Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1926, Blaðsíða 9

Ægir - 01.05.1926, Blaðsíða 9
ÆGIR 77 ur hver og einn farið nærri um, að ýmsar endurbætur á vjelum hafa orðið þessi mörgu ár, jafnt þar sem annars- staðar, því þann dag i dag er veriÍSmiðja þessi talin meðal hinna bestu á Stóra- Bretlandi. Fyrirspurn um færaspunavél- ar, svaraði verksmiðjan á þessa leið: r>Mars 22. 1926 .... Við viljum ráða yður, að snúa yður til firmans Combe Barbour & Lawson Ltd. í Belfast á ír- landi viðvíkjandi kaðlagerð, því það er ekki okkar iðnaðargrein. Einföldustu netavélar kosta sem stend- ur um 2000 sterlingspund hver, (44,300 isl. krónur) og þar við bætist innpökk- un, vátrygging farmgjald o. fl. Svo kem- ur hús fyrir vélarnar o, m. fl. Vélar þessar hnýta um 750 þúsund hnúta á dag. Verðið er sýnilega of hált til þess, að slík vél beri sig á íslandi. Reynsla okkar er sú, að siðan 1914 hefur framleiðsla neta i Norðurálfunni verið miklum mun meiri en eftirspurn«. þannig svarar eigandi þessarar neta- verksmiðju og leiðir hjá sér að svara frekar, en eftir leiðbeiningu hans skrif- aði ég til Belfast og fékk svohljóðandi svar: COMBE BARBOUR LTD. BELFAST CONTRACTORS TO THE ADMIRALTY. Apríl 1. 1926 Vér höfum mótlekið bréf yðar frá 30. mars og gert oss grein fyrir því, sem þér skrifið um hugmynd að framleiða kaðla og færi, ásamt netum fyrir fiski- flota yðar á íslandi. Vér erum á þeirri skoðun að innan- landsþörfm ein, muni eigi nægja til þess, að framleiðslunni yrði komið í ló inn- anlands, þar sem sú minsta hugsanlega framleiðsla, til þess að verksmiðjan bæri sig, yrði að vera að minsta kosti 1 smá- [est af hampþræði á dag. Mestu örðugleikarnir fyrir yður eru hráefnin. Að svo miklu leyti sem oss er kunnugt, eru engin hráefni fyrir hendi á íslandi, sem nothæf eru til þess, að úr þeim verði gerðir alskonar kaðlar, færi og net og mundi þessvegna þurfa að flylja inn öll hráefni. Auk þess útheimtast sérstakar vélar til að framleiða netagarn, algerlega ólík- ar þeim, sem notaðar eru til annars færaspuna, og þessvegna munduð þér verða að koma upp kostnaðarsömum húsakynnum, sem eftir yðar ummælum, yrðu aðeins notuð hluta úr árinu. t*ar við bætist, að kaðlar þeir og færi, sem þér þurfið, eru gerðir bæði úr hörðum og mjúkum hampi og það útheimtir að öllu leyti sérstakar vélar, ef verkið á að koma að fullum notum. Eins og málum er nú sem stendur komið, teljum vér, að sundurliðuð kostnaðaráætlun sé óþörf, en á hinn bóginn er oss ánægja að gefa yður áætl- unarverð fyrir vélar, sem nægja til að framleiða eina smálest af hampþræði á dag. Vér áætlum að þetta mundi verða í stórum dráttum þannig: £. 3000 til 4000 fyrir alskonar þráð og garn. Vélarnar fyrir kaðlaspuna mundu kosta hérumbil £ 2000 að auki. Að því er húsakynni snerlir, til þess að búa til alskonar kaðla, með góðum hagnaði, þá munduð þér þurfa færa- braut, sem að minsta kosti væri 900 feta löng og 20 lil 30 feta breið. Færaspunavélarnar yrðu að hafa hús- rými sem svaraði 40 feta breidd og 60 feta lengd. Að því er netagerðavélar snertir, eru þær þessu óskyldar og mundu kosta að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.