Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1926, Blaðsíða 24

Ægir - 01.05.1926, Blaðsíða 24
02 ÆGIR »Af öðling þiggjum alt með sóma, aldrei skal lians dvína hól. Sit þú æ i sólarljóma Snæfellsáss á veldisstól!« Með kreptum og kámugum höndum ég klóraði á blaðið, og bakið er bogið af þreytu og bak við er skuggi. Lifið, það lék mig nú svona, en láttu samt ekki hugfallast, hugsa þier vinur hann hægir á eftir. Sildarsölu-málið. Margir síldarútvegsmenn komu bingað að norðan 30. maí með e.s. »Goðafoss« til að silja hér fund, á hverjum ræða átti síldarsölumálið. Fundurinn byrjaði kl. 2 siðd. hinn 31. maí og stóð fram á nótt. Mjög skiftar skoðanir komu i ljós, en endalok fundarins urðu þau, að svo hljóðandi tillaga var samþykt: »Fundurinn ályktar að stofna sildar- samlag í þeim tilgangi að vinna að hag- kvæmri sildarsölu og til þess að búa sig undir að taka við verkefni þvi sem felst i síldarlögunum frá síðasta þingi, ef þau koma til framkvæmda. Ennfremur á- lyktar fundurinn að kjósa fimm manna nefnd til þess að undirbúa lög félagsins og til þess að kalla saman fund tilsam- þyldar lögum fyrir félagið«. Tillagan var samþykt með 39 alkv. gegn 25. Litlar líkur eru til þess, að lögum þeim, sem Alþingi samþykti í vor verði beitt þetta sumar. Tvennar gamlar formannavísur nm formenn við Arnarijörð ortar af Guðrtiuu Jónsdóttii’. Eg sendi yður nú tvennar gamlar formanna- visur yflr formenn við Arnarfjörð, ef þér vild- uð birta þær í Ægi. Fyrri vísurnar eru ca. 130 ára gamlar, en hinar seinni frá 1828, eða 98 ára. Vísurnar eru að mínu áiiti allmerkilegar, því þær bregða Ijósi yflr sjóarútveg hér við fjörðinn fyrir 100 árum. Eftir fyrri visunum sést að útvegur liefir staðið hér með miklum blóma um eða fyrir aldamótin 1800, og má það furðu sæta á slíkum eymdar- og harðindaár- um, sem þá voru. Pá hefir bátatalan verið 41, og er það mikið, þegar þess er gætt, að býli hér kringum fjörðinn voru þá aðeins 59, eftir þá gildandi jarðabókum að sjá. Pegar síðari vísurnar eru ortar (1828) er bátatalan komin niður í 21, og er þar um mikla afturför að ræða, og hefir hún eflaust stafað af ýmsum örðugleikum frá striðsárunum á fyrsta áratugi aldarinnar, svo sem dýrtið, eklu á timbri, veið- arfærum o. fl. Flestir þeir menn, sem nefndir eru í visun- um voru sægarpar miklir, sem betur hefði hæft að stjórna stærri og veglegri skipum en véla- lausum sexæringum með fátæklegum útbúnaði, ef þjóðin hefði þá átt stýrimannaskóla og haft jafn álitlegan skipaflota og nú hefir hún yfir að ráða. Guðrún Jónsdóttir, sú er vísurnar orti var upp hér við Arnarfjörð á síðustu áratugum átjándu aldar, og lifði fram yfir 1840. Hún var nafnkunn um Vestfirði fyrir gáfur, og þótti á- gætlega skáldmælt. Hún orti töluvert af Ijóð- um og lausavísum, sem nú raun ílest glatað. Um hana orti Bjarni Pórðarson skáld á Siglu- nesi vísu þessa: »Mestur vandi Sóns um sjá sýnir andann ríka; Vesturlandið ekki á eyju banda slika«. Síðari vísurnar orti Guðrún eftir beiðni Jóns Bjarnasonar hreppstjóra í Stapadal, langafa frú Sigriðar, konu Sigurðar læknis Magnússonar á Vífilsstöðum. Vinsamlegast. Ingivaldur Nikulásson, Bildudal.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.