Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1912, Qupperneq 5

Ægir - 01.05.1912, Qupperneq 5
ÆGIR. 57 sem vert er að athuga. Það vakti á bess- ari kauptíð mikla eftirtekt, ad mat á sér ekki stað um »Style«. eins og annan íisk, sem fluttur er út frá íslandi. Petta skilur ertginn! Allir án undantekningar undrast þetta og telja það rangt í alia staði, að hlutaðeigendur skuli telja það liagkvæmt, að iögin um fiskimat, sem voru til ómet- anlegs gagns fyrir álit á íslenskum fiski og allir kaupendur luku upp einum munni um að væru góð, skuli ekki vera látin gilda um »Style«. Það hefur lika borið æðioft við, að í fiskförmum og -sendingum, hefur verið fiskur, sem að sjálfsögðu liefði verið tek- inn úr, ef hið lögboðna íiskimat hefði farið fram, og fisk þenna hafa menn neyðst til að telja annars flokks vöru í staðinn fyrir fyrsta floklcs. Þar á meðal hefur ekki að eins verið soðinn fiskur, heldur einnig fiskur, sem var dottinn í sundur, án þess það stafaði af flutningnum og gjör- samlega óþurkaður fiskur, sem spillir öðr- um fiski út frá sjer. Svona óþurkaðan íisk má senda á kaldari árstíð, en alls ekki á sumrin. Að koma með slíkan fisk er hættulegt, og það ættu allir að varast, því að það verður að selja liann og jeta þegar í stað. Fiskurinn lieldur sjer ekki og missir mjög i þunga. Að flytja hingað svona íisk á heitum árstíma er fjarri öllu lagi. Undanþága sú, sem veitt er frá skyldu- mati, hefur þannig verið misbrúkuð, og ef lögunum yrði breytt á þá leið. að skylda væri að láta meta allan fisk, sem út væri fluttur, myndi það hljóta einróma lofallra kaupenda hjer, eins og menn voru alment ánægðir þegar sú fregn barst liingað, að nú loks væri það ráðið, að fyrirsldpa frá þessa árs byrjun skyldumat á öllum fiski, sem út væri fluttur frá Færeyjum. Fisk- útflytjendur á Færeyjurn munu án efa hafa mestan hagnaðinn af því. Hingað hefur einnig komið fiskur þurkaður við vjelahita, en svo má segja, að sú tilraun hafi gjörsamlega mishepn- ast. Á yfirborðinu var þessi fiskur sæmi- iega þur og leit vel út, en innan var hann alveg hrár, lijelt sjer þessvegna iila og varð eftir stuttan tíma rauður og skemdur. í þessu sambandi mætti leiða athygli manna að því, að vegna þess að kvarlanir liafa komið yfir því, að bæði fyrr og síð- ar, þó einkum síðasta ár, hafi komið liing- að ekki svo iítið af skemdum og heilsu- spillandi fiski, sem seldur er til fátæklinga fyrir lillölulega lágt verð, eru yfirvöldin hjer að sernja reglugerð um þetta efni. Samkvæmt þessu á opinber skoðun fram að fara á ölium fiskförmum og fisksend- ingum og öðrum neytsluvörum, og alt það, sem talið er að skaða megi lieilbrigði manna skal þegar í stað ónýtt. Þessi lög ganga væntanlega í gildi í ár. Þelta ætti enn meira að hvetja alla hlutaðeigendur til þess að láta hina lögboðnu matsskyldu ná einnig ylir »Style« og láta farmana ekki vera mánuðum saman á leið- inni, en iáta skipin koma beint einkum um sumartímann. Frá byrjun kauptíðarinnar og til árs- loka 1911 komu 21 gufuskip fermd fiski beint frá íslandi og Færeyjum. Var það mun meiri fiskur en hingað var flullur beint árið áður. Þess utan komu 3 skip í jan. og 1 í febr. á þessu ári, en fleiri gufuskip eru á leiðinni. Eftir því sem uppi er látið fluttu þessi 21 gufuskip til 31. des. 1911: Smáfisk. . . . 1,247,504 kr. ísu...... 568,702 — »Style« .... 2,351,165 — Samt. 4,167,371 kr. Af smásendingum, einkum yfir Eng- land, komu hingað um 1,036,000 kg. að mestu leyti »Style«, en mestur hluti þessa

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.