Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Síða 34

Ægir - 01.08.1932, Síða 34
212 ÆGIR land einhver þýðingarmesti áfangastað- urinn. Og með því að koma við bæði í Grænlandi og Islandi, verður ekkert flug yfir haf lengra en 750 km. Flugvélarnar, sem notaðar verða eru mjög litlar, aðeins fyrir einn mann, og geta tekið bensín fyrir l1/4 kl.st. flug. Athuganirnar sem gera á í loftinu hér eru þessar: Athuga hita, rakastig ogloft- þrýsting, loftstrauma og skýjafar. Vísindamennirnir, sem ætla að hafa vetrarsetu á Snæfellsjökli, hafa átt við mikla örðugleika að stríða, við flutning upp á jökulinn og 25. ágúst, eru þeir aðeins komnir upp á jökulháls með far- angurinn. Veldur því þoka og illviðri á há-jöklinum. Víkingaskipið Roald Amundsen. Skip þetta hafnaði sig um hádegi 23. ág. og lagðist við steinbryggjunahér í bæ, að morgni þ. 24. Þá var mönnumgefinn koslur á að skoða skipið gegn gjaldi. Það fór frá Noregi síðla sumars 1929 og hefur verið á ferðalagi siðan, en ekki er Ægi kunnugt, þegar þetta fer íprent- un, hvernig það ferðalag hefur verið. Mun skipstjóri Folgerö skýra frá því síðar, í fyrirlestri sem hann ætlar að halda hér í bæ. Skipið sjálft er fremur lítið, og til að sjá létt og mun fara vel í sjó. Lagið er líkt, eða eins og við víða sjáum á myndum, af vikingaskipum, stefni hátt með drekahöfði, en að mörgu leyti mun búnaður skipsins öðruvísi en formi skipanna. Skip þetta hefur t. d. mótorvél, áttavita og skipstjóri veit að til er misvísun; sömuleiðis er eldavél í því og ekki má gleyma sjókorti. Sumir telja, að skipið hafi farið kringum hnött- inn, en svo er ekki, en sem áður er get- ið, er Ægi ókunnar siglingaleiðir þess, en fær máske síðar tækifæri til aðskýra frá þeim. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1932. Nr. 5. 13. Hafnarnesvitinn (nr. 76) við Fáskrúðsfjörð er kominn í lag og sýnir stöðugt Ijós með myrkvum (sbr. a. f. s. 1931, nr. 11, 30). 14. Ljós- og hljóðduflið á Valhús- grunni hefir verið lagt út aftur. 15. Varðskipið »Fylla« tilkynnir, að fundist hafi 6 m dýpi 700 m beint norð- ur af IVordfjaröarhorni (h. u. b. 65° 10'4 n.br., 13° 31'2 v.Igd.) og 15 m dýpi 1100 m í stefnu 306° frá Horninu (h. u. b. 65° 10'3 n.br., 13° 32'3 v.lgd.). — Áður hefir orðið vart við grunnbrot milli Noröfjarðar- horns og Reykjaboða á h. u. b. 65° 10'8 n.br., 13° 30'v.lgd., (sbr. augl. 1931, 12, 33) og er því talið varhugavert að fara þar á millí þegar mikið er í sjó, og einkum að fara grunnt fyrir Norð- fjarðarhorn að norðan og vestan. Gömul skip úr sögunni. Iíúffinu vChrisiienaa var sökkt um miðjan júlí. Gamla hvalveiðabátnum »Nora« var sökkt fyrir innan Geldinganes hinn 5. ág. og »Ástu«, sem um eitt skeið var eign hr. Óskars Halldórssonar, var sökkt nálægt Geldinganesi, 13. ág. Skipin voru orðin svo úr sér gengin, að viðgerð svaraði ekki kostnaði. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmiSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.