Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1912, Page 8

Ægir - 01.05.1912, Page 8
60 ÆGIR. gott skynbragð á það, sem að gagni má verða fiskiútvegi vorum, að kynna sjer sýninguna sem best má verða. Þetta atriði liöfðum vjer hugsað oss að taka til yfirvegunar í »Ægi« í tilefni af til- lögu fjármálanefndarinnar hjer að lútandi. En í 16. tbl. »Ingólfs« hefur hr. Eggert Briem frá Viðey ritað svo rækilega um málið, og með svo styrkum rökum, að þeim verður ekki linekt. Vjer leyfum oss því að birta orðrjelt það, sem hr. Briem skrifar um þetta efni. — Hann segir svo: »Fjármálanefndin endar álitsskjöl sín og frumvörp með því að leggja til, að út- flutningsgjald verði lagt á útfiutt sildarlýsi og útflutt fóður og áburðarefni úr fiski. Nefndin kemst svo að orði: Á síðustu ár- um virðist nokkur áliugi vaknaður fyrir því, að liirða og hagnýta ýmsar fiskleifar, svo sein hausa, hryggi o. fl. Er nú ekki grállegt að vita lil þess, að ekki skuii fyr vakna áhugi á þvi, að hirða og hagnýta þessa hluti, en kjörnir tillögumenn um löggjöf landsins steypa sjer yfir þá menn, sem eru að beitast fyr- ir að gera verðmæti úr því, sem nú er verðlaust. Er útvegnum of gott, þótl liann gæti fengið eitthvað fyrir fiskleifar þær, er hon- um hingað lil hafa verið einkis virði? Hvert barnið hlýtur að sjá, að tillög- ur nefndarinnar um útflulningsgjöld geta auðveldlega orðið til þess, að áhuginn dofni og fiskleifarnar verði framvegis jafn lítils virði og þær eru nú, og hljóti þess utan að hnekkja framföium þjóðarinnar og hamla vaxandi möguleikum til þess að komast vel áfram hjer á landi. Ef það á að verða tíska, nær sem á- hugi vaknar á nýjum framkvæmdum eða nýjum fyrirtækjum er komið á fót, sem engum manni gera mein, að demba á þau útflutningsgjöldum, liggur í augum uppi, að menn fara að hætta að hugsa um nokkrar nýjungar eða ný atvinnufyrirtæki hjer á landi. Þeir, sem annars vildu bind- ast fyrir einliverju slíku, geta ekki vitað fótum sínum forráð, þar sem engin á- byggileg áætlun verður gerð um tekjur og gjöld, af því alt er í óvissu og náðarsam- legast undir misvitrum meiri hluta komið. En þeir sem svo eru gerðir, að geta ekki látið vera að brjótast í einhverjum framkvæmdum, skortir þá lje og lánstraust og koma litlu í framkvæmd. Við erum að raupa af þvi, að hjer sjeu miklir framtíðarmöguleikar, 100 sinn- um og 200 sinnum fieira fólk geli áreiðan- lega lifað lijer en er. En til hvers er að raupa, ef vjer er- uin ekki menn til annars en hamla því, að auðsuppsprettur landsins verði opnað- ar, og vjer í stað þess að lála framtaks- semina óáreilta, íþyngjum henni með gjöldum, jafnvel áður en hún er orðin til, meðan að eins er vaknaður áhuginn á henni. Allir sem sjávarútveg stunda munu finna lil þess, hversu útflulningsgjaldafar- aldur þessa lands er þjóðinni bagalegt. Og sveitabændurnir munu brátt átta sig á þessu, er þeir leiða hugann að því. Hugsum oss að þegar rjómabúaáliug- inn vaknaði lijer fyrir nokkrum árum, þá hefði í stað þess að styrkja rjómabúin, verið dembt útflutningsgjaldi á væntanleg- an smjerútílutning. Og rennum svo hug- anum að því, hver ætla mætti að orðið hefði alleiðingin. Jeg fyrir mill leyti er ekki í minsta

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.