Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 9

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Qupperneq 9
RAGNAR ÓLAFSSON Ragnar Ólafsson hæstaréttarlögmaður og lög giltur endurskoðandi var fæddur 2. maí 1906 að Lindarbæ í Holtum og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1926 og kandidatsprófi í lögfræði frá Háskóla íslands 1931. Var við framhaldsnám í Englandi og Svíþjóð 1932-1933 og í Banda- ríkjunum 1938-1939. Hóf störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga þegar eftir lögfræði- próf og starfaði þar um áratuga skeið. Setti á fót málflutnings- og endurskoðunarskrifstofu á árinu 1940 og rak hana til dauðadags. Ragnar fékk viðurkenningu sem löggildur endurskoð- andi 1942 og varð hæstaréttarlögmaður 1944. Hann átti um dagana sæti í fjölmörgum nefnd- um, ráðum og stjórnum. Ragnar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Auður Jónasdóttir. Þau slitu samvistum. Síðari kona hans var Kristín Hinriksdóttir. Hún lifir mann sinn. Þau hjón áttu fjögur börn, sem öll eru uppkomin. Ragnar lést í Reykjavík 7. júní 1982 eftir alllanga vanheilsu. Fyrst þegar ég heyrði Ragnars Ólafssonar getið var það ekki með hlýhug. Sagt var, að hann væri að hrjá og hrekja fátæk kaupfélög og kaupstjóra þeirra. Örlögin höguðu því þannig, að við Ragnar kynntumst talsvert. Við unnum saman eða vorum andstæðingar eins og verða vill. Ragnar var vel lesinn í starfsfræðum sínum. Hann var fljótur að átta sig á málum og vinsa hismið frá kjarnanum og gera sér grein fyrir því, er máli skipti. Það er aðall góðra málflytjenda og ekki síður góðra endurskoðenda. Því auk þess að vera einn af bestu lögmönnum landsins, var hann einhver besti endurskoðandinn. Hann var reikningsglöggur með afbrigðum. Ragnar Ólafsson var frekar stór maður og þykkur undir hönd. Útlit hans vakti traust og ekki síst framkoma hans. Enda var það svo, að ráðum hans og vinnu- brögðum gátu menn treyst. Ragnari var sýnt um að setja niður deilur manna. Komu þar til viturleg ráð og ekki síst mannlegur skilningur, hlýhugur og glaðsinni. Hann lagði ætíð gott til mála. Aldrei vissi ég Ragnar hrjá nokkurn mann eða hrekja, og alltaf var hann reiðubúinn til að hlaupa undir bagga með þeim, sem voru að verða undir í lífinu. Hann var einn af þeim hug- hlýjustu mönnum, sem ég hefi þekkt, og af þvf lærði ég, að orðspori er valt að treysta. Það gefur auga leið, að mjög var sótt til Ragnars. Síðari hluta ævinnar hafði hann því mikil umsvif og annir hans voru oft miklar. Hann var hamhleypa til vinnu, en samt velvirkur, sem sjaldgæft er. Þrátt fyrir miklar annir varð Ragnar aldrei þræll skrifstofu sinnar. Hann gaf sér tíma til að lesa fagurbókmenntir og spjalla við kunningja sína um annað en lögfræði og endurskoðun. Hann var mannblendinn og glaður með glöðum. 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.