Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.1973, Blaðsíða 24
stuttu millibili. Töluraðir þess- ar gefa til kynna tvær línur á Loran C korti, og með því að finna skurðpunkt línanna fæst staðarákvörðun skipsins. Ef staða skipsins breytist, koma fram nýjar tölur á myndfletinum. Loran C stöðvarnar vinna saman í svonefndum keðjum, og er 1 aðalstöð (master) í hverri keðju og ákveðinn fjöldi þjónustustöðva (slave), en f jöldi þeirra er 2—4. Fyrir haf- svæðið umhverfis ísland, sjá mynd 2, eru tvær keðjur, sem hægt er að nota: SL 7 með aðalstöð á Grænlandi og þjón- ustustöðvar á Snæfellsnesi og Færeyjum; SL 3 með aðal- stöð í Færeyjum og þjónustu- stöðvar á Snæfellsnesi og Jan Mayen. Umboðsmaður Simrad er Friðrik A. Jónsson. ERLENDAR FRÉTTIR Enn eitt ofveiði- vandamálið á norðurslóðum Síðast liðið sumar var kall- að saman þing manna á At- lantshafsströnd Bandaríkj- anna til að fjalla um ofveiði á humar úti fyrir ströndinni. Peter G. Peterson, ráðuneytis- stjóri í verzlunarmálaráðu- neytinu sagði við þetta tæki- færi m. a.: —- Það er orðið aðkallandi fyrir þau ríki Bandaríkjanna, sem hér eiga hlut að máli, að fara að athuga sinn gang í þessum efnum og reyna að koma á fót einhvers konar samræmdu stjórnunarkerfi fyrir humarveiðar bæði við ströndina og á djúpmiðunum úti fyrir henni. Bandaríski humarinn er mikilsverðasta sjávarfang allra þeirra teg- unda sem veiddar eru við bandarísku ströndina sem liggur að Atlantshafi. Þróunin er uggvænleg. Þrátt fyrir mikla aukningu fjölda humarveiðimanna undanfarið, hefur heildaraflamagnið ekki farið yfir 29 milljónir punda (13.250 tonn) að þunga, síðast liðin 20 ár. Þetta ástand hef- ur leitt til þess, að vetur er leið varð verðið á humarhöl- um allt að 12 dollarar pundið. Þetta jafna heildarveiðimagn byggist á síaukinni sókn og það getur leitt til þess, sem þegar reyndar er orðin stað- reynd, að þeim fiskimönnum fjölgi stöðugt, sem sæki á dýpri mið. Við þá sókn getur það átt sér stað, að fiskimenn- irnir hrófli um of við humar- lirfunni á þessum djúpsvæð- um og hreyfingum hennar í átt til strandar með straumi og þá um leið taki fyrir aukn- ingu humars við ströndina af völdum djúpsævarrækjunnar. Það tekur humarinn 4—5 ár að ná eins punds þunga, og því er ekki enn hægt að full- yrða neitt um þessa þróun. Við búum við þá staðreynd í glímunni við ofveiði, að vera sífellt að rannsaka og endur- rannsaka stofnana og þeir hafa svo verið horfnir áður en við ákváðum að vernda þá. Það má ekki koma fyrir í þessu tilviki. Vissulega skul- um við vera vakandi fyrir því að fylgjast með nýjum upp- lýsingum um ástand stofn- anna, en við megum ekki bíða sífellt eftir nýjum og nýjum upplýsingum. Ef við gerum það, fer ekki hjá því, að hin nýja tækni og aukna sókn leiði til þess, að tekjur á fiski- mann lækki, og loks verði um eyðingu stofnsins að ræða með þeim afleiðingum, að atvinna minnkar og fólki fækkar í fjölda bæja við ströndina. Ef við komum upp einhverju stjórnunarkerfi á þessum veið- um gætum við öðlazt reynslu, sem við gætum sðíar hagnýtt okkur í öðrum greinum fisk- veiða okkar Bandaríkjamanna, en margar þeirra greina liggja nú undir þungum búsifjum af völdum stjórnleysis og hag- rænna vankanta“. FISKAFLINN I HEIMINUM Gramh. af bls. 122. þó að um þverbak keyrði árið 1972, en þá brugðust þær al- gerlega og er um kennt heit- um sjávarstraumum suður með strönd landsins. Asía: Afli Japana jókst enn verulega og eru Japanir enn næsta mesta fiskveiðiþjóð heims, næst á eftir Perúmönn- um. Innflutningur á fiski var þó meiri en útflutningur, enda eru Japanir mikil fiskneyzlu- þjóð. Neyzla á mann komst í fyrsta skipti í 6 kg á ári 1971. Sovétríkin: Fiskiskipafloti Sovétríkjanna jókst enn á ár- inu. í desember hóf „Wostok", stærsta verksmiðjuskip heims, veiðar. Wostok er 225 m á lengd og 43.400 brúttórúmlest- ir. Heimahöfn skipsins er Ily- isjovsk hjá Odessa, aðalhöfn Svartahafsfiskiflota Sovétríkj- anna. Fyrsta veiðiferðin út í Atlantshaf tók fimm mánuði- Heildarafli sovézka fiskiflot- ans var árið 1971 7,34 millj- lesta og jókst um 85.000 lest- ir frá árinu áður. 124 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.