Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 7
Guðrún Sigríður tækniteiknari í Reykjavík, Sigrún húsfreyja á Eskifirði gift Steini Friðgeirssyni, Sigurður námsmaður og Þuríður, sem bæði eru í heima- húsum. Enda þótt Jón Grétar kenndi fyrst sjúkdóms þess, er dró hann til dauða, fyrir allmörgum árum, vann hann ótrauður öll sín störf og hlífði sér hvergi. Það var svo síðari hluta árs 1980, að sjúkdóminn herti. Jón kom þó til starfa á ný, en gekk undir hjartaaðgerð í London vorið 1981. Enn hóf hann störf um nokkurra mánaða skeið, en smám saman dvínuðu þær góðu vonir, er við þessa erfiðu aðgerð voru bundnar. Samstarfsmenn þakka Jóni Grétari samfylgdina og votta eiginkonu, börn- um og aldraðri móður samúð. Björn Hermannsson. ÓLAFUR JÓNSSON Aðfaranótt afmælisdags síns, 27. maí s.l., and- aðist Ólafur Jónsson lögfræðingur. Hann var fæddur að Austvaðsholti í Landmannahreppi 27. maí 1923, og var því aðeins réttra 59 ára, þegar hann féll í valinn. Foreldrar hans voru hjónin Katrín Sæmundsdóttir og Jón Ólafsson bóndi í Austvaðsholti. Var Ólafur af traustum rangæskum ættum og mun honum hafa kippt í kynið. Hann brautskráðist frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið 1945. Um haustið innrit- aðist hann í laga- og hagfræðideild Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófi vorið 1951. Á því ári var hann settur fulltrúi lögreglustjór- ans í Reykjavík. Hann var við framhaldsnám við North Western University í Evanston, lllinois 1952-53 og kynnti sér nánar lögreglumál í Bandaríkjunum í framhaldi af háskólanáminu. Eftir heimkomuna hóf hann aftur störf sem fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík og hélt áfram að kynna sér lögreglumái erlendis, aðallega í Danmörku og Þýskalandi. Hefur lög- reglustjórinn í Reykjavík, Sigurjón Sigurðsson, mælt svo um, að þessar námsferðir Ólafs hafi borið góðan árangur og hafi hann flutt heim með sér ýmsar nýjungar, einkum varðandi löggæslu á sviði umferðarmála. Ólafur varð formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur 1962 og formaður Barna- verndarráðs Islands 1973. í stjórn Stúdentagarðanna var hann 1947-50 og garðprófastur 1951-52 og 1954. Um árabil frá 1963 var hann formaður Þjóð- hátíðarnefndar Reykjavíkur og sat í stjórn Hjarta- og æðasjúkdómavarna- félags Reykjavíkur. í maí 1966 var hann settur tollgæslustjóri og skipaður í það embætti 1967 og gegndi því uns hann fékk lausn frá embætti 1. janúar 1973, þegar hann réðist sem framkvæmdastjóri til Vinnuveitendasambands íslands. í desember 1980 var hann skipaður til að veita forstöðu rannsókna- 49

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.