára þegar hún hóf nám í Myndlista- og hand- íðaskóla Islands og hún útskrif- aðist þaðan 1978 og úr málara- deild sama skóla 1992. Hún stundaði einnig nám í Myndlista- skóla Reykjavíkur. Sýningin hlotið góð viðhrögð „Ég tók nokkra kúrsa í grafík í náminu mínu og ég vinn mest í því núna. Þegar maður er með svona opna vinnustofu eins og ég þá er svo lítið samfellt næði til að vinna á meðan sýningarsalurinn er opinn. I grafíkinni er unnin ákveðin hugmynda- og undir- búningsvinna áður en sjálf þrykk- vinnan hefst en hana má vinna í áföngum. I málun vinn ég hins vegar meira „spontant", í eigin hugarheimi sem síður má rjúfa. Þú tekur ekki upp þráðinn svo auðveldlega. Það þarf meira næði í máluninni en grafíkinni, a.m.k. eins og ég geri þetta." Sýning Sveinbjargar hefur mælst vel fyrir. „Sýningin er björt og glaðleg og viðbrögðin eru eftir því. Þegar svona sýning er unnin er lagt upp með ákveðið þema en síðan tekur vinnslan völdin. Eitt fæðist af öðru. Það myndast eins konar flæði sem oft Ieiðir til óvæntra úrlausna." Myndirnar á sýningunni eru allar grafíkmynd- ir unnar á kopar- og álplötur. Það tók Sveinbjörgu jafnvel marga daga að vinna sumar plöturnar undir þrykk. „Ég nota ekki ætingu og því eru plöturnar grafnar með svokallaðri þurrnál áður en þær eru þrykktar." Svein- björg segist hafa gaman af kennslunni en hún taki jafnframt mikið af sköpunarkraftinum. „Þess vegna er ég að reyna að minnka hlut kennslunnar og færa meiri tíma inn á vinnustof- una.“ Nú stendur til að Einar Gíslason grafíklistamaður komi inn í starfsemina á Gallerí Svart- fugli og með því vonast Svein- björg til að hægt verði að auka tækjakost og tækni og einnig að henni gefist meiri tími fyrir Iist- ina. Framundan eru fleiri sýningar hjá Sveinbjörgu og sú næsta verður þann 26. júní en þá stend- ur Grafíkfélagið fyrir samsýningu grafíklistamanna í Listamanna- skálanum hjá Einari Hákonar- syni í Hveragerði. Sveinbjörg ætl- ar að vera með sama þema, vorið og farfuglana. -jv Söntf- oö skemmtihátíð Mikil sönghátíð fer fram í stóru tjaldi, tjaldi galdramannsins, að Lónkoti í Skagafirði, um næstu helgi. Hátíðin stendur á laugar- deginum 20. júní frá kluldtan 14.00 til 18.00 en henni stjórn- ar Björn Jósef Arnviðarson sýslumaður. Þama koma fram Karlakór Akureyrar-Geysir sem verður með Iétta og skemmti- lega söngdagskrá við allra hæfi og Heilsugæslukórinn á Akur- eyri. Allir Hðstaddir fá að þenja raddböndin þv£ fjöldasöngur mun þrýstast út í öll horn og af- kima tjaldsins. Erlingur Sigurð- arson mun flytja laust og bund- ið mál um Sölva Helgason og hagyrðingarnir Pétur Péturs- son, Erlingur Sigurðarson og Hjálmar Freysteinsson láta gamman geysa undir styrkri stjórn Birgis Guðmundssonar aðstoðarritstjóra. Um kvöldið mun svo hljóm- sveitin Sixties sjá um að útlima- gleði viðstaddra fái útrás fram á nótt. GG Mtnntngu Hákarla- Jörundar haldlð á lofti Upplýsiugamiðstöd fyrir ferðameim opn- uð á jarðhæð gamla Syðsta-Bæjarhússins á næsta sumri. Endurbyggingu „gamla“ Syðsta- Bæjarhússins í Hrísey, sem byggt var árið 1885 og er friðlýst í dag, miðar áfram, þó margur vildi sjá það gerast hraðar. Búið er að fletta klæðningunni af húsinu að hluta en Ásgeir Halldórsson mál- arameistari, sem ber