Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.1975, Blaðsíða 8
Bjöm B. Braaten: Um þ róun fiskeldis í Noregi Fyrstu tilraunir til að ala fisk í sjó, voru gerðar árið 1912 í Noregi. Þá var reynt að ala regnbogasilung í sjó, en árangur varð ekki af því starfi. Síðan liðu mörg ár, og það var ekki fyrr en árið 1950, að reynt var á ný að ala regnboga- silung í sjó í Noregi. Nú er fiskeldi í sjó stundað nokkuð víða við strendur Noregs, iog margir álíta, að þar sé nú að þróast ný og vaxandi atvinnugrein. Afskipti stjórnvalda af fiskeldismálum voru lítil sem engin fyrstu árin, þannig að þeir sem vildu hefja tilraunir og framkvæmd- ir með fiskeldi nutu ekki fyrirgreiðslu opin- berra aðila. Flestir af þeim sem hófu fram- kvæmdir við fiskeldi höfðu litla reynslu, og aðferðir þær sem beitt var við eldið voru óhagkvæmar vegna kunnáttuleysis. í fyrstu voru gerðar eldistjarnir fyrir regnbogasilung með svipuðu sniði og gert hafði verið með góðum árangri í Danmörku, og þannig var reynt að aðlaga hina dönsku aðferð norskum aðstæðum. Mikill fjöldi af steyptum tjörnum var byggður, og oft voru þessar tjarnir þannig gerðar að hægt var að dæla í þær sjó og blanda saman sjó og fersku vatni. Þá gerðu margir tilraunir með að loka sundum eða vík- um og ala fiskinn þar, en oft gleymdist að huga að ýmsum umhverfisþáttum, eins og t. d. hvort næg endurnýjun yrði á sjónum á þess- um lokuðu svæðum, en það varð oft til þess að illa tókst til með eldið. Aðalástæðurnar fyrir því að illa gekk og starfsemin lagðist sums staðar niður voru: 1) gegnumstreymið var ekki nógu ört, 2) tjarnirnar voru ekki rétt byggðar, 3) mengun, 4) sjúkdómar, 5) ónóg kunnátta á sviði fóður- og næringar- fræði. Þá höfðu fiskeldisbændur engin hags- munasamtök til að selja framleiðslu sína og halda verðlagi stöðugu. Á árunum 1965—66 komu upp mjög mikil markaðsvandamál, og urðu þá mörg fiskeldisfyrirtæki að leggja niður starfsemi sína. Af þeim 93 fiskeldis- fyrirtækjum, sem voru starfandi árið 1960, eru aðeins 17 starfandi nú. Regnbogasilungur var eina tegundin, sem var framleidd fram til 1969, en þá hófst eldi á laxi í sjó. Árið 1971 hljóp mikill fjörkippur í fiskeldi, enda höfðu opinberir aðilar þá farið að sýna málinu áhuga og veittu fé til starfseminnar, einkum styrki til rannsókna. Árið 1973 setti norska þingið lög um fjár' veitingar, sem stuðla skyldu að stofnun físk' eldisfyrirtækja, en Fiskimálastofnunin norska hafði yfirumsjón með þessum fjárveitingum- Þá var sett á laggirnar sérstök deild við Berg- ensháskóla, sem stuðla skyldi að auknum rannsóknum á sviði fiskeldis og fiskræktar' Margar aðrar stofnanir störfuðu einnig í sam- vinnu við Bergensháskóla að því að auka sem mest þekkingu manna á þessu sviði. Þá stofu- uðu þeir aðilar sem starfa að fiskeldi hags- munasamtök árið 1970. Tafla 1 Framleiðsla á regnbogasilungi og laxi á árunnin 1962—1973. Ár Regnboga- Lax Heildar- silungur fram- alinn alinn leiðsla í fersku í sjó ísjó vatni Lestir Lestir Lestir Lestir 1962— ’66 200—600 1969 1000 1971 340 127 106 573 1972 567 202 152 921 1973 1050 144 256 1450 níl 1974 2500- -3000 1100 3600—4106 Staða fiskeidis í Noregi eins og hún er Ekki eru til skýrslur yfir það magn sem framleitt hefur verið af laxi og regnbogas1^ ungi nema fyrir síðustu árin. Eins og sja á töflu 1 jókst framleiðslumagnið stöðug 254 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.