Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1927, Side 22

Ægir - 01.01.1927, Side 22
14 ÆGIR það fengið 2500 kr. og Hörðafylki (amt- sjóður) hefir lagt því til 3000 kr. Tillög félagsmanna hafa numið einum 130 kr. Fiskifélag Sunnmæra og Raumsdals (Sunnmöre og Romsdalsfiskifélag) mun vera stærsta fiskifélagið á Vesturlandinu. Deildir þess eru taldar 49 í Fiskiinannaal- manakinu, en ekki er þar getið um tölu fé- lagsmanna. Prentaðar skýrslur þess náði ég ekki í, en ég átti tal við kunnugan mann i félaginu, fiskveiðaumsjónarmann, Knudt O. Otterlei í Fjörtoft hjá Álasundi. Hann hefir tekið mikinn þátt í almennum mál- um á þessum slóðum, verið stórþingsmað- ur í 3 kjörtímabil, en á ekki sæti á þingi sem stendur. Hann kvað mjög erfitt að halda fiskideildunum saman. Samtök ineð- al sjávarmanna væru yfirleitt ófullkomin enn þá, og væri þó all mikið gert að því að glæða félagsskapinn með fundahöldum, fyrirlestrum og hvatningum ýmiskonar. Undanfarin ár hafði verið unnið að þvi að koma á fót sölusambandi milli þeirra á þessum slóðum, er selja nýjan fisk til Osló og Austurlandsbæjanna, og væri nú slíkt sölusamband nýlega komið á laggirnar. Samlag þetta hefir með höndum sölu á nýjum fiski félagsmanna, og mun tekið við fiskinuin í Álasundi, en þaðan er hann sendur með gufubát að Ándalsnesi í Raumsdal og siðan með Raumdalsbraut- j inni yfir Guðbrandsdal og til Osló. Hefir sala á nýjum fiski aukist ákaflega mikið síðan Raumsdalsbrautin var fullgerð 1921. — Töluvert kvað hann og rætt um sam- lagskaup á útgerðavörum, og væri að nokkru leyti um samkaup að ræða á stein- olíu, og hefir áður verið getið um það í frásögn af Hörðalandsfélaginu. — Á stríðs- árununi kvað hann hafa verið rætt um það, að stofna til ríkiseinkasölu á stein- olíu og hafi Gunnar Knudsen þáverandi forsætisráðherra verið því fast fylgjandi, en ekki hafi það þótt tiltækilegt ýmsra hluta vegna. Steinolíuverslunin í Noregi (vestanfjalls a. m. k.) er nú að mestu í höndum „Norsk Brændselolie Co.“ og „Vestlanske Petroleums Company“. Mun hið síðarnefnda iniklu stærra félag. Má hvervetna líta stóra olíugejmia þess, oftast á liólmum utan við bæina, alla leið frá Björgvin og norður á Finnmörk. Hlutafé þess er sagt að niiklu leyti enskt. Fiskifélag Norðurlands (Nordlands Fiskeriselskab) er elst fiskifélaganna, að „Selskáb for de norske Fiskeriers Fremme“ undanteknu, og er 46 ára. Það nær yfir Norðurlandsfylki (Hálogaland hið forna) og hefir heimilisfang í Bodey. í því eru 46 deildir og félagsmenn taldir um 1100. Eg álti tal við formann félagsins, R. Sannes, í Bodey. Gaf hann mér ýmsar upp- lýsingar um starfshætti félagsins og lét mér í té nokkrar prentaðar ársskýrslur þess. Félag þetta er talið standa á nokkuð fastari fótum en hin fylkjafélögin, hefir lengra og meira starf að baki sér og nokk- uð meiri fjárráð, en þó mega tekjur þess litlar heita ef uni verulegar framkvæmdir væri að ræða. — Reikningsárið 1924—25 sé ég að fél. hefir haft 18 þús. kr. tekjur. kr. Ríkissjóðsstyrk hefir félagið fengið rúm 4000 kr. Norðurlandsfylki hefir lagt því til 1000 kr. og nokkur sveitafél. á þess- um slóðuin 495 kr. Hitt eru tekjur, sem það hefir fengið annarstaðar frá, t. d. til sam- vinnufyrirlestra 3250 kr., og til eftirlits með fiskverkun og umbúnaðar á ísuðum fiski til innanlands sendinga. Hefir nokkru hærri upphæð aftur verið veitt af félaginu til þessa hvorutveggja. Á yfirstandandi fjárhagsári er gert ráð fyrir 33 þús. króna útgjöldum hjá félaginu. Sagði mér fonnaður þess, að tilætlunin væri að efla starfsemi þess til muna, og framkvæma meira en félaginu liefði enn þá tekist.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.