Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1971, Side 14

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1971, Side 14
Á 3. þingi dómsmálaráðherra Evrópu, sem lialdið var í Duhlin i maí 1964, lagði austurriska sendinefndin fram ýtarlega skýrslu um þetta málefni og sérstaklega hugleið- ingar um það, irvort mögulegt væri og æskilcgt, að Evrópu- ráðið ireitti sér i þessu efni. Þessi skýrsla var að miklu leyti hyggð á grein eftir Iv. Herndl, er birtist í „Juristische Blátter“ 1962, bls. 15 og áfram. Þessi skýrsla austurrísku sendinefndarinnar fjallaði ekki eingöngu um það, hvenær ríki ætti að hlita erlendu dóms- valdi og hvenær ekki, lreldur var einnig leitazt við að finna lausn á vandamálinu um fullnustu aðgerðir gagn- vart erlendu ríki, en þar er um mjög umdeilt mál að ræða. Mörg riíki banna aðför í eigum erlendra ríkja, en sum riki leyfa hana, t. d. Belga, Italia og Sviss. í þeim ríkjum, sem leyfa slika aðför í eignum erlendra ríkja, er venjuicga gerður greinarmunur á milli eigna, sem ætlaðar eru til opinherra þarfa (Res puhlica usibus desti- nata) og verðmæta, sem notuð eru á sviði einkaréttar, og aðeins leyft að gera aðför í hinum síðarnefndu verðmæt- um. Oft er hins vegar erfitt að greina hér glöggt á milli. Þess vegna var lagt til í skýrslu þessari, að aðför skyldi ekki leyfð i eignurn erlendra ríkja, en hins vegar yrði leitazt við að ná alþjóðlegu samkomUlagi um það, að rdki fullnægðu, án þvingunar, þeirn dómum, scm felldir yrðu yfir þeirn. Sérfræðinganefnd á vegum Eivrópuráðsins var síðan fal- ið að kanna viðfangsefnið, State Immunity, og gera til- lögur í málinu. Kom nefnd þessi saman 14 sinnum á ár- ununr 1966—1970 og samdi uppkast að evrópskum sátt- mála um friðhelgi ríkja (Draft European Convention on State Immunity). Þetta uppkast verður nú sent CCJ til athugunar. Ef það verður síðan lagt fram til undirskriftar og staðfest af nægi'lega mörgum rikjum (3), verður þetta fyrsti alþjóða sáttmálinn almenns eðlis um State Im- munity, þar sem fyrrgreindur Briissell sáttmáli frá 10. apríl 1926 fjallar eingöngu um skip i rikiseigu. 100 Tímarit lögfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.