Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1912, Síða 11

Ægir - 01.05.1912, Síða 11
ÆGIR. 63 K v a ö i r n a r eru þá þessar helstar: Samkv. 3. gr. frv. er leyfishafi skyldur að hafa til nægar birgðir af kolum þeim, sem nefnd eru i 4. gr., þ. e. »Rosslyn Hartley«-kol. Hann á að birgja þær liafnir »fram á næsta sumar«, sem hættast er við að sigling teppist til af ís. — En hvað er sumar? Byrjar það með sumar- dcginum fyrsta, eða er sumar óákveðið tima- takmark miðað við veðráttu? Sumar liafnir geta leptst jafnvel fram i miðjan ágústmánuð, svo að þetta er of-ónákvæmt hjá nefndinni. 4. gr. ákveður kolategundina. Aðrar teg- undir er lh. ekki skyldugur að útvega nema eftir pöntun, sem komin sje til skrifstolu lians í Reykjavik fyrir 1. júlí ár livert. — Petta er mjög óhentugl og ófullnægjandi. Ekki gott fyrir einstaklinga að vita fyrir fram, hvað þeir þurfa til eins árs. Hver veit um það? þörfin getur aukist stórkostlega á árinu án þess sjeð verði fyrir. 5. gr. ákveður söluverð að nokkru leyti. Miðar lágmarkið við kolaverð á sölustaðnum í Skotlandi um miðjan júlí 1911 og flutningsgjald, sem þá var. Netndin byggir innkaupsverð og flutningsgiald á markaðs-nóteringum, en það er ckki rjett. Hvorttveggja má fá mun lægra. T. d. í fyrra þegar markaðsnót. var 8 shillings, þá var það ekki hið sanna ílutningsgjald, heldur 7 sh. og 3 d. — í síðastliðnum janúar meira að .segja ekki nema 6 sli. 7Va d. Pessi kjör geta íslenskir kaupmenn fengið og þá e k k i s í ð u r lh., því að það er munur að flytja 200 ton eða 2000 ton og því meiri, sem meira er að fiytja. Hann getur betur notað stór skip, maðurinn, sem hefur alla kolaílutninga á sínu valdi. Ár- lega sækja ensk skip limbur og tjöru til Hvita- hal'sins. Pessi skip mundi lli. olt gcla notað til þess að ílytja kol sín með góðum kjörum. Ekki óliklegt, að flutningsgj. fengist fyrirO—6'/= sh. þótt markaðsnót. sje 8 sli. Hvar á að íá mælikvarðann fyrir markaðs- verði kolanna. Lh. selur einn þessi kol hing- að og ræður verðinu. Hann er sjálfur námu- eigandi! Gerum ráð fyrir að kolin kosti 7 sh. 9 d.; fl.gjald 7 sh. 3 d.; ábyrgðargjald 3 d.; = 15 sh. 3 d. eða kr. 13,90. — Skyldugjaldið í lands- sjóð er kr. 1,50. Ivolin kosta þá leyfishafa með öllu og öllu hingað komin kr. 15,40. Nú eru kolin notuð mestmegnis af útgerð- armönnum. Enginn botnvörpungur eyðir minna, el' hann gengur alt árið, en 1000 smálestum, eða jafnmiklu einn eins og allur Reykjavíkurbær lil samans. Kolin mundi lh. oft láta frá skipshlið í botnvörpuslcipin. Agóöinn á þessum lcolum yrði þá kr. 4,60 á smálest. — Ennfr. yrði mikið selt frá »liulk«. Aukakostnaður 60 aur. á smá- lest eða minna. Agóði 4 krónur. — Umrædd kol eru líka ódýrasta tegund, sem engum kaup- manni liefur dottið í hug að selja á liöfninni svo dýrt með sama markaðsverði. A það, sem selt er í landi, mundu leggjasl c. 2 kr. og smálestin þvi kosta kr. 17,40. Ágóði kr. 2,60, sem er eðlilegur kaupmannságóði. Lli. liefði þó staðið sig við að selja þau fyrir svo sem 18 kr. því að hjer er um svo lítið að gera, aðeins svo sem 1000 smálestir. Skírskota til ritgerðar i 30. tbl. ísaf. þ. á. eftir fundarsljóra, hr. B. H. Bjarnason, en hann hefur varla tekið nógu djúpt í árinni um gróða leyfishafa. Ársgróðiun sem mundi fljóta til mannsins verður ekki 359273 kr. heldur c. h á 1 f mi 1 j ó n króna! Leyfishafi má h æ k k a kolaverðið, ef þau hækka frá júlíverðinu 1911, en hann á aldrei a ð 1 æ k k a v e r ð i ð þótt það fari niður fýrir verðlagið, sem við er miðað, sem vai þó eitl- hvert hæsla verð, sem til þess tíma hafði verið á þeirri kolategund! Það er litið á hag lh. en ekki landsmanna! Ivvöðin að flytja kol á ýmsar liafnir er bundin örðugum skilyrðum fyrir sumar þessar hafnir. Kaupendur eru skyldugir að flytja kolin i land, skjddugir að panta þau fyrir 1. júlí, skyldugir að kaupa svo og svo mikið í einu, annars fá þeir ekkert. — Ólsarar t. d. fá ekkert nema þeir kaupi 150 smálestir í einu, fyrir 25 kr. við skipshlið! Yíkurmenn 50 smálestir með sömu kjörum! Verða aö basla í þessum flutningi hvernig sem veður er, undir áköfum eftirrekstri, kannske að brjóta bála sína, annars verða þeir að vera kolalausir! Pýðir lítið að vera með fagurgala um »frjálst samkomulag«, þegar lh. hefur alt í sinu valdi, heldur í báða enda! Lágmarkið, 20 kr. er miðað við minsl eina smálest og þá eru kolin flutt heim til manna i Rvik. Annars kosta kolin meira! Og það'eru hundruð manna í bænum sem ekki kaupa nándarnærri svo mikil kol í einu, og verða þá að sætta sig við hærra verð og flytja heim sjálfir. Margir kaupstaðir, sem lh. ber engin skylda að birgja með kol. Á Akranes, Borgarnes, Búðir o. s. frv. verða engin kol flutt, nema einstakir kaupmenn taki sig til og kaupi af lh. handa þeim. — Gott fyrir hann, en þetta með öðru sýnir, að kvaðirnar eru nokkuð götóltar.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.