Ægir - 01.02.1927, Blaðsíða 5
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS.
20. árg.
Revkjavík, Febrúar 1927.
Nr. 2.
Benjamín Bjarnason.
A síðastliðnu sumri lést á Þingeyri
einn hinna nafnkendustu eldri bænda í
Dýrafirði, Benjainín
skipstjóri Bjarnason
frá Múla, atorku- og
atkvæðamaður. Síra Ivr.
Daníelsson, áður prest-
ur á Söndum, ritar
þessi minningarorð um
hann. —
Benjamín var fædd-
ur í Krossadal í
Tálknafirði 17. mars
1851, sonur Bjarna
Ingimundarsonar hrepp-
stjóra á Sveinsevri og
Sigriðar Jónsdóttur í
Krossadal. Var honum
komið í fóstur að
Bakka í Tálknáfirði til
systkina, er þar bjuggu,
Guðmundar Gíslasonar
og Elínar systur hans.
Olst hann upp hjá Benjamin
þeim fram undir tví-
tugs aldur. En 19 ára gamall fór hann
U1 hálfbróður sins, Árna B jarnasonar,
óðalsbónda á Kvígindisfelli og dvaldi lijá
honum í 4 ár. Þá fluttist hann að Gerð-
hömrum í Dýrafirði til sér Jóns Jóns-
sonar og konu hans, Sigríðar Snorradótt-
úr. Þar kvæntist hann 2 árum síðar, 28.
okt. 187(>, Guðrúnu Pétursdóttur, systur
skipstjóranna Andrésar og Ólafs Péturs-
sona og þeirra inörgu systkina, sem
ínargt er frá komið vestra af merku og
góðu fólki. Ari síðar fluttust þau að
Núpi í Dýrafirði, sem vinnuhjú til Guð-
ínundar óðalsb. Björns-
sonar og konu hans,
Þuríðar Gísladóttur, er
nokkrum árum síðar
fluttu vestur um haf,
ásamt allstórum lióp
útflytjenda, er þá (1886)
fluttust af Vesturlandi.
Árið 1880 flutlust þau
Benjamín að Söndum í
Dýrafirði. Var þá presfs-
laust þar, en bjó þar
svili séra Jóns, er áð-
ur er nefndur, Berg-
ur bóndi Einarsson og
kona hans, Þorbjörg
Snorradóttir, foreldrar
Kristj. formanns Fiski-
félagsins. Voru þau hjá
þeim í húsmensku eitt
ár en fluttu þá í hús-
Bjarnason. mensku að næsta bæ,
Múla, en þar bjó þá
svili Benjamíns, Kristján bóndi Öss-
ursson og kona hans, Ragnheiður
Pétursdóttir, foreldrar þeirra Guð-
mundar skipamiðlara og Kristjáns verk-
stjóra, sem búsettir ern nú i Reykjavík.
Árið 1885 fluttu þau Kristján frá Múla
og fékk Benjamín þá ábúð á jörðinni og
bjó þar sjðan allan búskap sinn, sem