Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1973, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1973, Blaðsíða 18
sitt í hvorum enda, og kemur þá 21 fet af bolslínu á 20 feta fiskilínu. Enda þótt slakinn sé ekki nema eitt fet, þá verður furðulega mikill munur á þessum tveimur línum. Benzlað er síðan við þriðja hvern áfellingarmöskva á bolslínunni. Fyrst er fundin miðja beggja línanna, fiskilínunnar og bolslínunnar, og síðan taldir frá kvart- möskvunum þrír áfellingarmöskvar þar til komið er næst miðjunni þannig talið og þar byrjað. Nú eru bugtirnar orðnar tvær næstum jafnar og þær eru síðan helming- aðar aftur með bráðabirgðarbenzlum, þar sem vel er hugsanlegt að þau reynist ekki á nákvæmlega réttum stað. Enn eru svo þær bugtir, sem þegar eru komnar, helmingaðar og þess er gætt að benzlað sé í þriðja hvern áfellingar- möskva. Þeim benzlum, sem þá er eftir að setja er auðvelt að finna stað, en ef fjöldi áfellingarmöskvanna á bolslínunni er sá, að þeir ganga ekki alveg upp með benzlum í þriðja hvern möskva, þá verður að bæta við einu benzli við vængendann, því að þar kemur slíkt aukabenzli ekki að sök. Það kemur í ljós, þegar um rifinn undirvæng er að ræða, að þetta er rétt aðferð. Það, sem fyrst og fremst þarf að muna við að festa línur á vængi er að byrja alltaf við kvartinn og fika sig frameftir vængnum. Það er einnig nauðsynlegra að gæta þess að millibil öll séu sem nákvæmust í nánd við miðju vörpunnar, vegna þess, að það er sá hluti hennar sem veiðir fiskinn. Vænglínumar. Þá er næst að fixa vænglínurnar, sem þræddar eru í gegnum vængendamöskv- ana við fiskilínuna og þá um leið tengja fiskilínuna við höfuðlínuna. Til þessa er notuð 1 tommu lína að ummáli, hún er splæst utanum augnsplæs fiskilínunnar og Varpan í því ástandi sem hún er, þegar nú er farið a'ð setja á liana línumar. Til vinstri: heildar- mynd án flota eða fótreipis. Að ofan til hægri: Einstakir hlutar belgbyrðisins. Þýðing orða í myndinni: Top wing — toppvængur; headline — höfuðlína; wingends — vængendar; lower wing — undirvængur; fishing line — fiskilína; view A — sjónarhorn A; looking into the mouth of the trawl — horft inn í trollkjaftinn; batings — efra belgbyrði; squa/re — skver; bellV' bosom — belgbússum; selvedge rope — leisislína; belly ropes seized to selvedge ropes —- belglínur tengdar leisislínum; rope sliglitly tighter than meshes — línan aðeins strengdari en netið; quarter mesh staple ■—- áfellingarmöskvi við kvartinn; lower wing bolsh — bolslínan á undirvæng; fishinO line lVs manilla fixed to bolsh by settings — fiskilínan fest við bolslínuna; bolsli hangs in to forni biglits — þannig á bolslínan að mynda bugtir; fix with settings at every third staple — benzlað 1 þriðja hvern áfellingarmöskva; centre of fislving line — miðjan á fiskilínunni; centre of bolsh — miðjan á bolslínunni; principle of setting out bolsh on line — grunvallaratriði við að festa bolslinu við fiskilinu. 118 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.