Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 4

Ægir - 01.04.1956, Blaðsíða 4
86 ÆGIR afli í róðri varð 16 lestir 6. marz. Á sama tímabili í fyrra varð afli 4 báta 101 smál. í 17 róðrum. Eyrarbakki. Frá Eyrarbakka reru 4 bát- ar með línu. Gæftir voru slæmar; flest farnir 3 róðrar. Mestur afli í róðri varð 6. marz 12.3 lestir. Afli bátanna á þessu tímabili var 65 lestir í 10 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var afli 5 báta 68 lestir í 14 róðrum. Þorlákshöfn. Frá Þorlákshöfn reru 7 bátar; þar af voru 6 með línu en 1 með net. Gæftir voru fremur slæmar; flest hafa verið farnir 6 róðrar. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru: Þorlákur með 61 lest í 6 róðrum og Gissur Isleifsson með 60 lestir í 6 róðrum, báðir með línu. Heildar- afli bátanna á þessu tímabili var 312 lestir í 40 róðrum (óslægt). Á sama tímabili í fyrra var heildarafli 6 báta 650 lestir í 70 róðrum. Grindavík. Frá Grindavík reru 20 bátar með línu. Gæftir voru fremur stirðar; flest voru farnir 9 róðrar. Afli bátanna á þessu tímabili var 980 lestir (slægt) í 110 róðr- um. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru Hafrenningur með 76 lestir í 8 róðrum og Þorgeir með 64 lestir í 9 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var heildarafli 18 báta 1554 lestir í 159 róðrum. Sandgerði. Frá Sandgerði reru 17 bátar með línu. Gæftir voru sæmilegar; flest farnir 9—10 róðrar. Mestur afli í róðri varð 6. marz, 17 lestir. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru: Guðbjörg . .. með 97 lestir í 10 róðrum Víðir ....... — 96 — í 10 — Muninn .... — 95 — í 10 — Heildarafli bátanna á þessu tímabili var 1098 lestir í 143 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var afli 17 báta 1456 lestir í 145 róðrum. Keflavík. Frá Keflavík reru 49 bátar, þar af voru 40 með línu, en 9 með net. Gæftir voru sæmilegar; voru almennt farnir 9 róðrar, en flest 10. Mestur afli í róðri varð 15. marz, 17 lestir. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voru: Kópur ........... með 90 lestir í 10 róðrum Bjarni ........... — 80 — -9 — Hilmar ........... — 67 — -10 — Steinunn gamla — 64 — - 9 — Heildarafli bátanna á þessu tímabili var 2.385 iestir í 434 róðrum; þar af er afli netjabátanna 356 lestir í 86 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var afli 43 báta 2715 lestir í 372 róðrum. Hafnarfjöröur. Frá Hafnarfirði reru 23 bátar, þar af voru 18 bátar með línu en 5 með net. Flest voru farnir 9 róðrar en al- mennt 8. Afli bátanna á þessu tímabili var 723 lestir í 167 róðrum og lögnum, þar af var afli netjabátanna 173 lestir í 33 lögn- um. Aflahæsti bátur á þessu tímabili var Hafbjörg (lína) með 50 lestir í 9 róðrum. Á sama tímabili í fyrra var afli 21 báts 963 lestir í 137 róðrum. Reykjavík. Frá Reykjavík reru 23 bát- ar, þar af voru 8 bátar með línu, 12 með net og 3 voru á útilegu með línu. Gæftir voru stirðar og afli misjafn. Flest voru farnir 8 róðrar. Afli línubátanna var um 300 lestir í 56 róðrum, afli útilegubátanna var um 110 lestir en afli netjabátanna um 350 lestir. Þar af hafa tveir bátanna aflað um 240 lestir. Aflahæstu bátarnir voru Arnfirðingur og Helga með 120 lestir hvor í net. Heildaraflinn á þessu tímabili var um 760 lestir. Á sama tíma í fyrra nam afli 25 báta 1200 lestum í 180 róðrum. Akranes. Frá Akranesi reru 21 bátur með línu; voru flest farnir 11 róðrar, en almennt 10. Mestur afli í róðri var 6. marz 13 lestir. Aflahæstu bátar á þessu tímabili voi-u: Höfrungur með 81 lest í 11 róðrum og Guðmundur Þorlákur með 80 lestir í 11 róðrum. Afli bátanna á þessu tímabili var 1316 lestir í 213 róðrum. Á sama tíma í fyrra var afli 19 báta 1640 lestir í 156 róðrum. Sandur. Frá Sandi reru 5 trillubátar, afli þeirra nam á þessu tímabili 28 lestum í 23 róðrum. Rif. Frá Rifi reru 6 bátar með línu. Gæftir voru fremur stirðar en afli sæmi- legur. Afli bátanna á þessu tímabili var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.