Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1912, Blaðsíða 9
ÆGIR. 61 vafa um að ekkert rjómabú væri enn stofnað hjer á landi undir þeim atvikum. I5að er meira að segja mjög vafasamt, að rjómabúin hefðu komist á fót liefðu þau ekki verið styrkt. En jeg vil ekki fara fram á neinn styrk til atvinnufyrirtækjanna við sjóinn, að eins gera þá kröfu að þeim sje leyft að komast á fót og dafna í friði. Það tjón verður ekki tölum talið seni útílutningsgjaldafárið hefur nú þegar haft i för með sjer fyrir landið, livað þá held- ur það tjón, er af því mundi leiða i fram- tíðinni, ef það væri gert að meginreglu, við öll þau fyrirtæki, cr bvggjast á fiski- veiðum. Einn er sá iðnaður, er samkvæmt eðli sínu ætti að geta haft einhver bin á- gætustu þrifnaðarskilyrði hjer á landi, niðursuðuiðnaðurinn. Honnm lieíir a síð- ustu árum fleygt slórkostlega fram, því nær um allan heim, hjá Norðmönnum ekki sist. Þar eru nú vestanfjalls 58 verk- smiðjur og af þeim 30 í Stafangri, en 1905 voru alls 20 verksmiðjur veslanfjalls. Þess utan eru i smíðum eða vændum 15 nýjar verksmiðjur, svo að menn óttast jafnvel að framfarirnar á þessu sviði sjeu að verða fullörar og örari en framfarirnar í íiskiveiðunum þar leyfi. Aðallega er það kópsíld, sem unnið er úr, og mun niður- suða Norðmanna byggjast meðal annars á síldveiðum þeirra hjer við land. Fyrir þrern fjórum árum, að mig minnir, sendi Bjelland & Co. auglýsingu út um öll lönd, þess efnis, að hann hefði þá byrjað síldveiðar við ísland og liefði því að bjóða margt síldargóðgæli meira en áður, svo sem gaffalbita o. 11. Svo sem menn vita hefur það liina mestu þýðingu við alla niðursuðu, að fiskurinn, sem unnið er úr, sje sem glæ- nýjastur að kostur er á. Skilyrðin hjer á landi eru því ekki að eins sakir fisksæld- arinnar, heldur og af þessari ástæðu ein- hver liin ákjósanlegustu. En hví hefur ísland farið svo var- liluta af þessum framförum? Ef til vill má nokkuð marka um það af eftirfarandi frásögn: Fyrir 4 árum fann maður nokkur að nfá'li stjórn stórrar niðursuðuverksmiðju erlendis og skýrði henni frá verðlagi hjer á fislci, laxi, kindaketi, rjúpum o. fl. i því skyni að fá stjórnendurna til þess að stofna hjer útibú, þar eð þeir stæðu vel að vígi að opna markað fyrir íslenskar niðursuðuafurðir, með því að þeirra finna væri þekt víða uin lönd. Stjórnendunum leist svo vel á máið, að þeir sögðu komu- manni, að liermdi hann rjett frá, væri ekki að eins ástæða til fyrir þá að setj hjer á stofn útibú, heldur flytja aðal- bækistöð sína hingað, og kváðust þeir vilja kynna sjer málið. En er þeir liöfðu rannsakað það mjög grandgæfilega, tjáði stjórnandi verk- smiðjunnar þessum manni, að skýrsla hans hefði reynst rjett í öllum atriðum, en bobbi hefði komið í bátinn annars- staðar frá. Á íslandi væri löggjafarþing, er hjeti alþingi, og ef ráða mætti af fram- komu undanfarinna þinga, væri viðbúið að óðar en niðursuðuverksmiðja yrði sell á stofn, sem nokkur veigur væri í, yrði lagt útflutningsgjald á af.rðir bennar. Ábyggileg kostnaðaráætlun yrði því ekki samin, ómögulegt að vita nema löggjafar- valdið tæki undir sig allan arðinn af fyr- irtækinu. Ut í þá óvissu, er bjer væri uin að ræða, gæti því ekki komið til nokk- urra mála, að stjórn verksmiðjunnar verði fje liennar eða eða annara. Hjer strandaði því mikið velferðar- mál fyrir ísland vegna óviturlegrar stefnu í löggjöf sjálfra vor. Hjer á landi er verksvið fyrir margar og miklar niðursaðuverksiniðjur og því

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.