Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1907, Blaðsíða 3

Ægir - 01.09.1907, Blaðsíða 3
Æ GI R. 27 síðar og hafði þar 3 tíma viðdvöl, að morgni næsta dags fór hann aftur í land og hafði þá 2 tíma viðdvöl. Kl. 11 f.md. þ. 12. var létt akkerum og liélt allur ílot- inn norður um land. Regar kom að Horni sigldi konungs- skipið svo nærri að nær var vart liægt að fara og var mjög tignarlegt að sjá Hornið í allri sinni lirikamynd gýna þar langt uppi við heiðan himin og var þá af kon- ungsskipinu skotið nokkrum smáfallbyssu- skolum, sem bergmáluðu hundraðfalt, enda sortnaði loftið svo að ekki sá sól —þó heið- skýrt væri — fyrir þúsundum af svartfugli er ílaug út úr bjarginu og með orgi og ó- hjjpðum eins og gáfu til kynna, að þeir væru óvanir heimsókn af konungi, enda ekki orðið fyrir þeirri sæmd fyrri. Kl. um daginn var farið fram hjá dauðum hval, er flaut ofansjáfar, á að giska 6 mílur af Horni, hann var ekki stór, kring unr 20 álna langur, en þó varð mönnum ærið starsýnt á hann og stoppaði allan skipaílotann til að atliuga þessa sjaldgæfu sjón. Kl. 11 um kveldið var lagst við Hrísey á Eyjafirði. Þann 13. um morguninn kl. 8 var létt akkerum og siglt inn fjörðinn og lagst á Akureýrarhöfn kl. IOV2. Þar var viðdvöl til næsta morguns kl. 6, að farið var norður og auslur um land og lagst að kveldi s. d. kl. 11 á Loðmundarfirði og verið þar um nóttina. Kl. 2 e. m. þ. 15 lagðist flotinn á Seyðisfirði og höfðu þá allir hval- bátar, sem stöð hafa fyrir Austurlandi rað- að sér utarlega á höfnina og skutu nokkr- nm skotum þegar flotinn lagði inn fjörð- inn. Konungur gekk í land kl. 2, en kl. 572 fór liann um borð aftur alfarinn og voru þá liðnir 17 dagar og 7^2 tímar frá því hann steig fyrst á land á íslandi. Kl. 10 um kveldið bélt flotinn út fjörð- inn. Valurinn fylgdi honum út fvrir mynni Seyðisfjarðar, en þá liélt hver sína leið, konungsílotinn áleiðis til Sognfjarðar í Nor- vcgi og Valurinn til Reykjavikur með ráð- herra, er hafði verið með konungi alla leið, og sýslumánn Jóh. Jóhannesson. Um leið og skipin skildu, sendi ráðherra konungi þráðlaust skeyti, hann þakkaði fyrir dvöl hans og óskaði honum góðrar ferðar. Veður var hið ákjósanlegasta allan tím- ann, sem konungur ferðaðist kringum land- ið og mun bæði liann og ríkisþingsmenn- irnir og aðrir, sem i förinni voru, hafa verið ánægðir með ferðina alla i heild sinni og þótt viðtökurnar hjartanlegar og öll móttakan ynt vel af hendi. Capt. J. F. Saxild. Enginn af foringjum varðskipa þeirra, sem hafa haft eftirlit með fiskiveiðum út- lendinga hér við land, hefur á jafnsluttum tirna unnið sér jafn einróma hylli og virð- ingu landsmanna, sem capt. Saxild, sá er stýrði »Isl. Falka í vetur. Hann sýndi í stormum og stórhríðum vetrarins, sem venju fremur voru harðfengar, þá skyldurækni og samvizkusemi við starf sitt, að slíks hafa sjaldan verið dæmi til áður, og er það því fremur umtalsvert, sem maðurinn var að líkamanum til ekki hraustur, og lionum því nær oft um megn sú áreynsla og vökur, er starf hans liafði í för með sér. Hann kom hingað 10. jan. en var kvaddur heim til Khafnar 4. apríl til þess að taka við embætti sem skrifstofustjóri bermálaráðaneytisins, og var hann því að eins tæpa 3 mánuði foringi skipsins. Þegar capl. Saxild fór, létu blöðin mjög illa vfir því, að hann skyldi vera tekinn frá stjórn skipsins, og vildu sum ámæla stjórninni fyrir það, og létu í ljósi að hún hefði að eins gjört það af því að hann

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.