Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1977, Síða 7

Ægir - 15.08.1977, Síða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 14. TBL. 15. ÁGÚST 1977 Efnahagsstaða fiskvinnslunnar EFNISYFIRLIT: Efnahagsstaða fiskvinnslunnar 257 p Fiskimálanefnd fnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD) 258 Fiskverð: á loðnu til beitu 261 Verð á fiskbeinum og slógi 261 S'gurður RE 4 fyrsta ís- lenska skipið sem fær 'nirad CD myndtölvu 262 ^tgerð og aflabrögð 264 F’í'amleiðsla sjávaraf- Urða 1. jan.—30. júní 1977 og 1976 269 't tækjamarkaðnum: Hreinsibúnaður fyrir dieselvélar 270 stýrisvélargerð frá Tenfjord 270 Tilkynningar til sjófarenda 271 Minningarorð: Hörður Þorsteinsson skipstjóri 272 J°n hogi Jóliannsson: Um rækjuveiðar við V.-Grænland 273 'ilögur stjórnar Fiski- eiagg Islands um til- ^Un síldveiða haustið 1977 274 n Uöff 0g reglugerðir: ' " uSerð um síldveiðar 276 ÚTGEFANDI: fiskifélag íslands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR : GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÖLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG KEMUR ÚT hálfsmAnaðarlega Um þessar mundir stendur yfir úttekt á erfiðri efnahags- stöðu fiskiðnaðarins í landinu. Vart getur hjá því farið að gera verði einhverjar þær ráð- stafanir, sem duga til að þessi þýðingarmikla starfsemi geti haldið áfram, en í hverju þær verða íólgnar er ekki vitað á þessu stigi. Orsakir þessa vanda fisk- vinnslunnar, eru af mörgum rótum runnar. Meginorsök þess almenna ástands má rekja til verðlagsþróunar í fram- leiðsluþáttum innanlands. Það hefur áður verið á það bent á þessum síðum að brýna nauð- syn beri til að taka upp efna- hagsstefnu sem miðar að því að halda þessari þróun í skefj- um. Það hefur ekki tekist nú fremur en endranær og boginn spenntur til hins ítrasta. Nú virðist sem hann ætli að bresta og taka þurfi nýja kollsteypu. Af þeim fréttum, sem berast erlendis frá er að sjá, að ekki sé að vænta frekari verðhækk- unar á fiskafurðum, heldur öllu fremur lækkunar. Upp- skeruhorfur eru góðar víðast hvar og hefur það þegar haft áhrif á verðlag fiskmjöls. Þá hefur heildsöluverð fóðurvara á Bandaríkjamarkaði farið lækkandi undanfarna tvo mán- uði eftir langvarandi tilhneig- ingu til hækkunar. Haldi þessi þróun áfram, sem líklegt má teljast, má jafnvel reikna með lækkunum á verðlagi fisk- afurða á þessum þýðingar- mikla markaði. Fari svo verð- ur kollsteypan sársaukafyllri en ella. Við höfum ekkert lært og engu gleymt. Annað atriði þessa máls eru svæðisbundnir erfiðleikar ein- stakra landshluta, sem eru af- leiðing af minna og lakara framboði hráefnis. Það er vissulega löngu orðið tímabært að móta fiskveiðistefnu sem hefur mið af skynsamlegri nýt- ingu fiskstofna, skynsamlegri nýtingu þess fjármagns og vinnuafls, sem í sjávarútvegi starfar og hefur að leiðarljósi bætta hagsæld allra. J. BI.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.