Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1982, Side 22
nýtur barnabóta vegna barnsins, sjá nánar 82. gr., sbr. 78. og 81. gr. 1. nr. 75/1981. 4) Skattaívilnanir foreldra vegna barna skulu nefndar, þótt það efni sé á mörkum þess, sem hér er til meðferðar. Um barnabætur eru ákvæði í 69. gr. 1. nr. 75/1981. Bótanna njóta aðeins einstaklingar, skattskyldir samkvæmt 1. gr. 1. nr. 75/1981, enda sé barn heimilisfast hér á landi, á framfæri skattaðila og innan 16 ára aldurs á tekjuárinu. Barnabætur eru greiddar framfæranda barns að því marki sem eftirstöðvum nemur, þegar frá hafa verið dregnar greiðslur opinberra gjalda í tiltekinni forgangsröð, sjá 3. mgr. 69. gr., sbr. 7. mgr. sömu greinar. Um skiptingu barnabóta milli fram- færenda eru ákvæði í 5. mgr. 69. gr. Barnabætur koma til frádráttar álögðum gjöldum, og svipar þeim þannig til eiginlegs skattafsláttar, sbr. persónuafslátt í 68. gr. Hins vegar er vakin athygli á skyldu skattstjóra til að lækka tekjuskattsstofn gjaldanda, ef svo stendur á um barn sem segir í 2. tl. 1. mgr. 66. gr. 1. nr. 75/1981, sbr. 5. mgr. 23. gr. 1. nr. 73/1980 um lækkun á útsvarsstofni, sbr. þó einnig 1. mgr. 27. gr. sömu laga um lækkun álagðra útsvara. Samkvæmt 2. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/1980 skal fyrir hvert barn inn- an 16 ára aldurs á tekjuárinu, sem var heimilisfast hjá framfæranda hér á landi allt það ár, lækka útsvar hans um 7000 gkr. Þegar um fleiri en 3 börn er að ræða, skal útsvar framfæranda lækkað að auki um 7000 gkr. fyrir hvert barn umfram þrjú. Lækkun útsvars vegna barna skal skipt milli framfærenda eftir reglum 5. mgr., sbr. 4. mgr. 69. gr. 1. nr. 75/1981, sjá 3. mgr. 26. gr. 1. nr. 73/1980. VI. Skattlagning hjóna og sambúðaifólks. 1) 1 skatfalögum voru lengst af fyrirmæli um hreina samsköttun hjóna, eða allt frá árinu 1921 (12. og 21. gr. 1. nr. 74/1921). Raunar á samsköttun hjóna sér lengri sögu, þótt engar lagareglur þyrfti þá um hana, meðan eiginltonan var nánast réttlaus í fjárhagslegum efn- um. Veruleg breyting varð á þessu með 1. nr. 40/1978, er tekin var upp takmörkuð sérsköttun hjóna, sjá 5. gr., sbr. 63. og 81. gr. lag- anna, sjá nú sömu greinar 1. nr. 75/1981. Reglur um samsköttun sam- búðarfólks, að fullnægðum ákveðnum skilyrðum, komu fyrst í lög nr. 11/1975, 9. gr., um breyting á 25. gr. 1. nr. 68/1971, sjá nú 3. mgr. 63. gr. og 81. gr. 1. nr. 75/1981 um takmarkaða sérsköttun til sam- ræmis við þær reglur, sem gilda um hjón. 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.