Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Síða 12
um þeim, sem annars gilda um svipuð efni. Skipan efnis í fræðigrein- ina sjórétt helgast mjög af sögulegum ástæðum og því, að um efnið eru reglur í ítarlegum sérlögum, siglingalögum og sjómannalögum. Víðast hvar er efnisskipan sjóréttar mjög á sömu lund. Þó er nokk- uð á reiki hvar einstökum réttaratriðum, t.d. reglunum um sjóvátrygg- ingu, er skipað. Á Norðurlöndum er nú gerð grein fyrir reglum um sjóvátryggingu í vátryggingarétti, en meðal enskumælandi þjóða er algengt að ræða þær með sjóréttarreglum. Sjóréttur fellur ekki vel inn í fræðikerfi lögfræðinnar. Efni hans markast nefnilega ekki beinlínis af lögfræðilégum einkennum, eins og t.d. eignaréttur eða refsiréttur, heldur tekur hann til flestra réttar- reglna á ákveðnu athafnasviði, bæði reglna einkaréttar og reglna opin- bers réttar eðlis. Því hefur með réttu verið sagt, að auðvelt myndi að skipta efni sjóréttar milli annarra greina lögfræðinnar og að finna hverju einstöku atriði hans viðeigandi stað, opinbera sjóréttinum í stjórnarfarsrétti, reglunum um farmsamninga í kröfurétti, reglunum um sjóveð í eignarétti, reglunum um réttarstöðu sjómanna gagnvart útgerðarmanni í vinnurétti, reglunum um árekstur skipa og ábyrgð útgerðarmanns í skaðabótarétti o.s.frv. (Ólafur Lárusson. Sjóréttur. 2. útg. 1971, bls. 1). Enda þótt viðfangsefni sjóréttar sé fengið úr ýmsum ólíkum grein- um lögfræðinnar, er höfuðáhersla lögð á reglur sem eru einkaréttar eðlis. Einnig er nokkuð fjallað um reglur úr stjórnarfarsrétti, t.d. reglur um skráningu skipa, mælingu og öryggi, svo og lögskráningu sjómanna o.fl. Efni úr réttarfari og refsirétti er hins vegar lítið rætt, Yfirlitsgrein sú um sjórétt, sem hér er birt, var í upphafi samin fyrir safnrit um lögfræði, sem ráðgert var að gefa út. Óvíst mun, hvort það rit kemur út, en lesendum Tímarits lögfræðinga mun væntanlega þykja það fengur, að þeir eiga aðgang að stuttu yfirliti um þetta mikilvæga svið. í greininni er sagt frá því, hvað veldur sérstöðu sjóréttar, og rætt stuttlega um skips- hugtakið, ábyrgð útgerðarmanna, réttarstöðu skipstjóra og annarra skipverja, farm- og far- samninga, sameiginlegt sjótjón, árekstur skipa og björgun. Við samantekt greinarinnar var einkum stuðst við Sjórétt eftir Ólaf Lárusson og norræn yfirlitsrit. Arnljótur Björnsson prófessor hefur áður ritað margar greinar í tímaritið. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.