Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1977, Blaðsíða 10
Magnús Thoroddsen borgardómari: VERNDUN EINKALÍFS GEGN UPPLÝSINGATÖLVUM (DATABÖNKUM) Því hefur verið haldið fram, að með tilkomu tölvunnar eftir seinni heimsstyrjöldina hafi orðið slík bylting í hinum vestræna heimi, að til einskis verði jafnað nema iðnbyltingarinnar í lok 18. aldar. Hvort sem framtíðin á eftir að staðfesta þessa skoðun eður eigi, er það víst, að engin ein uppfinning þessarar aldar hefur haft eins gífurlega þýðingu í hinum tæknivæddu þjóðfélögum og tölvan. Má fullyrða, að á mörgum sviðum er tölvan nú orðin „conditio sine qua non“. Svo er t.d. á sviði tækni og vísinda, hernaðar og stjórnunar og síðast en ekki síst á sviði upplýsingasöfnunar og miðlunar á þeim. T.d. er talið, að í rannsóknum fari að minnsta kosti 10% af starfinu til ónýtis við að rannsaka það, sem hefur verið rannsakað áður, vegna þess að menn hafi ekki yfirsýn yfir allt það, sem gert hefur verið, nema með því móti að eiga aðgang að upplýsingum í tölvubönkum. Allt byggist þetta á því, hvílíku ógnar- magni af upplýsingum má troða í þessi tæki og leita síðan svara hjá þeim á örskotsstund við hinum flóknustu spurningum, sem tæki manns- heilann margfalt lengri tíma að vinna úr — ef hann væri þá þess megn- ugur. Þar að auki mun úrvinnsla tölvunnar vera miklu öruggari heldur en mannsheilans. Samt sem áður er tölvuöldin nýgengin í garð með sín- um stórstígu framförum og næstum óendanlegu möguleikum — bæði til góðs og ills. Þótt tæknin sem slík sé hvorki af hinu góða né illa, þá má beita henni á hvorn veginn sem er, því að: „veldur hver á heldur". Ég ætla mér að sjálfsögðu ekki þá dul að fjalla um hina tæknilegu hlið tölvunnar, því að á henni hef ég enga þekkingu. Heldur ætla ég hér að benda á, að tölvuna má misnota á fleiri sviðum en á sviði hernaðar og tortímingar. Einkalífi manna getur einnig stafað mikil ógn af mis- notkun hennar með söfnun og geymslu á hvers kyns persónulegum upplýsingum, og með óréttlátri og ósanngjarnri dreifingu þeirra til óviðkomandi aðila. Vitneskja manna um þennan eiginleika tölvunnar — að til geti verið um þá á einum stað alls kyns persónulegar upplýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.