Ægir

Árgangur

Ægir - 15.08.1977, Blaðsíða 20

Ægir - 15.08.1977, Blaðsíða 20
Á TÆKJAMARKAÐIMUM Hreinsibúnaður fyrir dieselvélar. Fyrirtækið Rivenæs í Berg- en, Noregi, framleiðir búnað til þess að hreinsa sog- og út- blástursgöng, ásamt bruna- holi dieselvéla og annarra brunavéla. Aðferðin er einkaleyfis- vernduð og byggist á því að sérstökum vökva er ýrt inn í soggöng viðkomandi vélar og berst hann með fæðiloftinu inn í brunaholið og þaðan í út- blástursgöngin. Einnig er stundum komið fyrir ýri í blástursgöngum rétt framan við afgashverfilinn til þess að hreinsa hann. Samkvæmt upplýsingum frá umboðsaðila, hreinsar vökv- inn óhreinindi úr soggöngum, loftkæli og þeim hlutum afgas- hverfils, sem fæðiloftið leikur um. í brunaholi leysir hann upp steinefnaútfall og sót, og losar hugsanlega fasta bullu- hringi. í útblástursgrein losar hann um sótmyndun og stein- efnaútfall. Sé vökvinn notaður reglulega heldur hann áður- nefndum hlutum hreinum. Vökvinn er óeldfimur og skað- laus og á ekki að hafa áhrif á strokksmurninguna, auk þess inniheldur hann smurefni. Hreinsun fer fram undir venjulegu álagi án sérstakrar gæzlu. Hversu oft er hreinsað fer eftir óhreinindamagni og vélargerð. Nauðsynlegur búnaður fyrir hreinsiaðferðina er þrýsti- geymir, slöngur, lofttengi og ýrar. Ýrunum er komið fyrir á áðurnefndum stöðum og þeir tengdir geyminum rneð gúmmíslöngu. Loft undir þrýstingi er hleypt á geyminn, sem þrýstir vökvanum í gegn' um ýrana og berst hann Þa með fæðiloftinu gegnum vél- ina. I dag eru framleiddar þrjár gerðir af búnaði varð- andi þessa hreinsiaðferð, tvaer eru fluttar hingað til lands cn þær eru HS-10 og SS-25- Hreinsiaðferðin er viðurkennd af Lloyds Register of ShipP' ing. Geta má þess að 22 íslenzk skip hafa pantað eða tekið 1 notkun þennan hreinsibúnað- Umboðsaðili á íslandi er Magnús Ó. Ólafsson umboðs- og heildverzlun, Reykjavik. Ný stýrisvélargerð frá Tenf jord. Árið 1953 komu stýrisvélar frá Tenfjord fyrst á markað, og í dag eru vélar frá þessum framleiðanda, af ýmsum stærð- un og gerðum, í um 6500 skip- um frá rúmlega 40 þjóðum. A alþjóðlegu fiskveiðisýn- ingunni, sem haldin var í Þrándheimi á liðnu ári var sýnd ný gerð stýrisvélar frá Tenf jord, sem kemur á markað í ár. Einnig var stýrisvélin sýnd á alþjóðlegu skipasýning- unni, sem haldin var í Osló í maí á þessu ári. Stýrisvélin: Aðalbreytingin á stýrisvélinni er í því fólgin að nú er stýrissveifin byggð út úr kúlu, sem stýrisöxullinn gengur í gegnum. Kúlan teng- ist öxlinum með þensluhringj- um án kýls eða róar. Þegar lagt er á stýrið snýst kúlan í þar til gerðu rúmi í stýrisvélarhúsinu og myndar ásamt því aðallegu stýrisvélarinnar. Þessi lega ber uppi þunga stýrisöxuls og stýr- isblaðs, og tekur hluta af á- lagi skrúfustraumsins á stýris- blaðið. Breytt útfærsla á aðal- legu stýrisvélarinnar auðveld- ar niðursetningu hennar Þal sem nákvæm afrétting er °' þörf. Afl- og stjómkerfi: Stýri®' vélar frá Tenfjord hafa veri knúnar ýmist vélrænt og/e®'1 með handafli. Alltaf hefur vei ið ein handknúin vökvadæla upp í tvær vélknúnar vökva dælur. Þannig hafa vökvadæ ur verið allt að þrjár við sömu stýrisvélina. Hver vökvadæa hefur eigin stjórnloka og ha a lokar og dæla verið byg8’® 1 eina heild. Vélknúnu dœlurnai hafa breytilega staðsetningu 1 skipinu, en handknúna vökva dælan er alltaf staðsett 270 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.