Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 16
ganga í nýjan hjúskap, heldur þurfi sérstakt leyfi til að
koma. 1 kans.br. 23. des. 1806 segir og, að manni, sem
sekur varð um hór með systur konu sinnar, sé kostur að
sækja um leyfi til að giftast henni eftir lát konu sinnar.
Um væntanleg úrslit þeirrar málaleitunar segir að vísu
ekkert í þessu bréfi. 1 kans.br. 7. júní 1823 og 23. apríl
1833 er stjórnvöldum boðið að átelja presta fyrir þá hátt-
semi þeirra að vígja menn, er sætt höfðu skilnaðardómi
fyrir hór, án þess að sérstakt leyfi væri fengið til nýs hjú-
skapar. 1 bréfi kirkju- og kennslumálaráðuneytisins 7.
mai 1856 segir og, að G, sem fengið hafði almennt leyfi
til að ganga í hjúskap eftir dóm, er hann hlaut fyrir hór-
sök, mætti ekki samkvæmt þessu almenna leyfi ganga að
eiga S, er hann hafði orðið brotlegur með, heldur þyrfti
sérstakt leyfi til þess ráðahags. Þá má hér minna á lands-
höfðbr. 16. jan. 1895 (nr. 3), sem áður er getið, þar sem
segir svo, að hjúskapur sé sjálffallinn niður við það, er
annar maki fremji tvíkvæni, sbr. N.L. 3-18-16-8, og þurfi
hinn makinn, sem á er hallað, þá ekki leyfi til þess að ganga
í nýjan hjúskap, er svo standi á.
Þegar hjónaskilnaður varð fyrir önnur atvik en hórsök,
mun það hafa verið svo í lagaframkvæmd frá siðskiptum,
að sérstaks leyfis þyrfti til að stofna til nýs hjúskapar
a. m. k. af hendi þess, er sök átti á skilnaðinum. Er að vísu
ekki vikið beinlínis að þessu í kirkjuskipaninni 1537 né
hjónabandsgreinunum frá 1587. 1 tilsk. 30. apríl 1824,
3. gr. 3 er hins vegar boðið, að gengið skyldi eftir sérstök-
um skilríkjum frá þeim, sem skilinn var og efna vildi til
nýs hjúskapar, fyrir því, að honum væri frjáls hjúskap-
urinn. Stefnandi hjónaskilnaðarmáls gat jafnan haft uppi
þá kröfu í málinu, að sér yrði dæmd heimild til að ganga
að nýju í hjúskap. Ef dómurinn féllst á þá kröfu, var dóm-
urinn að sjálfsögðu fullnægjandi skilríki í þessu sam-
bandi. Gæta skyldi þó reglnanna i tilsk. 21. des. 1831, IV,
er varða áfrýjun slíks máls. Stefndi gat hins vegar aldrei
gert slíka kröfu i hjónaskilnaðarmálinu. Hann varð að
78