Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1927, Qupperneq 11

Ægir - 01.02.1927, Qupperneq 11
ÆGIR 27 stoí'u í barnaskóla bæjarins frá kl. 4—7 dag hvern. Verklega kenslan fór að mestu fram i steinagerðarhúsi Kf. Drífandi og lánaði kaupfélagið það endurggjaldslaust. Nemendur námskeiðsins sóttu námið af miklu kappi, þeir gengu 14 undir próf og stóðust það allir. Vestmannaeyjum, 7. jan. 1-927. Þ. Iiunólfsson. Félag eigenda opinna vélbáta í Reykjavík. í vetur mynduðu þeir menn, sem opna vélbáta eiga í Reykjavík og nágrenni, fé- lagsskap með sér, í þeim tilgangi að tryggja báta sína. Stofnfundur félagsins var haldinn í jan- úar og er markmiðið: 1. að koma á sameiginlegri tryggingu, 2. að koma sér saman um góðan útbún- að báta, 3. að kaupa það, sein til litgerðar þarf í félagi, 4. að selja aflann i sameiningu. Félagið hefir samþykt reglugerð um útbúnað báta félagsmanna, eins og sjá niá af því sem hér fylgir: Reglur um hvað fylgja beri hverjum bát. a. Lugt með skæru, hvítu Ijósi. b. Á fjögramannafari skulu vera þrjár árar, framsegl, fokka og klífir, en sex- mannaför eða stærri skulu hafa minst fjórar árar. c. Akker eða dreki með minst 9 feta keðju og 50 faðma löngu 1% „Man- illa“-tógi d. Einnig skal fylgja hverjum bát 2 blikk- fötur, rekakker og kompás. e. Félagið litur svo á, að loftkassa geti ekki komið til mála að setja í minni bát en 3 smál., vegna rúmleysis. f. 1 bátum skal vera tvöfalt framstefni og gegnumhnoðaður minst annarhver bandanagli og „krikkja“ í barka með augabolta til þess að festa í hanafæti. Reglur um skoðun báta félagsmanna. 1, gr. Félagið kýs sér tvo menn sem skoða báta félagsmanna, að þeir séu þannig út- búnir, sem reglugcrðin mælir fyrir: Skal annar þeirra hafa þekkingu á bátasmíði, en hinn vera vanur formaður á opnum bát- um, og ber bátaeiganda að greiða 3 kr. til skoðunarmanna. 2. gr. Skoðun skal fram fara eftir ósk hlut- aðeiganda, er liann telur sig tilbúinn vera í fyrsta sinn á árinu. Að lokinni skoðun skulu skoðunarmenn gefa út vottorð, að viðlögðum drengskap, um ásigkomulag bátsins. Hafi bátur og útbúnaður reynst svo sem lög félagsins mæla fyrir, gildir vottorð þetta sem haffærisskirteini, og skal það jafnan lagt fram er lögskráð er á báta félagsins. Þessi félagsskapur ætti að verða til bend^ ingar þeim, sem mótorbáta eiga eða ætla að eignast annarsstaðar á landinu. Vonandi fær „Ægir“ tækifæri til að birta hvernig fyrirtæki þessu reiðir af, því það virðist á góðum grundvelli bygt og raá því vænta góðs af því, þótt stofn- að sé á örðugum tímum hvar sem litið er. Eins og áður getur í „Ægi“, 11. tbl. . 192(5, þá fer reglugerð skipaskoðunar- innar ekki út í það, hvernig útbúnaður opinna róðrarbáta, sem mótor hafa, skuli vera, sem stafar af því, að þegar hún var

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.