Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1981, Síða 34
Frá Lögfræðingafélagi íslands STARFSEMI LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 1979—1980 Stjórn Lögfræðingafélags íslands 1979—1980 skipuðu dr. Gunnar G. Schram, prófessor, formaður, Guðmundur Vignir Jósefsson, hrl. gjaldheimtustjóri, vara- formaður, Friðgeir Björnsson, borgardómari, Pétur Kr. Hafstein, fulltrúi, Skarp- héðinn Þórisson, hrl., Ingibjörg Rafnar, hdl og Logi Guðbrandsson, hrl. Vara- stjórn skipa Þór Vilhjálmsson, hæstaréttardómari, Hjalti Zóphóníasson, deild- arstjóri, Stefán Már Stefánsson, prófessor, Jónatan Þórmundsson, prófessor og Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl. Var stjórnin kjörin á aðalfundi hinn 19. desember 1979. Á starfsárinu voru haldnir 7 umræðufundir. Var sá fyrsti haldinn 24. janúar 1980. Björn Bjarnason, lögfræðingur flutti erindi um starfsstjórnir og valdsvið þeirra. Hinn 7. febrúar hafði Hrafn Bragason, borgardómari framsögu um efnið: Fljótvirkari og ódýrari meðferð minni háttar mála. Var einkum rætt um frum- varp, sem framsögumaður hafði samið ásamt Friðgeiri Björnssyni, borgar- dómara. Jan Mayen málið var mjög til umræðu á árinu. Hinn 13. marz héldu Laga- deild H. í. og Lögfræðingafélagið sameiginlegan fund, þar sem norski pró- fessorinn dr. Carl August Fleischer hafði framsögu um „Hafréttarleg og norsk sjónarmið í Jan Mayen málinu“. Urðu fjörugar umræður um málið og ekki síður af hálfu utanfélagsmanna en lögfræðinga. í marzmánuði flutti Shlomo Levin, nú dómari í Hæstarétti israels, framsögu- erindi á félagsfundi um efnið: Verðtrygging fjárskuldbindinga í israel. Urðu allmiklar umræður að erindinu loknu, og var m.a. borin saman reynsla ís- lenzkra og ísraelskra lögfræðinga í þessum efnum. Hinn 10. apríl var haldinn umræðufundur um frumvarp til laga um bætur vegna rýrnunar á verðgildi peningakrafna og um dráttarvexti. Framsögumenn voru höfundar frumvarpsins, Baldur Guðlaugsson, hdl. og Jón Steinar Gunn- laugsson, hrl. Hinn 16. október var haldinn fundur um efnið: Réttarreglur um eftirlit með útlendingum og framsal sakamanna. Frummælendur voru Jónatan Þórmunds- son, prófessor og Ragnar Aðalsteinsson, hrl. Loks var haldið málþing hinn 25. október. Var málþingið haldið í Skíða- skálanum í Hveradölum, og voru þátttakendur um 90 talsins. Fjallað var um 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.