Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1979, Blaðsíða 6
bækur, ef svo má að orði komast. Lagabækur, Ijóðmæli, heimspekirit og eldhúsrómanar, allt var lesið. Þetta leiddi til bess, að starfstíminn nýttist stundum ekki svo vel sem skyldi. Hins vegar var Bjarni hafsjór af fróðleik. Tímaskorðuð skrifstofuvinna var honum ekki að skapi. Þetta hafði í för með sér, að hæfileikar hans, gáfur og bekking nýttust þjóðfélaginu eigi svo vel sem vonir stóðu til. Bjarni var vinsæll af samstarfsmönnum sínum og þeim, er við hann skiptu, enda brást honum ekki kurteisin, en gat þó verið spaugsamur og hnyttinn í svörum ef slíkt átti við. í einkalífi sínu var Bjarni hamingjusamur og frú Jóhanna studdi hann bæði í meðbyr og mótvindi af sama kærleika. Um leið og ég færi frú Jóhönnu og börnum þeirra hjóna samúðarkveðjur mínar, kveð ég þennan forna félaga minn. Benedikt Sigurjónsson. JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON Laugardaginn 1. september s.l. lést Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. bæjarfógeti og sýslu- maður á ísafirði á 77. aldursári. Hann hafði um langt skeið átt við alvarlega vanheilsu að stríða. Jóhann Gunnar var fæddur 19. nóvember 1902 í Vík í Mýrdal. Foreldrar hans voru hjón- in Ólafur Arinbjarnarson Ólafssonar bónda og útgerðarmanns í Tjarnarkoti í Njarðvíkum og Sigríður Eyþórsdóttir Felixsonar kaupmanns í Reykjavík. Jóhann Gunnar lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1923 og kandi- datsprófi í lögfræði við Háskóla íslands 1927. Að námi loknu lagði hann stund á ýmis lögfræðistörf. Hann var um skeið fulltrúi bæj- arfógeta og sýslumanns á Seyðisfirði, í Hafnarfirði og í Rangárvallasýslu og gegndi oft embættum í forföllum hinna reglulegu embættismanna. Hann var settur sýslumaður Skagafjarðarsýslu janúar—maí 1939. Fékkst um tíma við lögfræðistörf í Vestmannaeyjum. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1. jan. 1929 til 1. mars 1938. Hann var skipaður sýslumaður Isafjarðar- sýslna og bæjarfógeti á ísafirði 2. sept. 1943. Því embætti gegndi hann í 25 ár, frá 1. okt. 1943 til 1. okt. 1968. Síðan fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist hæstaréttarmálaflutningsmaður þar 19.des. 1968. Jóhann Gunnar Ólafsson kvæntist Rögnu Haraldsdóttur trésmiðs i Vest- mannaeyjum Sigurðssonar og Kristínar Ingvarsdóttur. Konu sína missti Jóhann Gunnar 11. maí 1966. Hún var fædd 24. september 1905. Var sambúð þeirra með ágætum. Þau eignuðust fimm syni. Eru fjórir þeirra á lífi. Næst yngsti 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.