hita og þunga dagsins af þessum fram- kvæmdum, segir að framkvæmd- ir séu að mestu íjármagnaðar með „betli“ en styrkur hafi feng- ist á þessu ári frá Húsfriðunar- sjóði að upphæð 1.200 þúsund krónur, en það er í þriðja sinn sem Húsfriðunarsjóður styrkir endurbyggingu hússins. En bet- ur má ef duga skal því áætlað er að endurbygging hússins kosti um 20 milljónir króna. I húsinu verður opnað hákarla- safn á efri hæðinni í minningu Hákarla-Jörundar, og á neðri hæðinni upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Stefnt er að því að ljúka í sumar við framkvæmdir á framhlið hússins, þ.e. klæða það götumegin og opna upplýsinga- miðstöðina sumarið 1999, en kostnaður við það er áætlaður um 2 milljónir króna. Stofnaður hefur verið félagsskapur um upp- byggingu hússins sem heitir Húsfélagið Hákarla-Jörundur og er um 100 manns í félaginu, meirihlutinn fólk sem búsett er utan Hríseyjar en öllum er frjáls þátttaka. Lágmarksárgjald í fé- lagið er 500 krónur en margir greiða meira. Félög og sjóðir hafa einnig lagt endurbyggingunni lið, m.a. Islenskar sjávarafurðir, Menningarsjóður Sparisjóðs Svarfdæla og Menningarsjóður KEA. Kaupfélag Eyfirðinga hóf verslunarrekstur sinn í Hrísey í gamla Syðstabæjarhúsinu árið 1934 en flutti sig um set árið 1940. GG Norrænt mót Sorop- thnitassystra á Akureyri Höfuðmarkmið soroptimista er að vinna að hetra iiiaim lííi í hverfulum heimi. Soroptimistasystur á Norður- löndum halda vinadaga á Akur- eyri 19. til 21. júní nk. og taka þátt í þeim hátt á þriðja hundrað soroptimistasystur. Norrænir vinadagar eru haldnir annað hvert ár til skiptis á Norðurlönd- unum og er þetta í þriðja sinn sem þeir eru haldnir á Islandi. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi Forseti Islands, er verndari vinadaganna og flytur aðalræð- una á fundinum næsta Iaugardag og forseti Evrópusambands Soroptimista, Helen van Themsche, mun verða á vina- dögum ásamt öllum forsetum Soroptimistasambanda Norður- landanna. Nafnið soroptimisti er dregið af latnesku orðunum „soror op- tima“, besta systir - bjartsýnis- systir. Alþjóðasambandið er málsvari kvenna um víða veröld og það sameina dugandi konur úr öllum starfsgreinum til að vinna að eflingu dugandi soroptimista og til samstarfs við önnur samtök um að stuðla að góðvild, skilningi og friði meðal þjóða. Höfuðmarkmið soroptim- ista er að vinna að betra mannlífi í hverfulum heimi. GG Fjölhreytt sumardag- skrá Frostrásariimar Sumardagskrá útvarpsstöðvar- innar Frostrásinnar á Akureyri, sem sendir út á FM-98,7; hefur nú verið opinberuð. Þeir Dabbi Rún og Siggi Rún verða fram- vegis á morgnana milli klukkan 10.00 og 13.00 og hyggjast þeir félagar skemmta hlustendum með gleði og kærleika. Alla fimmtudaga klukkan 19.00 er Holulistinn á dagskrá og þar má heyra Iög sem alla jafna heyrast ekki á öldum ljós- vakans. Þátturinn Út um hvipp- inn og hvappinn hyggst gera vfð- reist í sumar en Bíóboltar verða framvegis á sunnudögum klukk- an 17.00. Viking I, topp 20 list- inn, er á föstudögum klukkan 20.00 en síðan endurtekinn á sunnudögum klukkan 19.00. Fyrir þá sem vilja koma á fram- færi óskalagi er árangursríkast að hringja í síma 461-3987. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.