Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1912, Qupperneq 2

Ægir - 01.05.1912, Qupperneq 2
54 ÆGIR. Dauða hans bar að í skjótri svipan og með þeim atburðum, að það er lik- ara að hjer væri að ræða um einmana islenskan ferðamann á fjöllum uppi, en um konung ráðandi ríkjum. Hann sat skemra að slóli en nokkur annar konunga vorra i margar aldir, en þó vanst honum timi til að ná bctri tökum á hug og hjarta íslendinga en nokkrum fyrirrennara hans. En með hvaða ráðum tókst hon- um það? Það var með þvi að kynna sjer sjálf- ur persónulega landið og þjóðina. A fyrsta ári konungdóms sins hauð hann lil sín fulltrúum hinnar íslensku þjóðar; á öðru ári heimsótli hann sjálfur landið og þjóðina. Þetta tvent hefur stuðlað mjög að þvi, að hann skildi svo einkarvel sjálf- stæðishugsjón þessarar þjóðar. — Þetla fundu íslendingar svo vel og urðu ein- huga og sammála um það, að í hendi Friðriks konungs áttunda væri sjálfstæð- ismáli voru borgið. En þó að honum entist ekki aldur til að koma þessu máli i það horf, sem liugur hans stóð til, þá er það starf, sem hann hefur unnið fyrir oss íslendinga, ómetanlegt, og það mun sannast, að ásaml með sjálfstæðishugsjón vorri mun minning Friðriks konungsVIII. lengi lifa hjá oss. í öllum greinum bar þessi látni kon- ungur innilega fyrir brjósti velferð þessa lands og lók þátt í kjörum þess. Reykja- vikurbær hefur mist góðan talsmann þar sem hann var, og sjómannastjettin mun sárt sakna þessa konungs, þvi að svo vill til, að eitt það síðasta, sem hann vann fyrir ísland, var hin stóra gjöf, er hann gaf til að líkna bágstöddum ekkjum og munaðarleysingjum þeirra, er druknuðu i vetur. Sómstóll í sjémálum. Allir lögfræðingar, sem liafa haft sjó- mál tit meðferðar, munu hafa komisl að raun um það, að þekking á lagareglum og beiting þeirra er ekki einhlýt undir með- ferð þessara mála, einkum ásiglingarmála. Þekking í siglingafræði er í þessum efn- um með öllu nauðsynleg. Undir ransókn sjómála koma stöðugl fyrir atriði, sem að eins siglingafróður maður getur ráðið fram úr. Við yfir- heyrslur aðilja og vitna er aðstoð slíks manns með öllu óhjákvæmileg. Lögfræð- ingur, sem er allsendis ófróður um skip- stjórn — og það eru allir lögfræðingar hjer sem annarstaðar — getur hvorki vitað hvernig liaga á spurningum, sem leggia þarf fyrir, í hverri röð spurningarnar skulu lagðar fyrir og heldur ekki livað á að spyrja um, eða livenær alt er fengið, sem hægt er að fá að vita lil upplýsingar mál- inu. Ransókn málsins verður aldrei trygg og ábyggileg nema ransóknardómarinn viti fullkomin deili á hver atriði sjerslaklega þarf að leiða í Ijós og hverjar leiðir eigi helst að fara til þess að komast að sem rjettastri niðurstöðu og koslur er á um hvert atriði, sem getur verið liður í því að leiða hið sanna í málinu i heild sinni í Ijós. Hjá oss silur hinn reglulegi undir- dómari einn rjetlinn i þessum málum. Þetta fyrirkomulag er nú orðið, einkum í Reykjavík, gjörsamlega óviðunandi. Hjer

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.