Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1866, Page 183
UM FJÁRHAG ÍSLANDS.
173
Við n. 8. "Eyjan Lundey, sem er konúngs eign og óbyggð,
er leigð um 5 ár, frá fardögum 1858 til sama tíma 1863, móti
eptirgjaldi því á ári, sem hér er talið.»
Við II. 9. nJörðin Bessastaðir er sem slendur byggð með 56
rd. afgjaldi á ári; hinar helztu tekjur aðrar, sem hér eru taldar,
eru þessar: 1 rd. til bókasafns skólans af hverjum þeim, sem út-
skrifast úr latínuskólanum; gjöld frá prestum þeim, sem fá betra
brauð en þeir áður hafa haft, o. s. frv.»
Við II. 10. »í þessum óvissu tekjum er innibundið: erfíngja-
laust fé, undirgjaflr undir sendifé, tekjur af strönduðu gózi, o. s. frv.
Að öðru leyti eru tekjur þessar taldar eins og þær hafa verið að
meðaltölu um 5 ára bilið 18ff—18fg.»
Við III. »í söluskilmálunum fyrir konúngsjörðum þeim, sem
öðru hverju hafa verið seldar á íslandi samkvæmt leyfl konúngs,
sem til þess liefir verið fengið í hvert skipti, heflr meðal annars
verið ákveðið, að þegar í stað skyldi greiða f hluta kaupverðsins,
en að hinir -| hlutar þess mæltu standa inni hjá kaupanda móti
veði með fyrsta forgángsrétti í jörðunum, og skyldi þarhjá gjalda á
ári 4 af hundraði í leigu af liinu ógoldna andvirði. í veðskulda-
bréfunum er þannig ekki tiltekin nein viss borgun á ári uppí
skuldina, en þegar skuldari hefir beðizt þess, hefir honum jafnan
verið leyft að borga uppí skuldina, móti kvittun á skuldabréfið.
Eptir skýrslu, sem samin er 31. marz 1860, stóðu þá eptir ógoldnir
5674 rd. 24 sk. af andvirði seldra konúngsjarða. En sökum þess
að jarðabókarreikníngurinn fyrir árið 18f?-, eins og áður er á vikið,
ennþá er ókominn, þá var ekki hægt að skýra frá upphæð á ógoldnu
andvirði 31. niarz 1861. Leigur af áðurnefndri upphæð og hér-
umbil 200 rd. borgun uppí það sem eptir stendur, er það, sem
menn frekast geta vonað að muni verða borgað á þessu ári, og
tekjur þessar eru því hér taldar eins og í fjárhagslögunum fyrir
árið 18f^, eða með 400 rd.»
Við IV. 1. »Samkvæmt athugagreinum við frumvarp fjárhags-
iaganna fyrir árið I8f^ er sá hluti alþíngiskostnaðarins fyrir árið
1859, sem ber að endurgjalda samkvæmt opnu bréfi 18. júlí 1848,
her talinn með 4500 rd.»