Ægir

Årgang

Ægir - 15.08.1977, Side 22

Ægir - 15.08.1977, Side 22
t Minningarorð Hörður Þorsteinsson skipstjóri Þegar sjóvinnunámskeið Fiskifélagsins hóf- ust haustið 1973, réðst Hörður Þorsteinsson skipstjóri og kennari til félagsins ásamt Pétri H. Ólafssyni til að skipuleggja námskeiðin víðsvegar um land og til að þjálfa kennaraefni. Of langt mál yrði hér að rekja forsögu málsins og geta allra þeirra, er lögðu hönd á plóginn til að hrinda fram þessum þýðingarmikla þætti fræðslumála sjávarútvegsins. Má í því sam- bandi vísa til greinar Ásgeirs Jakobssonar í 3. tbl. Ægis 1974. Það var mikil gæfa fyrir Fiskifélagið og framgang málsins, að Ilörður skyldi takast á hendur þennan vanda. Að vísu var hann enginn nýgræðingur, þar sem hann hafði átt mikinn þátt í að undirbúa og koma til vegs sjóvinnu- fræðslu við gagnfræðaskóla í Reykjavík. Engu að síður var hér að ýmsu leyti verið að leggja út á nýjar brautir og því mikils um vert, að vel tækist til frá upphafi. Þegar nú litið er yfir farinn veg, er árang- urinn undraverður. Er það ekki sízt að þakka árvekni Harðar og ósérplægni, svo og þekkingu hans á allri sjóvinnu. Hann var og þeim hæfi- leika gæddur að geta laðað að sér unglingæ starfað með þeim og vakið áhuga þeirra og virðingu. Hörður andaðist að heimili sínu aðfaranótt 26. maí s.l. Kom fráfall hans samstarfsmönn- um hans hjá Fiskifélaginu mjög á óvart. Hann gekk þó enganveginn heill til skógar, átti við gömul meiðsli að stríða, auk þess sem hann hafði fyrir skömmu gengið undir erfiða skurð- aðgerð. Hörður fæddist í Reykjavík hinn 22. okt- 1920 og var því einungis tæplega 57 ára er hann lézt. Hugur hans hneigðist snemma að sjómennsku og var hann lengst af á togurum, þar til hann lauk prófi frá Stýrimannaskólan- um á árinu 1947 og raunar lengur eða til ars- ins 1949, að hann gerðist stýrimaður og skip' stjóri á bátum. Á árinu 1955 hætti hann a mestu sjómennsku, vegna afleiðinga gamalla meiðsla, er tóku sig upp. Gerðist hann fyrst á eftir húsvörður við Laugarnesskólann en síðar og jafnframt leið* beinandi á sjóvinnunámskeiðum Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur. Á árinu 1959 réðst Hörður að Lindargötuskólanum í Reykjavík, þar sem hann tók að sér skipulagningu sjóvinnubraut- ar og kennslu undir stjórn hins ágæta skóla- manns Jóns Á. Gissurarsonar. Að þessu start' aði hann næstu 12 ár við vaxandi orðstír. A þessu starfi var síðan byggt, er Lúðvík Jóseps- son fól Fiskifélaginu á árinu 1973 námskeiðs- hald í sjóvinnu í unglingaskólum víðsvegar um land. Hörður vann að þessu verkefni af mik1 1 elju til dauðadags — og með þeim árangrú a þessi fræðsla er orðinn fastur liður hjá fj° mörgum skólum. Við samstarfsmenn Harðar hjá FiskifélafP íslands vottum eftirlifandi konu hans VigdlS1 S. Ólafsdóttur og fjölskyldu allri samúð okkan M. EI. 272 — Æ GI R

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.