Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1927, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1927, Blaðsíða 24
ÆGIR 40 þori líka að fullyrða að innan deildanna hefir hvergi hér norðanlands hólað á tog- streitunni um kaupgjald og annað þess háttar, sem stundum hefir reynst viðsjált sker og hættulegt sundrunarefni, svo engan þarf þetta að fæla frá félagsskapnum. Ég legg með þessari skýrslu minni eftir- fylgjandi plögg svo sem venja hefir verið til um áramótin undanfarið. 1. Sundurliðaða fiskiskýrslu úr umdæm- inu, eftir því sem mér er skýrt frá, og ég veit réttast. 2. Yfirlit yfir tölu skipa og báta við þorskveiðar á vertíðinni, eins og þau hafa verið talin flest. 3. Skrá yfir deildir, formenn þeirra, fé- lagatal og skattgreiðslur. 4. Skilagrein fyrir „Ægi“ og Sjómanna- almanaki 1926, og endursendi með fyrsta skipi óseld eintök. 5. Ferðakostnaðarreikning yfir árið. 6. Aðalreikning yfir viðskifti mín og Fiskifélagsins liðið ár. Skýrslu þessa og tilheyrandi plögg vænti ég að geta sent með fyrsta landpósti þ. á. Árna ég svo Fiskifélaginu og stjórn þess heilla og hamingju á nýbvrjuðu ári. Svalharðseyri, 2. jan. 1927. Páll Hnllclársson. Skýrsla Erindreka Austfirðingafjórðungs, frá 1. júlí til 1. október 1926. Aflabrögð þetta tímabil voru í góðu með- allagi, samtals rúm 9 þús. skpd. Fiskur- inn var yfirleitt heldur srnár, því þá er mestur smá-mótorbátar og árabátar útveg- ur rekinn hjer eystra, alla leið frá Stöðvar- firði norður á Langanes. Mótorbátar stærri, eru allir hættir á syðri fjörðum fyrir sunn- an Gerpir. Fiskur er þá enginn orðinn á djúpmiðum á þeim slóðum. Fiskiþunginn er mestur á þessu tíma- bili norðurfrá, norður á Héraðsflóa og norður undir Langanes, enda öfluðu smá- bátar mikið betur á svæðinu frá Gerpir til Langaness, en fyrir sunnan Gerpir. Síldveiði byrjaði hér eystra siðari hluta júlí, og mátti segja að nálega fyltust allar vikur og firðir frá Langanesi og suður á Berufjörð af sild. Síld þessi var yfirleitt smá. Hefðu menn hjer á fjörðunum verið vel útbúnir með net og nætur, hefði eflaust mátt veiða svo tugum þúsundum tunna skifti, en því miður voru öll slík veiðar- tæki sem til voru, mjög léleg, svo fáir áttu nokkur net sem að gagni voru. Sem dæmi upp á hvað sildin var mikil fyrst þegar hún kom hér í fjörðinn, er það að tveir inenn fengu í 5 net, milli 70—80 tunnur á sólarhring. Þessi síldveiði hjálpaði útgerða- mönnum sem net áttu, yfirleitt mjög mikið til að ná sér í beitusíld með, tiltölulega litlum kostnaði. Hér á Seyðisfirði var saltað til útflutn- ings um 700 tunnur, á Reyðarfirði og Eski- firði um 7500 tunnur og á Fáskrúðsfirði um 900 tunnur. Þar að auki var saltað dá- litið af netasild á Mjóafirði og Norðfirði. Verð á fiski var orðið fastara. Fyrir salt- fisk stóran var greitt 32—34 aura kílóið, og fyrir smáfisk 20—24 aura kilógr. á þurrum fiski var ekki enn komið neitt á- kveðið verð. Færeyiskar skútur seldu dálítið af fiski hjer á Seyðisfirði og Norðfirði fyrir ofan- greint verð. Þess skal getið að Færeyingar sendu til Færeyja í Ágúst frá Norðfirði um 500 smál. af saltfiski, sem þar var umskip- að úr fiskiskútum í flutningaskip er þeir höfðu þar. Fiskur sá, var mér sagt af toll- heimtumanni, að kæmi ekki til greina á út-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.