Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Blaðsíða 101
1864—65.
VERZLAN Á ÍSLANDI.
91
baunir, bygg- og bóghveitigrjón og rúgmjöl) þeim, sem fluttust til
Islands árið 1865, og sem samtals voru 66,179 tunnur (árið 1862
voru það ekki nema 49,081 tunnur, smbr. III., bls. 586), fluttust
21,524 tunnur tii Suður-umdæmisins, 14,702 til Vestur-umdæmisins
og 29,953 tunnur tii Norður-umdæmisins; hlutfallið milli umdæm-
anna er því mjög likt og áður heflr verið, nefnilega að töluvert
meira er flutt af kornvöru til Norður- og Áustur-umdæmisins en
til hvors hinna (smbr. I., bls. 75 og 574, og III., bls. 586). Mestur
var aðflutníngurinn, eins á þessu ári og að undanförnu, af rúgi,
nefnilega 35,206 tunnur, eða rúmlega eins mikið og af hinum korn-
tegundunum samlöldum.
Af brauði (hveitibrauð allskonar og svartabrauð) fluttust þetta
ár til alls íslands 333,074 pund, nefnilega til Suður-umdæmisins
137,513 pund, til Vestur-umdæmisins 86,521 pund, og til Norður-
og Austur-umdæmisins 109,040 pund; eptir þessu heflr þá verið
líkt um aðflutníng á þessari vöru til Suður-umdæmisins og til Norður-
og Austur-umdæmisins, og er það líkt og áður hefir verið. í
samanburði við hveitibrauð er aðflutníngurinn á svartabrauði varla
teljandi, nefnilega ekki nema 24,427 pund eða hérumbil tólfti
hluti.
Af ölfaungum (brennivín, romm, púnsextrakt, vín, kryddvín,
mjöður og bjór), fluttust þetta ár samtals til alls íslands 732,117
pottar, og þar af til Suður-umdæmisins 291,406 pottar, til Vestur-
umdæmisins 146,504 pottar, en til Norður- og Austur-umdæmisins
294,207 pottar. Eptir þessu hefir á þessu ári aðflutníngurinn á
þessari vöru verið mestur til Norður- og Austur-umdæmisins, þar
sem þó híngað til það hefir verið Suður-umdæmið, sem heflr skarað
fram úr hinum, og það jafnvel svo, at t. a. m. árið 1849 íluttist
af vínfaungum eins mikið til þessa umdæmis eins og til beggja hinna
umdæmanna að samtöldu (smbr. I., bls. 75). Sama verður ofaná,
þegar menn skoða hverja tegund ölfánga þeirra, sem hér eru talin,
nefnilega að mest hefir á þessu ári fluzt tilNorður- og Austur-umdæm-
isins; þó má frá þessu undan skilja bjór, sem reyndar ekki fyrr
hefir verið talinn í skýrsiunum, þvi af honum hefir lángmest verið