Skýrslur um landshagi á Íslandi - 01.01.1870, Page 642
632
VERZLAN Á ÍSLANDI.
1867.
á Norður- og Austur-umdæmið, 352 tunnur á Suður-uindæmið, og
184 tunnur á Vestur-umdæmið.
Hvað útflutníng af tólg snertir árið 1867, þá skarar Norður-
og Austur-umdæmið eins og hin fyrri árin lángt fram úr hinum
umdæmunum að þessu. Frá öliu landinu fluttust nefnilega á þessu
ári alls 506,686 pund af þessari vöru, og er það töluvert meira
en næst undanfarið ár (smbr. IV., bls. 381), en af því var flutt frá
Norður- og Austur-umdæminu einu 358,665 pund, eða milli tvöfalt
og þrefalt meira en frá báðum hinum umdæmunum að samtöldu;
því frá Suður-umdæminu fluttust 105,323 pund, en frá Vestur-um-
dæmiuu einúngis 42,698 pund. Einkum er það Norður-Múla sýsla,
sem í Norður- og Austur-umdæminu tekur hinum fram hvað út-
flutníng á þessari vörutegund snertir, því frá henni einni fluttust
117,067 pund, eða töluvert meira en frá öllu Suður-umdæminu.
Að öðru leyti er það merkilegt, að frá ísafjarðar sýslu er ekki
neitt talið að út hafi verið flutt af tólg, og frá Jlarðastrandar sýslu
er einúngis talið það litilræði 388 pund.
Af ullu (og er hér talin bæði livít ull, svört ull, og mislit),
fluttust árið 1867 alls 1,207,969 pund frá öllu landinu, og er það
töluvert minna en uæst uudanfariö ár (smbr. IV., bls. 381). Hér
kemur einnig að hinu sama og áður hefir átt sér stað, nefnilega
að lángmest hefir á þessu ári verið flutt út af þessari vörutegund
frá Norður- og Austur-umdæminu. þannig íluttust frá þessu um-
dæmi einu 630,140 pund ullar, eða rúmlega helmíngur þess, sem
út heflr verið flult frá öllu landinu; frá Suður-umdæminu voru flutt
351,959 pund, og þar af frá Heykjavíkur kaupstað einum 203,550
pund, eða nærri því eins mikið og frá öllu Vestur-umdæminu, því
þaðan voru ekki flutt nema 225,870 puud.
Tóvara heflr á þessu ári, eins og að undanförnu, mest og
að kalla má eingaungu verið flutt frá Norður - umdæmiuu, einkum
frá Eyjafjarðar sýslu. þannig hefir árið 1867 verið flutt frá Norður-
og Austur- umdæminu: af peisum: 134 pör (en ekkert frá hinum
umdæmunum); af sokkum 39,749 pör af 41,909 pörum alls (ekkert
frá Suður-umdæminu); af háleistum 7576 pör af 7673 pörum alls
(97 pör frá Vestur-umdæminu, en ekkert frá Suður-umdæminn); af