Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1912, Síða 3

Ægir - 01.05.1912, Síða 3
ÆGIR. koma tíðum fyrir mál, sem risin eru af árekstri skipa. Málsaðiljar eru ekki, eins og við er að búast, ætíð innlendir menn, heldur er það jafntítt, að annar málsaðilja er útlendur. En þar sem mál þessi eru oft og tíð- um þannig vaxin, að ekki að eins er að ræða um livor aðilja er skaðabótaskyldur heldur einnig um hegningarvert alhæfi vegna skeytingarleysis, þegar manntjón hefur orðið; riður því á miklu, að ransókn málsins sje eins gagngjör og nákvæm og mögulegt er. Meðferð þessara mála verð- ur því að vera i svo tryggum höndum og unt er og vjer megum ekki lengur slanda á haki öðrum siðuðum þjóðum í þessu efni. Hjá ölluin siglingaþjóðum ransaka og dæma ekki að eins lögfræðingar þessi mál, heldur skipa einnig siglingafróðir menn dóminn. Það ætli að vera oss unt að koma líku fyrirkomulagi á hjá oss, einkum i Reykjavík, og vjer hyggjum, að það ælti ekki að þurfa að kosta landssjóð einn eyri. Vjer hugsum, að þessu mætti skipa þannig: Hinn reglulegi dómari, hæjarfógetinn, situr rjettinn sem formaður, en með honum tveir siglingafróðir menn. Þessa menn velur landsstjórnin eða bæjarstjórnin, eftir því scm löggjafarvaldinu þætti belur við eiga, til ákveðins tíma, tveggja eða þriggja ára í senn. Starf þetta ætti að vera launa- Iausl, en borgaraleg skylda að lalcast það á hendur, fyrir þann sem valinn væri. Teljuin vjer víst, að sá, sem fyrir valinu yrði, væri það ljufl að lakast slíkt starf á hendur, enda þótt hann fengi ekki laun fyrir starfa sinn. Hjer í bænum er nú orðið svo margt af lærðum og æfðum sigl- ingamönnum, sem hætl hafa sjómensku, að það ætti að vera hægt að fá menn sem ætíð væru til staðar, og kennarar stýri- mannaskólans eru ælíð við hendina. Ef undirdómurinn í sjómálum væri þannig skipaður, væri þessum málum bet- ur borgið en nú. IJað er í Reykjavík, sem þessari skipun ælti fyrst og fremst að koma á, því að þar koma langflest þessara mála fyrir og þar er auðvelt að fá hæfa með- dómendur. Að sldpa meðdómendur fyrir ákveð- inn tíma teljum vjer belra, lieldur en að þeir væru valdir fyrir eitt mái í senn, því að það gefur dómslólnum meiri feslu og meðdómendunum meiri æfingu. Að lokum viljum vjer skjóta því að 1. þingm. Reykvíkinga, hvorl hann vili ekki yfirvega málið og koma því á fram- færi á næsta þingi. Fiskimarkaðurinn í Genua í 911. Skrrsla dags. V» 1912 eítir Arwedson tonsúl, útdráttur. (Eftir »Meddelser fra Udenrigsministeriet«.) Fyrsla skip frá íslandi kom hiugað 2. júni og farmurinn seldisl íljótt og vel, enda þótt það væri haustfiskur. í júlí og ágúst komu 6 gufuskip og seldust þessir farmar, þótt stórir væru, mikið vel, en sökum hita, sem var lijer á þessum tíma, hafði ekki svo lílill hluti af förmunum skemst, bæði á leiðinni og með- an skipin dvöldust á Spáni; verst varð fiskurinn útleikinn í þeim skipum, sem komið höfðu á margar hafnir í Porlúgal og á Spáni, og kom það einkum nióur á DLabrador-Stylea1). Það er þess vegna mjög áríðandi, að skip, sem flytja »Síyle« hingað á þessum heita árstíma, komi rakleitt liingað. Pað vakti því með rjettu mikla gremju, 1) Hjer á landi alment nefndur Wards- fiskur, en nefndur »Style« í grein þessari.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.