Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1955, Blaðsíða 40
Það er ljóst af framangreindu, að tómlæti aðila getur á ýmsan hátt valdið réttarmissi á vörumerki. Tómlæti má og einnig valda því, að eigandi vörumerkis glati rétti sín- um til þess að hef jast handa gegn vörumerki, þótt ekki væri um deilt, að það merki sé til þess fallið, að villzt sé á því og merkinu, sem áður var skráð. Jafnvel þótt um augljósa misnotkun vörumerkis sé að ræða, er það ekki talið hag- kvæmt, að eigandi merkisins geti hafizt handa að árum liðnum. Þá hefir keppinauturinn oft kostað miklu til að kynna merkið, sem hann hefir notað. Ef atvikum er þannig háttað, má með nokkrum rétti segja, að sá, sem misfarið hefir með vörumerki annars, hafi fengið átyllu til að ætla, að hinn rétti eigandi telji í raun og veru ekki gengið á rétt sinn. Naumast verður nokkur almenn regla leidd af dómvenju um það, hve langan tíma eigandi þurfi að hafa verið tóm- látur um rétt sinn á vörumerki, til þess að rétturinn glat- ist. Séraðstæður skipta þar máli. Einkum mun þó ráða, ef keppinauturinn hefir auglýst vörumerkið eða notkun hans á því orðið lýðum ljós á annan hátt og eigandinn því fengið eðlilegt tilefni til þess að gæta réttar síns. Hjá So- og Handelsretten hafa þau orðið úrslit nokkurra dóma, að tómlæti í h. u. b. fjögur ár hefir valdið því, að sá, sem réttinn átti, glataði honum. Ekki er talið, að eigandi bjargi rétti sínum, þótt hann staðhæfi, að honum hafi verið ó- kunnugt um notkun keppinauts á merki. Hér sést bending um, að þeir, sem vilja gæta vörumerkis síns vel, verða að sýna mikla árvekni. Að lokum skal þess aðeins getið, að i Danmörku eru til lög um óréttmæta verzlunarhætti. Þau voru síðast endur- skoðuð 193.7. Áhrifa þessara laga gætir mjög í réttarfram- kvæmdinni, og þau fylla að ýmsu leyti ákvæði vörumerkja- laganna. Má í því sambandi nefna hið þekkta og mikils- varðandi ákvæði laganna um óréttmæta verzlunarhætti, að hverjum sem er sé bannað að nota nafn, firma, verzlunar- auðkenni eða önnur slík tákn, sem hann á ekki tilkall til. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.