Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 10
92 Æ GIR r------------------—— -------------- Erlendar fréttir j —--------------------------------—„t Frú itantnörku FiskveiSarnar 1955. Það sem hér fer á eftir er tekið úr ára- mótagrein í danska blaðinu „Vestkysten” eftir Dinesen ráðuneytisstjóra: f stuttu máli má segja, að árið 1955 hafi verið hagstætt danskri útgerð. Aflinn var meiri en árið áður og verðið yfirleitt hag- stætt. Fiskveiðarnar hafa fært landinu talsverðan erlendan gjaldeyri. En með bessu er ekki sagt, að útgerðin hafi ekki átt við ýmsa örðugleika að etja. Við skulum fyrst athuga aflabrögðin. Heildai-aflinn á árinu nam 419.000 lestum og seldist fyrir 250 millj. danskra króna; er það 66.000 lestum og 29 millj. kr. meira en árið áður. Aukningin hefur verið bæði á neyzlufiski og fiski til verksmiðju- vinnslu. Framleiðsla á neyzlufiski jókst um 8000 lestir og 14 millj. króna að verðmæti, og á verksmiðjufiski um 58.000 lestir, 15 millj. króna að verðmæti. Um afla einstakra tegunda er það að segja, að hann jókst á öllum tegundum nema rauðsprettu, en hann varð 8000 lest- um minni en árið áður, en það ár hafði rauðsprettuaflinn einnig farið minnkandi. Á hinn bóginn var verðlag á rauðsprettu hækkandi á árinu, þannig að heildarverð- mætið varð 2 millj. d. kr. meira en 1954. Mest hefur aflaaukningin orðið á þorsk- veiðunum, um 5000 lestir og á makríl um 3000 lestir. f Esbjerg komu á land um 10.000 lestir af rauðsprettu að verð- mæti 16 millj. d. kr. Er það 2000 lestum minna en árið áður; aftur á móti jókst borskafli Esbjergflotans um 2000 lestir. Fiskur lagður á land í Esbjerg nam alls 120.000 lestum að verðmæti 47 millj. d. kr., á móti 94.000 lestum að verðmæti 37 millj. d. kr. árið áður. Þar af fóru til vinnslu í verksmiðjum 102.000 lestir að verðmæti 22 millj. d. kr„ á móti 76.000 lestum að verðmæti 16 millj. d. kr. 1954. Er sú aukn- ing að langmestu leyti trönusíli og sandsíli, en af þeim veiddust um 30.000 lestir, sem er þrefalt meira en árið áður. Neyzlufiskurinn á árinu nam 67.000 lestum, þar með taiin skeldýr, og er það 10.000 lestum meira en 1954. Mest er aukningin á þorskflökum, sem námu alls 38.000 lestum. Niðursuðuverksmiðjurnar tóku 1000 lestum meira en árið áður, en reykhúsin svipað. Fiskimjölsframleiðslan á árinu nam 43.000 lestum á móti 35.000 lestum árið áður, og síldarlýsisframleiðslan 19.000 lestum á móti 11.000 árið 1954. Ýmislegt bendir til, að lýsis- og mjölframleiðslan bafi náð hámarki, í bili að minnsta kosti. Frú Vrircrj/ Saltfiskframleiðslan 1955 í „Norges handels og sjöfartstidende” frá 6. janúar er grein um saltfiskfram- leiðslu Norðmanna á síðastliðnu ári. Þar segir m. a. að heildarframleiðslan hafi numið 41.000 lestum, eða 1500—2000 lest- um meira en árið áður. Aflinn skiptist þannig milli veiðistöðva: 6500 lestir frá Finnmörk, 9500 lestir frá Troms, Lófót og Vesterálen, 6000 lestir frá togurum, 12.500 lestir frá línuveiðurum við Grænland, Island og Bjarnarey, en 6500 lestir er ufsi og annar fiskur veiddur á djúpmiðum. Heildarverðmæti saltfisks- ins er áætlað 110—120 millj. norskra kr. Segja má, að sala og útflutningur á ár- inu hafi gengið vel. I lok september höfðu verið fluttar út 29.000 lestir, en á sama tíma 1954 25.800 lestir. Verðlag fór einnig heldur hækkandi á árinu. Talsverð breyting varð á útflutningi til einstakra markaðslanda. Árið 1954 keypti Brasilía 51% af allri saltfiskframleiðslu landsins, en í ár fóru þangað 60%. Þessi aukning á hlutdeild Norðmanna í saltfisksölunni til Brasilíu mun að veru- legu leyti mega þakka sérstöku ástandi, sem ríkir í gjaldeyrismálum landsins. I

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.