Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 6

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 6
ÆGIR. 58 fisks hefur að líkindum verið veiddur við ísland, en verkaður í Englandi. Hversu mikið af áðurnefndum flski er frá Færeyjum, er eklci unt að segja. Hve mikið hefur verið ílutt til annara ítalskra hafna af Islanda, og beina leið á járn- braulum inn í landið, er óvíst, fyrr en síðar á árinu. Venjulegt verð á árinu var þetla: í júlí . Smáf. ísa »Style« l)Líra 70—72 60—62 60 - ágúst. — . 70—72 60—62 60—63 - sept. . — 75 65 63—68 - olct. . — 75—78 65—68 70—73 - nóv. . — 80—83 68—70 70—60 - des. . — 85 70 60 alt fyrir 100 kg. á vagn tolllaust og þar frá að draga venjulegar % — sem sje 5 líra af smáfiski, 4,25 af ísu og 6 af »Stylc« í þessu er innifaldir forvextir og miðlara- laun — og fyrir fyrsta flokks vöru. Að sama skapi minna fyrir lakari vöru. Af öðrum fisktegundum komu: Labrador................... 2,082,577 kg. Lavé....................... 1,534,214 — Harðfiskur................. 4,802,034 — Enskur Salachi, Pilchords . 1,263,276 — Spanskur Salachini . . . 1,462,195 — Túnfiskur.................. 3,807,935 — Síld....................... 2,666,615 — Ansjósur og Sardínur . . 4,713,612 — Samt. 22,332,558 icg. Allur innfluttur fiskur til Genua til ársloka vóg þannig um 27,535,829 kg„ en árið áður 24,663,338 kg. Af Islanda var ílult snögtum meira inn þetta ár, en árið áður, en þess utan af harðfiski og Sardin-ansjósum en þó einkum af frönskum Lavé, en það á rót sína að rekja til þess, að allir farmar af Lavé njóta nú sömu hlunninda fluttir til Genua og þeir áður nutu að eins íluttir til Livorno.1) Það vantar skýrslur um hversu mikið af Lavé var ílutttil Livorno, en þangað komu 6 farmar af Labrador, samtals 1,036,770 kg. Útlitið fyrir þetta ár er ekki gott að dæma um nú. Sem stendur er markað- urinn góður, þó er örðugt að selja ísu. Sala hennar suður á bóginn — en þangað fer það mesta af stórísunni — er nú úti- lokuð með þvi, að verslunarliús í Kaup- mannahöfn hafa selt þar minni sendingar við lægra verði en hjer er krafist fyrir isu í heilum förmum. Það er leitt að slíkt skuli geta átt sjer stað. Veðráttan en orðin mildari, en það bætir ekki fyrir fiskmarkaðinum, því að þá kemur meira af grænmeli og annari ódýrari fæðu lianda þeim, sem annars mundu borða fisk. A þessu ári hefur það rnikið að segja hvernig fiskiveiðar Frakka ganga og fiskið við Labrador. Það væri þó mjög misráðið afíslend- ingum að freista hamingjunnar með því að verka ennþá meira af »Style« en í stað- inn verka minna af hinum góðkunna smáfiski. Ef flutt er í meira lagi inn af Lavé og Labrador þar á eftir, dregur það óhjá- kvæmilega úr sölunni á »Style«, og komi mikið af þessum fiski, leiðir það til verðfalls. Aftur á móti eru ýms hjeruð, sem nær eingöngu brúka íslenskan smáfisk ogverði skorlur á Islanda, verður afleiðingin sú, að þangað verður einnig fluttur annar fiskur, og þá verður alt það starf, sem unnið liefur verið árum saman til þess að skapa markað fyrir Islanda, til einskis. 1) Frakkar veita nú 10 franka verðlaun fyrir hver 100 kg. af frönskum Lavé sem ílutt- ur er til allra ítalskra liatna, áður galt pað að eins fisk, fluttan til Livorno. 1) Liri — 72 aurar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.