Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1955, Síða 8

Ægir - 15.09.1955, Síða 8
230 ÆGIR Þjóðlrú ®«f fiskisögur frá ýmsum löndum í norska blaðinu „Fiskaren“ birtist nýlega grein eftir Otto Ludwig uni þjððtrú og hjátrú meðal fiskimanna i ýmsum löndum. Er það, sem hér fer á eftir, tekiö úr þeirri grein, en auk þess bætt við tveim stuttum frásögnum úr Þjóðsögum Jóns Áma- sonar. Zeus Faber er latneskt heiti á makríl- tegund, sem á Norðurlöndum er þekkt und- ir nafninu Pétursfiskur. Hann lifir eink- um í Miðjarðarhafinu, en flækist st'undum allt norður til Noregsstranda. Hann er með svarta bletti á báðum síðum, sem líkjast fingraförum. Sú saga er sögð á Norðurlöndum um þessa bletti, að þeir séu fingraför Símonar Péturs. Síðan heitir fiskurinn Pétursfiskur. Ýsan er með sams konar bletti og segir svo um tilkomu þeirra í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér, og varð fyrir honum ýsa. Hann tók undir eyruggana og sér þar síðan svarta bletti á ýsunni; það eru fingraför djöfsa. Ýsan tók þá viðbragð mikið, og rann úr klóm kölska, og er þar svört rákin eftir á ýsunni, sem klær hans strukust um báðum megin á hliðunum". Meðal fiskimanna í Yorkshire á Eng- landi lifir önnur saga um blettina á ýs- unni. Djöfullinn ákvað eitt sinn að byggja brú yfir Filey. Hann gerði það ekki íbú- unum til þægðar, heldur til að tefja sigl- ingar, einkum ferðir Yorkshirefiskimanna. Meðan hann vann að brúarsmíðinni missti hann hamar sinn í sjóinn. Hann kafaði með höndina á eftir hamrinum, en greip í staðinn um ýsu, og eru síðan blettir á ýsunni eftir svarta fingur hans. Gamlir sjómenn kunna margar sögur af þessu tagi. í norrænni goðafræði er saga um það, að laxinn hafi fengið rauða lit- inn eitt sinn er eldur kviknaði á himni. Goðin brugðu skjótt við og slöngvuðu log- unum í sjóinn. Laxinn var banhungraður og gleipti eldinn og síðan er kjöt hans rautt. Stirtlan á laxinum er grönn; til skýringar á því er sú saga, að eitt sinn er Loki var á flótta undan Ásum hafi hann breytt sér í lax. Þór náði taki á stirtlunni og kreisti fast! Síðan er stirtlan á laxinum grönn. Arabiskir fiskimenn kunna sögu um það, hvers vegna lúðan og annar flatfisk- ur er brúnn á bakinu og hvítur á kviðn- um: Eitt sinn var Móses að steikja sér lúðu. Hann hafði aðeins lokið við að steikja hana öðrum megin, þegar eldurinn slokn- aði. Reiddist Móses þá og fleygði lúðunni í sjóinn. Þó að lúðan væri hálfsteikt, lifn- aði hún við — og síðan hafa allir afkom- endurhennarveriðgrábrúnir öðrum megin. Nokkuð eimir enn eftir af hjátrú meðal fiskimanna. í Norfolk á Englandi trúa sjómenn því, að fló boði fiskisæld. Um þetta sagði gamall fiskimaður frá Cromer: „Ef lítið er um flær í skyrtunni minni að morgni, verður lítil síldveiði þann dag. En sé skyrtan krök af fló, verður mikil veiði“. Otto Ludwig segir frá því, að eitt sinn er hann dvaldi í sumarleyfi í Drjúgbakka, sem er kaupstaður við Oslof jörð, hafi hann búið hjá sjómannsfjölskyldu. Einn morg- un, þegar sjómaðurinn var á leið niður að bátnum sínum, tók að rigna. Ludwig þótti undarlegt, að maðurinn skyldi ekki snúa við til að fá sér skjólföt, því að útlitið var vætulegt. En konan hans sagði honum þá, að sumir sjómenn vildu ekki snúa við eftir að þeir væru lagðir af stað niður að bátn- um. Geri þeir þa$, verði fiskilaust þann daginn! Sú saga er sögð frá Preston í Lanca- shire á Englandi, að fiskimennirnir þótt- ust hafa sannreynt, að afli væri alltaf beztur á sunnudögum. Kirkjusókn lagðist

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.