Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1955, Side 9

Ægir - 15.09.1955, Side 9
Æ GIR 231 því af hjá þeim. Presturinn þrumaði í stólnum gegn þessu ókristilega athæfi og bað þess að aflinn brigðist á sunnudög- um. Að því kom, að prestur hlaut bæn- heyrzlu, en fiskimennirnir voru ekki af baki dottnir. Þeir létu gera margar teikn- ingar af presti, hengdu þær upp í reyk- háfana hjá sér, og viti menn: Þegar mynd- irnar voru orðnar svartar af sóti, glædd- ist sunnudagsveiðin að nýju! Sjómenn á Norðurlöndum trúðu því einu sinni, að gott verð mundi fást fyrir afl- ann, ef þeir gæfu ketti fyrsta fiskinn, sem þeir létu á land. Einnig var það talið væn- legt til veiði að skyrpa upp í fyrsta þorsk- inn sem veiddist á vertíðinni og bíta sporð- inn af fyrstu síldinni! Fiskimenn höfðu — og hafa raunar enn — ýms teikn til að glöggva. sig á veðri. Það var talið boða storm, ef veiðibjalla sást fljúga til lands. Og ef megna lykt lagði af þanginu í fjörunni var von á rigningu. Áður en veðurfræðingarnir komu til sögunnar notuðu suroir sjómenn skemmtilega aðferð til að spá um veður. Þeir þurrkuðu sænál, sem er örmjór en langur fiskur, og pressuðu hana flata. Því næst bundu þeir í hana langt konu- hár og hengdu hana upp í stofuloftið hjá sér. Þegar loftið varð rakt, vatt hárið upp á sig og sænálin snerist. Var þá von á stormi úr þeirri átt, sem snjáldrið vísaði. Fiskimenn hafa löngum tekið mark á draumum sínum. Skozkir sjómenn trúðu því, að ef þá dreymdi lát skyldmennis, boðaði það vont veður. Að dreyma hvítt, t. d. snjó, brimlöður eða hvítan þvott, boðaði góða veiði. Svartur sjór eða útfiri boðaði óhapp. Fátt er gömlum sjómönnum eins illa við og að stolið sé úr bát þeirra. Það er ekki einungis gremjan yfir því að missa dýrmæt tæki eða veiðarfæri, heldur er það trú þeirra, að þjófarnir taki einnig með sér veiðilán bátsins. Góður siður ríkti fyrir eina tíð á eynni Mön. Sjómönnum var þar uppálagt að segja félögum sínum á öðrum bátum ef þeir fundu góð mið. Það var sem sé litið á fiskinn sem guðs gjöf, er allir sjómenn á eynni ættu hlutdeild í. Ef sjómaður vanrækti að láta félaga sína vita um góða veiði, var honum refsað með fangelsi og allt að 40 skildinga sekt! Bezt er að slá botninn í þessa sundur- lausu frásögn af þjóðtrú í sambandi við fisk og fiskiveiðar með stuttri fiskisögu úr þjóðsögum Jóns Árnssonar: „Einu sinni gekk Jesús Kristur með sjó fram og sánkti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn, og af því varð rauðmaginn. Þá hrækti og sánkti Pétur í sjóinn, og af því varð grásleppan, og þykir hvort tveggja gott átu, og rauðmaginn jafnvel herra- mannsmatur. Djöfullinn gekk í hámóti á eftir þeim með sjónum og sá, hvað fram fór. Hann vildi þá ekki verða minnstur, og hrækti líka í sjóinn, en úr þeim hráka varð marglyttan, og er hún til einskis nýt“. Sumarsíldveiðin við Norður- og Austurland 1955 Nú eru liðin 4 ár síðan skýrsla um sum- arsíldveiðina norðanlands hefur verið birt í Ægi. Ýmsir hafa haft orð á því, að þeir söknuðu skýrslunnar og þykir því rétt að hefja birtingu hennar á ný. í sumar stunduðu 132 skip veiðar fyrir Norðurlandi, 21 með herpinót og 111 með hringnót. Afli skipanna er færður eftir tilkynningum þeim, sem Fiskifélagið fær vikulega frá síldarútvegsnefnd, síldar- verksmiðjum og frystihúsum. Ekki má gera kröfu til þess, að aflamagn það, sem á skýrslunni er greint, sé hárnákvæmt, ýmsar ástæður liggja til þess að svo get- ur ekki verið, en yfirleitt mun það mjög nærri sanni. Sama er að segja um verð- mætið, en það er reiknað með því verði, sem auglýst var í byrjun vertíðar. Skip- unum er raðað eftir aflamagni, umreikn- uðu í mál (135 kg.). Röðin verður að sjálf- sögðu önnur, ef miðað er við aflaverð- mætið. Skýrslan hefst á næstu stíðu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.